Vikan - 04.01.1968, Blaðsíða 26
Loftárásin á Dresden 13-14. febrúar 1945. -
Þrumugnýr yfir pýzku Flórens
DAGUR ÞORLEIFSSON TÖK SAMAN.
Hann er einn þeirra
hrezku leiðtoga, sem
teljast verða ábyrgir
á fjöldamorðinu í Dres-
den — þótt svo að hann
eftir á sýndi viðleitni tii
að þvo hendur sínar af
því.
En þessl aðgerð Luft-
waffe og aðrar voru til-
tölulega meinlitlar hjá
þeim höggum, sem Royal
Air Force greiddi Þjóð-
verjum síðar.
Loftárás Þjóðverja á
Coventry vakti mikla
skelfingu í Bretlandi.
Atvinnulíf þessarar mik-
ilvægu iðnaðarhorgar
lamaðist og um fjögur
hundruð manns fórust.
Þegar upp á því er fitjað hver
verið hafi afkastamesti mann-
drápari sögunnar, verður líklega
flestum hugsað til athafnamanna
á borð við Gengis Kan, Tímúr-
lenk, Adolf Hitler og Jósef
Svetlönupabba. Og trúlega er
óhætt að slá því föstu, að þessir
fjórir garpar séu mestu morð-
ingjar, sem uppi hafi verið, það
er að segja að þeir beri ábyrgð
á aflífun fleiri meðbræðra sinna
en nokkrir aðrir. En sé við það
miðað, hver metið hafi í því að
koma sem flestu fólki í hel á
sem skemmstum tíma, þá mundu
sumir mæla að einn maður að
minnsta kosti slægi þá út. Sá er
Sir Arthur Harris, yfirmaður
konunglega brezka sprengjuflug-
flotans í síðari heimsstyrjöld.
Kaldhæðni örlaganna í þessu
tilviki er sú, að þessi heims-
meistari í framleiðni í manfi-
drápum var af allt annarri og
ólíkt geðslegri manngerð en áð-
urnefndir fjórir illvirkjar. Hann
og aðrir þeir, sem stríðsrekstri
Breta stjórnuðu, þar á meðal
Churchill gamli, töldu sig með
réttu standa himinhátt ofar óvin-
um sínum nasistunum og hinum
sovézku bandamönnum sínum,
séð frá öllum siðferðilegum og
mannúðlegum sjónarmiðum. Það
er því í meira lagi ömurlegt að
þessir prúðu séntilmenn skyldu í
gerningaveðri heimsófriðarins
leiðast út í að drýgja glæpi, sem
jafnast á við verstu hryllingsverk
SS-manna Himmlers og hins sið-
lausa dátaskríls Sjúkoffs mar-
skálks.
Skýringin liggur í eðli stríðs-
ins sjálfs. Sin will pluck on sin,
einn glæpur leiðir af sér annan,
lætur Shakespeare Ríkharð
þriðja segja- í upphafi styrjaldar
gætir oft nokkurrar viðleitni til
að halda ógnunum innan
vissra takmarka í stíl við ridd-
araskap miðalda, en það fer
fljótt af; eftir því sem fleiri
högg fara á milli stríðsaðila, þeim
mun meir magnast með þeim
gagnkvæmt og tillitslaust hatur,
unz einskis er svifizt. Þetta verð-
ur auðvitað ekki hvað sízt, þegar
því er trúað, að ósigur þýði algera
Fyrri hluti.
tortímingu hins sigraða, eins og
báðir aðilar síðustu heimsstyrj-
aldar virðast hafa litið á — og
hvorugur að ástæðulausu. „Þýzka
þjóðin berst fyrir sjálfri tilveru
sinni og hefur því ekki efni á að
taka tillit til neinna mannúðar-
sjónarmiða,“ sagði Hitler. f verki
gerðu einnig andstæðingar hans
þetta sjónarmið að sínu, áður en
yfir lauk.
