Vikan


Vikan - 04.04.1968, Page 12

Vikan - 04.04.1968, Page 12
TÍUNDA LfÓNIÐ Smásaga efllr LEO P. KELLY Úr saffni ALFREDS HITCHCOCKS Einkarétlup ViKAN Það er ekki hægt að segja, að hún hafi gengið rösklega inn í anddyri gistihússins, því síður að hún hafi skálmað. Ekki er held- ur hægt að segja, að hún hafi gengið í hægðum sínum. Hún læddist varfærnislega eins og lítið dýr. Hún var um sextugt, en bar aldur sinn vel. Ekki var hægt að merkja neinar áhyggjur í andlitsdráttum hennar. Húð hennar var nærri gagnsæ eins og gamalt, dýrmætt postulín, sem er gætt vandlega, en alltaf vofir yfir sú hætta að það brotni. Grátt hár hennar var úfið og ekki greitl samkvæmt nýjustu tízku. Lýjur þess stóðu undan svörtum, flötum hatti. Hún hikaði á miðju gólfinu og fitlaði óstyrkum höndum við silgju handtösku sinnar. Hún horfði um öxl og andvarpaði feginsamlega, þegar hún sá lyftu- strákinn bera töskurnar hennar inn. Hún lét strákinn hlaðinn farangrinum vísa sér leiðina að afgreiðsluborðinu. Skrifstofumað- ur lá fram á borðið og las í blaði. Hann leit upp og sagði: „Ætluðuð þér að fá herbergi?" Hún kinkaði kolli og brosti: „Já, kyrrlátt herbergi, ef það er hægt.“ Skrifstofumaðurinn ýtti gesta- bók í áttina til hennar og setti penna ofan á hana um leið og hún tók af sér .svarta hanzka. Hún skrifaði nafn sitt í bókina: Frú Celine Beauvais, Toulons, Frakklandi. „Hversu lengi ætlið þér að gista,“ spurði skrifstofumaður- inn. „Hversu lengi? Ja, ég hef nú ekki ákveðið það ennþá. Ég er nýkomin til Ameríku, skiljið þér. Að minnsta kosti mánuð, býst ég við.“ Hún virtist vera að biðja skrif- stofumanninn leyfis, en um hvað var ekki gott að segja til um. Hann veifaði með hendinni. Lyftustrákurinn, sem stóð álengdar, kom hlaupandi og glotti framan í hann. Skrifstofu- maðurinn rétti honum lykil. Frú Beauvais hikaði, en síðan spurði hún afar kurteislega: „Hvað kostar. það?“ „Fjóra og hálfan dollar á dag, greiðist um leið og þér farið.“ „Nei, nei. Ég vil heldur borga fyrirfram, ef yður er sama. Ég kann betur við, að góð regla sé á fjármálum mínum.“ „Það er sjálfsagt, ef þér óskið þess,“ sagði skrifstofumaðurinn. „Þér skuluð bara koma við hjá gjaldkeranum og segja honum, að þér séuð á herbergi númer 312.“ „Fyrirgefðu," sagði frú Beau- vais um leið og hún sneri sér við og rakst á lyftustrákinn. Hún hélt á handtösku sinni í fanginu eins og ungbarni. „Ég skal vísa yður leiðina, frú,“ sagði strákurinn. Hann gekk á undan henni til gjaldker- ans, vék sér að stúlku, sem sat þar við borð og sagði: „Þetta er frú Beauvais. Hún býr á herbergi númer 312. Hún ætlar að borga fyrirfram. Þessi unga stúlka mun sjá um þetla, frú Beauvais." „Þakka þér fyrir,“ sagði hún. Hún greiddi mánuð fyrirfram, taldi peningana hægt og nákvæm- lega úr samanvöðluðu seðlabúnti, sem teygju var brugðið utan um. Hún hafði dregið þetta seðlabúnt djúpt upp úr handtösku sinni. Lyftustrákurinn leit viljandi und- an, þegar hún smeygði teygjunni aftur utan um búntið og stakk því í handtösku sína. Hún tók reikninginn af borðinu, sneri sér við og brosti: „Jæja, þá er því lokið! Hvert förum við næst?“ „Þessa leið, frú. Lyftan er hér rétt hjá.“ Hún fylgdi á eftir honum yfir anddyrið, framhjá gömlum og virðulegum frúm, sem sátu eins og uppstilltar brúður í umbúð- armiklum stólum, framhjá karl- mönnum sem tottuðu pipur sín- ar og lásu dagblöðin, — og að lyftunni og upp á þriðju hæð. Þegar þau voru komin inn í her- bergið, setti strákurinn töskurn- ar á gólfið, opnaði glugga, kveikti Ijós í baðherberginu, setti kort sem hafði að geyma upplýsing- ar um þjónustu gistihússins upp við spegilinn og gekk síðan í áttina að dyrunum. „Augnablik, ungi maður,“ sagði frú Beauvais. Hún fálmaði niður í handtöskuna sína, tók upp mynt og rétti stráknum. „Þakka yður kærlega fyrir,“ sagði hann. „Ef þér þurfið á einhverri hjálp að halda, þá skul- uð þér aðeins biðja um mig. Ég heiti Jerry og er nýbyrjaður að vinna hérna. Mér er sönn ánægja að fá að gera yður greiða og aðstoða yður eins vel og ég get. Biðjið bara um Jerry.“ „Þakka þér fyrir, Jerry. Ég skal gera það.“ Hann lyfti hendinni í kveðju- skyni og lokaði dyrunum vand- lega. Frú Beauvais gekk að gluggan- um og horfði niður í dimman og ömurlegan húsagarð gistihúss- ins. Hún yppti öxlum. Hún mundi það núna, að í New York er aldrei neitt að sjá út um glugg- ana á hótelherbergjum. En það var þó bót í máli, að herbergið var kyrrlátt og hin yfirgengilega umferð New Yorkborgar heyrð- ist ekki. Henni var afar illa við umferðarnið, bílflaut, öskur og hávaða götulífs. Henni fannst það einna líkast því og að vera lok- uð inni í dýragarði. Hún tók upp úr töskum sín- um og raulaði fyrir munni sér á meðan. Hún leit á armbands- úrið silt og sá, að klukkan var að verða tvö. Hún fór með snyrti- 12 VIKAN 13-tbl-

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.