Vikan


Vikan - 04.04.1968, Side 6

Vikan - 04.04.1968, Side 6
UTVARP OG SJONVARP í EINU. Kæra Vika! Um daginn langaði mig til að horfa á „Riddarann af Rauðsölum" í sjónvarpinu. En þá vildi svo illa til, að alveg á sama tíma var leik- rit í útvarpinu, og yfirleitt hlusta ég alltaf á þau. Ég veit reyndar um einn vin minn og nágranna, sem getur gert hvort tveggja í senn: horft á sjónvarp og hlustað á útvarp. En ég er ekki svo víðfeðmur, að ég geti það. Ég hlýt að missa af öðru hvoru. Til að byrja með reyndi ég að hafa þann háttinn á að fara með útvarpið inn í svefnher- bergi og hlusta á það þar, en skreppa svo inn í stof- yna á milli og horfa á það, '5&pi sjónvarpið hafði upp átfeð bjóða. En mér fannst þefjp fyrirkomulag mjög óþæ'gilegt og eyðileggja fyrir mér alla ánægju, bæði af útvarpinu og sjónvarp- inu. Væri ekki hægt að koma á einhverri samvinnu milli útvarpsins og sjónvarpsins? Þetta á jú að heita sama fyrirtækið, eða er ekki svo? Þegar góður þáttur er í sjónvarpinu, þáttur, sem reikna má með að mjög margir vilji horfa á, — væri þá ekki hægt að hafa einhvern tónlistarþátt í út- varpinu, en ekki leikrit eða skemmtiþátt, sem lík- legt er að margir vilji hlusta á? Ég er sannfærð- ur um, að það mætti haga dagskrá sjónvarps og út- varps þannig, að sjaldan eða aldrei rækjust vinsæl- ustu þættimir á. Mér er kunnugt um, að stór hópur manna kvartar yfir þessu sama, þótt eng- inn skrifi kannski í blöðin nema ég. Yðar einlægur, J. J. Það er erfitt að þjóna tveimur herrum í einu. — Með tilkomu sjónvarpsins jókst til muna fjölbreytni og magn þess efnis, sem fóliki býðst að njóta í tóm- stundum sínum. Við erum þeirrar skoðunar, að menn verði að velja og hafna eft- ir eigin geðþótta, hvort sem þeim likar það betur eða vtrr. Þeir sem eiga tvo bíla geta ekki ekið í þeim báð- um samtímis! „BETRA ER AÐ PASSA HUNDRAÐ FLÆR . . ." Kæra Vika! í 8. tölublaði þessa árs birtuð þið bréf frá ungri stúlku, sem kvartar yfir skorti á fræðslu í kynferð- ismálum. Mig minnir, að áður hafi verið minnzt á slíkt í Póstinum. Ég er hissa á því að þið skylduð ekki benda þessum ung- lingum á einhverjar bækur um þessi efni, t. d. bók eft- ir Hannes Jónsson félags- fræðing, sem ber nafnið „Fjölskylduáætlanir og sið- fræði kynlífs". Á síðustu árum hefur verið rætt og ritað svo mikið um kynlíf og getnaðarvarnir, að ég hélt að allir, sem læsir eru, vissu orðið allt um þessi mál, sem þeir vildu vita. Svo þurfa imgu stúlk- urnar ekki að vera svona hræddar við hneykslun eldri kvennaima á biðstof- um læknanna. Þær hafa allar verið ungar og hve- nær hefur fæðzt sú kynslóð, sem ekki var þroskaðri og gáfaðri en foreldrarnir? — Annars höldum við, „þessi gömlu“, að það geri ekkert tU, þótt 15 ára unglingar bíði með að sofa hjá, þar til þeir verða eldri. En „betra er að passa hundrað flær á hálu skinni, en píku eina á palli inni“. Þannig hefur það alltaf verið og verður alltaf. En það sýnir þó vissan þroska og ábyrgð- artilfinningu að gera var- úðarráðstafanir í tíma. Hvernig er það annars, eru ekki foreldrarnir skyld- ugir til að veita börnum sínum fræðslu og siðferði- legan styrk? Er nóg að gefa unglingunum bara lausan tauminn, án þess að vara þá við hættum hins frjálsa lífs? Er ekki eldri kynslóðin of slöpp í upp- eldismálum almennt? Ég á ekki við að foreldrar eigi að loka dætur sínar inni fyrir strákunum, en þeir þyrftu ekki að láta sem 6 VIKAN 13 tbl-

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.