í þessu sambandi er rétt að
fara nokkrum orðum um þróun
lofthernaðar frá upphafi styrj-
aldarinnar. Enda þótt alþjóðalög
kvæðu ekki beint á um slíkt, var
almennt litið svo á í stríðsbyrjun
að lofthernaður, sem kæmi að
ráði niður á óbreyttum borgur-
um, væri mikil óhæfa. Bretar
lögðu sig því mjög fram um að
gera einungis árásir á herbæki-
stöðvar og herskip, einkum með-
an Neville Chamberlain var við
völd, en þessi lingerði meinleys-
ingi gat með engu móti til þess
hugsað að beita flugher sínum
óvopnuðu fólki til skaða. Sem
nærri má geta, var kunningi
hans frá Miinchen ekki eins
teprulegur í þessum efnum. —
Meðan barizt var í Póllandi, ollu
loftárásir Þjóðverja á Varsjá
verulegu manntjóni á óbreyttum
borgurum, þótt segja mætti að
lofthernaði þeirra þá væri mest-
anpart beint gegn hermönnum
og hernaðarmannvirkjum- Þjóð-
verjar voru þá sem sagt, í orði
kveðnu að minnsta kosti, á sama
máli og andstæðingar þeirra um,
að ekki væri sæmandi að beita
herflugvélum gegn vopnlausu
fólki.
Atburður, sem skeði tíunda
maí 1940, átti mikinn þátt í að
hraða þeirri óheillaþróun, sem
framundan var á þessu sviði. Út
úr regnbólgnu skýjaþykkni, sem
hvíldi yfir borginni Freiburg-
im-Breisgau í Suður-Þýzkalandi,
skutust allt í einu þrjár flugvél-
ar, hentu nokkrum sprengjum í
snarhasti og höfðu sig svo á
brott. Sprengjumar komu niður
víðs vegar um borgina og ná-
grenni hennar og drápu nærri
sextíu manns, og var yfir helm-
Framhald á bls. 34.
Fyrir árásina var Dresdcn cin af fegurstu borgum Evrópu. Á myndinni að ofan er hinn heimsfrægi Zwinge-garður,
byggður í barakstíl, cin af mörgum glæsibyggingum borgarinnar, scm upp gengu fyrir bálstorminum.
á
í upphafi stríðsins var talið lítt viðeigandi að henda sprengjum á ó-
breytta borgara. En Hitler sagði blátt áfram: „Við berjumst fyrir til-
veru okkar og höfum því ekki efni á að sýna nokkra miskunn.“ í
hjarta sínu viðurkenndu andstæðingar hans þetta sjónarmið og sýndu
það rækilega í verki áður en yfir lauk....
Hvað sem um fulloröið fólk má segja, bá verður ckki séð að börn hafi
til þess unnið að verða stríðsófrcskjunni að bráð, þótt svo fari jafnan.
Hér blundar flóttadrengur að austan uppgefinn ofan á vagninum sinum,
en litlu systkini hans standa hjá, grátandi og örvona. Börn á borð við
þessi brunnu þúsunduni saman á örlaganótt Dresdenar — og þau sem
sluppu úr eldinum urðu daginn eftir að bráð bandarískum orrustuflug-
mönnum, sem steyptu sér yfir flóttafólkið á þjóðvegunum og stráfelldu
það mcð vélbyssuskothríð.
Þegar sprcngjuregnið skall á borginni, var aðaljárnbrautarstöðin alsetin
flutningalestum úr austurhéruðum landsins, yfirfylltum af flóttafólki, cr
streymdi vestur á bóginn er hcfndarþyrstir hcrskarar Sovétmanna nálg-
uðust. Frá stöðinni va.rð fæstum undankomu auðið.
Carl Spaatz hcrshöfðingi, yfirmaöur
bandaríska flughersins. Hann var einn
þcirra mörgu stjórnmálamanna og
lierforingja, sem þátt áttu í þcirri
óheillaþróun, er leiddi til árásarinnar
á Drcsden.
Neville Chamberlain mátti ekki til
þess hugsa að herfiugvéium yrði bcitt
gegn óbreyttum borgurum.
26 VTKAN !• V-
i. tbi. yiKAN 27