Vikan - 04.01.1968, Blaðsíða 24
FRAMHALDSSAGAN 4. HLUTi
EFTIR SERGE OG ANNE GOLON - TEIKNING BALTASAR
HANN HÉLT ENN UM HÖND HENNAR OG HÚN LYFTI HENNI OG LAGÐI HANA VIÐ VANGA SINN
MEÐ BLlÐLEGRI HREYFINGU, SEM KOM HONUM TIL AÐ SKJÁLFA AF ÞRÁ.
^★★★★★★★★★★★★★★"★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★Á
— Hvað heldurðu að ég sé? Ég er ekkert lébarn!
— En þú ert ennþá veikur!
— Veikur? sagði hann með axlaypptingu, sem gerði það að verkum
að andlit hans aímyndaðist af sársauka.
Angelique rak upp hlátur. Henni hafði alltaf líkað vel þessi þrótt-
ur hans. Henni fannst stafa frá honum friði og öryggi. Jafnvel
það hve hann var stór, gerði hann bara enn tryggari. Stærð hans
og fyrirferð var ekki hvapkennd eins og hjá þeim, sem líta út eins
og úttroðnir púðar eða uppblásin lindýr; vöðvamikill vöxtur hans var
í samræmi við jafnaðargeðið; hann hafði ungur fengið þennan stóra
og sterklega vöxt. Það eina sem hann hafði neikvætt í fór með sér
var að gera hann aldurslegri en hann raunverulega var, en aftur
á móti hlaut þetta að hafa haft traustvekjandi áhrif á viðskiptavini
hans og starfsbræður — og ef til vill átti það þannig sinn þátt í
þeirri virðingu, sem fólk sýndi honum stöðugt.
Angelique virti hann fyrir sér meðan hann mokaði í sig káss-
unni með annarri hendi ,af diskinum sem stóð við hlið hans.
— Þú hefðir sem bezt getað verið sælkeri, Maitre Berne, ef þú
værir ekki Húgenotti.
— Ég hefði getað verið sitthvað fleira, sagði hann og leit á hana
óræður á svip. — Allir menn hafa tvíþætta skapgerð.
Og þegar hann lyfti annarri skeið að vörurn hikaði hann andartak
og mælti: — Ég veit hvað þú átt við og ég verð að viðurkenna að
ég er griðarsvangur í dag.
— Haltu áfram, borðaðu allt. Ég er bara að stríða þér, sagði hún
ástúðlega. — Ég var bara að ná mér niðri á þér fyrir þau skipti sem
þú skammaðir mig í La Rochelle fyrir að búa til of góðan mat og
þannig leiða börnin þín í freistni græðginnar.
— Touóhé, samþykkti hann brosandi. — Skelfing er það allt sam-
an langt í burtu núna, því miður!
Séra Beaucaire safnaði saman hjörð sinni. Það höfðu komið skila-
boð um að farþegum væri leyfilegt að viðra sig stundarkorn á þil-
fari, veörið var gott og þetta var sá tími dagsins sem farþegarnir
myndu minnst hafa truflandi áhrif á störf skipverjanna.
Angelique varð ein eftir með Maitre Berne. Hana langaði að nota
þetta tækifæri til að þakka honum fyrir allt sem hann hafði gert
fyrir hana.
— Ég hef enn ekki getað þakkað þér, Maitre Berne, en mig langar
að segja þér hvað ég er þér þakklát. Þú særðist við að bjarga lífi
mínu.
Hann leit upp og horfði lengi á hana. Hún leit undan. Hann gat
gert augnaráð sitt óttalaust og kalt, en nú töluðu augu hans til henn-
ar á sama hátt og þau höfðu gert kvöldið áður, þegar hann vaknaði
úr rotinu og sá hana og ekkert nema hana.
— Hvernig hefði ég getað komizt hjá því að bjarga þér, svaraði
hann að lokum. — Þú ert sjálft líf mitt.
Hún ætlaði að fara að mótmæla en hann bætti við.
— Dame Angelique, viltu verða konan mín?
