Vikan


Vikan - 04.01.1968, Blaðsíða 44

Vikan - 04.01.1968, Blaðsíða 44
 — Jólatréð með toppinn — Ó, þetta er bara hann Kalli. Hver á út? — Ég er búinn að laga tréð, svo það komist fleiri pakkar fyr- ir undir því! j inu og Þrettándakvöldi. En mér finnst gott til þess að hugsa að vita Jón í höndum Róberts; mér hefur alltaf þótt vænt um karlinn. Hann er skemmtilecfur þótt hann sé erfið- ur. Við spurðum þá Róbert, hversu honum litist á að glíma við Jón. — Það er ekki laust við að ég sé kvíðinn, svaraði Róbert. — Þótt ég þekki Brynjólf að öllu góðu, þá er afskaplega erfitt að feta í fót- spor hans. Hann er búinn að leika Jón í öll skiptin, sem verkið hefur verið sýnt í 18 ár og hefur gert gífurlega lukku. Það er ekki ein- ungis að persónan sé stórmerk frá hendi höfundarins, heldur er hún búin að fá ákveðna mynd í hugum fólks í meðförum Brynjólfs. Brynjólfur; En það er alltaf gam- an að samanburðinum, sem fæst með nýjum mönnum. En Jón er erfiður, það er satt. Það fannst mér alltaf hér áður, en þá var mað- ur nú svo frískur og sprækur. Róbert: Já, hlutverkið er snarhel- víti bratt, stighækkandi, og það er þetta sem er erfiðast að ná eðli- lega. En þetta er brillíant.verk, sem ekki er annað hægt en hafa gam- an af að æfa og vinna. Og þegar þeir, sem maður er ráðinn hjá, hafa einu sinni skipað mann í eitt- hvert hlutverk, þá þýðir ekkert elsku mamma. Og þú, Brynjólfur, ert nú búinn að leika svo mörg hlutverk að það fer auðvitað ekki hjá því að það komi að því að ein- hverjir verði að fara að taka við af þér í sumum þeirra. Gallinn við þig er bara sá að þú ert svo hel- víti góður og gerir hlutverkin svo eftirminnileg í þinni meðferð, að það er engum heiglum hent að verða eftirmaður þinn í þeim. Brynjólfur,- Ekki held ég að þú þurfir neitt að óttast í því efni. Það er gaman að hlutverkinu, þótt það sé erfitt. Hér skjótum við inn í: — Hvaða þáttur verksins er þér hvað eftirminnilegastur, Brynjólfur? — Eg hygg það séu samtöl Jóns við Snæfríði og konu Arnæusar. Annars er sagan í heild snilldar-| verk og full af gullkornum. Frá-_ sögnin af því þegar Jón kemur til Arnæusar með hringinn, hún er perla. Og það er margt í bókinni, sem hefur orðið útundan við gerð leikritsins, enda hefur verið erfitt að velja og hafna. Róbert: I rauninni er þetta ekki venjulegt leikrit, heldur eins konar myndabók upp úr sögunni. Brynjólfur: Það er margt í sög- unni sem hefði verið gaman að hafa með í leikritinu, en ekki er þar. Til að mynda fylleríið í skemm- unni, svo ég nefni eitthvað. Ég man þegar við lékum fyrir Kekkonen Finnlandsforseta, þegar hann kom hingað. Hann hitti okkur á eftir og fór þá að spyrja hversvegna við hefðum ekki haft þetta eða hitt með. Hann hafði þá lesið bókina og gerþekkti atburðarásina. Það varð líka að fella úr ýmislegt, sem byrjað var með, til að stytta verk- ið, því upphaflega var þetta fjög- urra tíma sýning. Það minnti migj á fyrstu sýninguna á Manni og» konu, sem stóð til hálfeitt! Róbert: Það er fyrst og fremst eitt sem ég sakna, þegar ég fer yfir leikritið. Það er hundurinn. Þessi sérstaka skepna er á einn eða ann- an hátt rauður þráður í gegnum alla söguna; á þriðju eða fjórðu hverri blaðsíðu að minnsta kosti er vikið að þessari skepnu á einhvern veg, strax í upphafi, þegar Jón er að höggva niður klukkuna, segir hann um kóngsins böðul þessi týpísku orð: Það míga utan í hana allir hundar. Og alls staðar hefur maður fyrir augunum þessa litlu, lú- börðu þjóð, sem alltaf er reiðubú- inn til að dilla rófunni framan í böðul sinn ef hann réttir henni litla fingur. Þetta hefði mátt undir- strika betur í leikritinu, með því að láta heyrast hundgá eða með ein- hverjum álíka effektum. En sannast að segja, heldur Ró- bert áfram og beinir nú máli sínu til okkar, þá hef ég næsta fátt að segja um Jón Hreggviðsson á þessu stigi málsins. Til þess er ég enn of skammt kominn í að gera mér nægilega grein fyrir honum. En samt er ég nokkurn veginn viss um að ég verð að búa mér til minn eigin Jón. Þótt Brynjólfur hafi gert frábærlega vel, þá höfum við svo ólíkan leikstíl að ég geri ekki ráð fyrir að ég hætti á að stæla hann. En, — og nú hlær Róbert og lítur kankvíslega til „leikbróður" síns — það getur orðið nógu erfitt, því að þinn Jón er ekki einungis meitlað- ur í hug allflestra áhorfenda, held- ur stendur hann ekki sízt mér skýrt fyrir hugskotssjónum. A andliti Brynjólfs bregður fyrir patríarkalegum alvörusvip, eins og stundum í Indíánaleiknum. — Þú hefur það af, segir hann fullvissandi. — Það er engin ástæða til að tveimur mönnum geti ekki tekizt jafnvel til með sama hlutverk, þótt þeir túlki það á ólíkan hátt. Við sjáum hvað setur. Það verð- ur gaman þegar þar að kemur. mif ' jþ. TlGRISTONN Framhald af bls. 19. dag, held ég. Það hlýtur að vera hann. — Þá lætur hann sennilega ekki lengi bíða eftir sér. — Nei. Gerðu það, sem þú átt að gera, Wiilie. Og byrjaðu á að marka mig. Löðrung. Svitinn spratt út á enni hans og hann horfði framhjá henni. — Willie. Rödd hennar var hörð og skipandi. Hann leit snöggt á hana og sló svo með flötum lófa á hinn ómarðá hluta andlitsins. Höfuð hennar hnykktist til af högg- 44 VIKAN !• tbl-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.