Vikan - 04.04.1968, Qupperneq 9
KRABBAFRIIMA
Þetta er mjög- sérstæð mynd, sem sýnir krabbafrumu og hvernig hún
fer eins og alda yfir þyrpingu heilbrigðra fruma. Þetta er fyrsta
mynd sinnar tegundar, sem tekin hefur verið, en það var prófessor
E. J. Ambrose í Chester Beatty Research Institute í Englandi, sem
tók hana.
Hann notaði til þess rafeindasmásjá, sem stækkar nokkur þúsund
sinnum og tekur þrívíddarmynd af því, sem fyrir hana er sett, og
varpar lienni á sjónvarpsskerm. Rannsóknin var gerð til að sjá,
hvernig heilbrigðar frumur og krabbameinsfrumur hegðuðu sér á
mjúku og hrjúfu yfirborði. I báðum tilfellum kom í ljós, að heilbrigð-
ar frumur þjöppuðu sér saman, cn sýktar breiddu úr sér yfir ótrú-
lega mikið yfirborð. -— Aðferð' þessi til rannsókna og myndimar,
sem náðst hafa með notkun hennar, hafa vakið mikla athygli.
ORÐASKÝRINGAR
HLJÓMBURÐUR: Sú innrétting leikhúss, sem gerir lcikurunum
fært að heyra gestina hósta.
IIEIGULL: Sá sem á hættustund liugsar með fótunum.
KAÞÓLIKKI: Sá sem mótmælir mótmælendum.
KLÁM: Nakin, hvít kona (sjá mannfræði).
KURTEISI: Framkoma manna við konur annarra manna.
LÍFIÐ: Það sem líður meðan maður bíður þess að eitthvað gerist.
MANNFRÆÐI: Nakin, svört kona (sjá klám).
TÍEYRINGUR: Króna, að frádregnum opinberum gjöldum.
TÓNLIST: Svartir deplar á nótnapappír.
VIRÐING: Tilfinning okkar í garð þess, sem liefur sömu skoðanir
og við.
VOR: Þegar tvö ungmenni setjast á nýmálaðan bekk og aðeins
annað fær málningu á fötin sín.
ÆSKA: Þegar maður er orðinn of gatnall til að þiggja heilræði.
A: Nauðsynlegur stafur fyrir þá, sem skrifa.
ÁHRIF: Nokkuð, sem maður heldur að maður hafi, þar til maður
þarf að nota það.
BRENNUVARGUR: Maður, setn finnst ekki nema sanngjamt, að
fólk fái eitthvað fyrir iðgjaldið af brunatryggingunni.
DIPLOMAT: Sá sem man afmæli konu, en ekki aldur hennar.
EINRÆÐISRÍKI: Staður, þar sem gata er nefnd eftir frægum manni
í dag, en svo er hann liengdur við sömu götu á morgun.
GOSHVER: Foss, sem rennur upp á við.
GENGISFELLING: Aðferð til að minnka peningaseðil án þess að
skemma pappírinn.
GULLHAMRAR: Að segja öðrum hvaða álit liann/hún liafi á
sjálfum/ri sér.
HEPPNI: Ástæöan til að öðrum lekst það, sem þér lánaðist ekki.
EMeo ferminareöf
wM
11
ffíÉlii
í fjölbreyttu úrvali
á gamla verðinu
vatnsþétt, höggvarin,
óslítandi fjöður,
árs ábyrgð.
%
Sendi gegn póstkröfu.
HHH
HELGI GUBMUNDSSON
ÚrsmiSur ■ Laugaveg 96 (við hlið Stjörnubíós)
Sími 22750
'N
NÝTT FRÁ
r
'N
NÝ ELDAVÉL, GERÐ 6604, MEÐ 4 HELLUM,
STÖRUM STEIKAR- OG BÖKUNAROFNI.
Yfir- og undirhiti fyrir steikingu og bökun,
stýrt með hitastilli. Sérstakt glóðarsteikar
eliment (grill), stór hitaskúffa, Ijós í ofni.
i3. tw. VIKAN 9