Vikan


Vikan - 04.01.1968, Blaðsíða 17

Vikan - 04.01.1968, Blaðsíða 17
Kannski ætti ég að fara upp í sveit, sagði stúlkan, tii hennar frænku minnar. Fá að vera hjá henni. Dálítinn tíma. Hún hefur kindur. Hún býr til svo góðar pönnukökur- — Pönnukökur? sagði pilturinn. — Pönnukökur, sagði stúlkan. — Jæja, sagði piiturinn. Dripp-drapp dágóða stund. Farðu upp í sveit, sagði pilturinn svo. - Kannski Mæa láni mér fyrir rútunni. Mæa á alltaf aura. — Já, farðu upp í sveit- Sama er mér. —- Farðu bara upp í sveit. Pilturinn stóð upp og hafði hendurnar djúpt í buxnavösunum og gekk um gólf á þurrkloftinu, svo stanzaði hann undir þak- glugganum, teygði sig upp. Hann sá ekki út fyrir móðu. — Lási fékk sprautu hjá trommuleikaran- um. Þessum svarta sem alltaf er með hníf- inn. Það var um hann í blöðunum, manstu. Lási sagði ég mætti koma með honum í kvöld. Lási er svalur. Dripp-drapp, dripp-drapp.... Pilturinn gekk um gólf góða stund á ný, fleygði sér svo út í sófagarminum án þess að taka hendurnar úr vösunum, hann var snillingur í að fleygja sér út af í sófanum án þess að taka hendurnar úr vösunum- — Lási ætlar að brjótast inn hjá Gull- Grími, hann er búinn að gera plan. Það var strákur sem vann hjá Gull-Grími og vissi allt, svo fór strákurinn í kerfi. Hann verður ekki með. Lási sagði ég mætti vera með ef ég vildi. Við fáum sprautu hjá negranum og þá gengur það fínt, sagði hann. Kannski verð ég með, ég er ekki búinn að gefa Lása svar. Ég er að hugsa mig um. Dripp-drapp. — Þú hefur aldrei sagt mér þú hefðir ver- ið í Fíladelfíunni- Átti þetta að vera sniðugt? — Ég fór alltaf með frænku minni. Svo flultist hún í sveitina og hefur kindur. Ég hef aldrei farið að heimsækja hana síðan hún flutti í sveitina. Maðurinn hennar vildi alltaf verða bóndi. Hann keyrði leigubíl en hann vildi verða bóndi. — Jesús Kristur, varstu kannski skotin í honum? Hún svaraði engu. — Varstu skotin í honum? — Hann fyrirgefur okkur aldrei. — Okkur? Hvar kem ég inn í málið. — Aldrei hef ég verið skotinn í honum- Ég er ekki hinseginn. — Ég fæ aura hjá Mæu og ég fer með rút- unni í fyrramálið. Farðu bara með rútunni. Sama er mér. - Þú lætur hann Lása eiga sig. Ég held bara ég ráði því sjálfur. Ég held líka þessi læknir eða hvað hann var hafi tekið eitthvað meira úr þér en hann átti að taka. Já, ég hef verið að hugsa um það þessa daga, það er farið að vanta eitthvað í þig. Kannski er bezt þú farir með rútunni upp í sveit að finna þennan Jesús þinn og borða með honum pönnukökur- Úr því hún bakar svona góðar pönnukökur hún frænka þín. Þið væruð ágæt saman, þessi þrjú. Dripp-drapp . . . droparnir komu nú á strjálingi. — Ég skrifa þér úr sveitinni, sagði stúlk- an án þess að líta upp. Já, þú getur sagt hvernig þessar kind- ur hafa það. Þögn- Einhvers staðar út í bæ heyrðist dauft hljóð í sírenu, lögreglubíll, sjúkrabíll eða slökkviliðið. Eitthvað af þessu þrennu, kannski allt þetta. Það færðist nær, þetta var angistarvein borgarinnar. Svo fjarlægðist það aftur og loksins heyrð- ist það ekki meir. Þú getur ekki sofið hjá Jesúsi, sagði pilturinn loks. - Ég skal segja þér frá lömbunum, sagði stúlkan, ef það eru einhver lömb núna. Ég held þau séu bara á sumrin, er það ekki? Var gaman í Fíladelfíunni? Hvað gerð- uði, fóruði í leiki kannski? Saltabrauð, hjóna- leik? Eitthvað svoleiðis? Segðu mér hvurnin það var? Það var stytt upp. Viltu gera það fyrir mig að láta Lása eiga sig, sagði stúlkan. Ég á kannski að ganga í Fíladelfíuna? Ég skal reyna að senda þér peninga. Hvað á ég að gera með peninga? Ég get fengið peninga eins og skít- Stúlkan stóð upp, hún stóð nokkra stund grafkyrr í sömu sporum og lokaði augunum, svo opnaði hún augun aftur, Þessi stóru, bláu augu, hún gekk að kommóðunni og dró út skúffur, tók fram dótið sitt, það var ekki lengi gert. Hún fór úr BAN THE BOMB- peysunni og braut hana vandlega saman og lagði ofan í skúffu, fór þess i stað í ljósa treyju. Undan rúminu dró hún litla og lasna ferðatösku og fór að raða í hana. Hann fylgd- ist með gjörðum hennar án þess að horfa á hana beiniínis, staðinn upp, gekk um gólf, sönglaði. — Þú ert ákveðin, sagði hann, þú ert eins og í bíó. Hún svaraði ekki. Hann fleygði sér aftur í sófann og dró síðustu sígarettuna upp úr velktum Pall Mall-pakka. — Þetta eru bara timburmenn í þér, sagði hann. Ég ætla að fara í kvöld, sagði stúlkan, kannski er rúta í kvöld- Annars fæ ég að sofa hjá Mæu. Og fer í fyrramálið. Já, farðu í kvöld, sagði hann, ég þarf líka að fara, Framhald á bls. 40. X. tbi. VIKAN 17 i

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.