Kenndaalda skall yfir hana, svo stundin var komin. Hún fann ekki
til neinnar skelfingar, þvert á móti fann hún sérkennilegan innri yl.
Þrátt fyrir ailt sem hann vissi eða vissi ekki um fortíð hennar, unni
24 VIKAN tbl-
hann henni nógu mikið til að biðja hana að verða konuna hans fyrir
guði. Þetta var mælikvarði á ástina, bónorð frá manni sem trúði á
járnharðar siðareglur.
En henni fannst hún ómögulega geta gefið honum glöggt svar, hún
néri hendur sínar óviss.
Gabriel Berne hafði ekki augun af vangasvip hennar. Síðan hann
hafði látið undan þeirri freistingu að hugsa um hana sem konu hafði
hann fundið eitthvað nýtt til að dást að i hvert skipti sem hann leit
á hana. Hann elskaði jafnvel þreytulegan fölva hennar. Daginn eftir
þessar skelfilegu klukkustundir, þegar hún bar þau öll, næstum bók-
staflega, burt frá miskunnarlausum örlögum. Minningin um fögur,
leiftrandi augu hennar og röddina, sem hvatti þau til að flýta sér,
stóð honum ljósliíandi fyrir hugskotssjónum.
Hann sá hana hlaupa yfir heiðina, með hárið blaktandi i vindinum
og draga með sér skelfd börnin, knúin áfram af þvi afli sem konur
einar ráða yfir.-þegar þær finna á sér að um líf og dauða er að tefla.
Hann myndi aldrei gleyma því. Hér var sama konan, krjúpandi við
hliðina á honum núna og hún var veikburða. Hún beit á vörina og
hann sá að hún hafði ákafan hjartslátt, þvi brjóst hennar gekk ört upp
og niður.
Að lokum svaraði hún:
— Maitre Berne. Mér er mikill heiður að þessu bónorði, en .... Ég
er þin ekki verð.
Hann hleypti í brýrnar og beit á jaxlinn til að rjúka ekki upp. Það
tók hann nokkurn tíma að ná stjórn á sér og Angelique sem undraðist
þögn hans, vogaði sér að líta upp og sá að hann var fölur af reiði.
— Ég hef andstyggð á að heyra þessa hræsni, sagði hann umbúða-
laust. — Það er ég sem er Þín ekki verður. Gerðu þér ekki I hugarlund
að ég sé svona heimskur. Ég er ekkert barn, eins og þú veizt og ég
er viss um, handviss um, þótt ég hafi enga sönnun fyrir því, að þú
kemur úr heimi sem er gerólíkur mínum. Já, ég er viss um það. Ég
veit að samanborið við þig er ég ekki annað en kaupmannskurfur.
Óttinn greip hana og hún leit á hann svo skelfingu lostin yfir þeirri
tiihugsun að hann skyídi hafa getið sér til um leyndarmál hennar, að
hann tók um hönd hennar.
— Dame Angelique, ég er vinur þinn. Ég veit ekki hvað það var
sem aðskildi þig og þitt eigið fólk, eða hvaða hrikaleikur örlaganna
það var, sem gerði það að þeirri aumu veru sem þú varst, þegar ég
fann þig. Það sem ég veit hinsvegar er að jafningjar þínir ráku þig
burt, þeir lítillækkuðu þig, á sama hátt og úlfaflokkur útilokar hvern
þann félaga sinn sem ekki vill góla með. Þú leitaðir skjóls meðal okk-
ar, og þar varstu hamingjusöm.
— Já, einmitt, ég var hamingjusöm, svaraði hún lágt.
Hann héit onn um hönd hennar og hún lyfti henni og lagði hana
við vanga sinn með bliðlegri hreyfingu, sem kom honum til að skjálfa
af þrá.
— Meðan við vorum í La Rochelle vogaði ég ekki að segja neitt
við þig, sagði hann með rámri röddu. — Því ég fann hvílíkt djúp var
staðfest milli okkar. En nú finnst mér að við höfum orðið svo........