Vikan


Vikan - 04.04.1968, Page 13

Vikan - 04.04.1968, Page 13
dótið sitt fram í baðherbergið og setti það smekklega á hillu þar. Hún gretti sig eilítið, þegar hún sá, að spegillinn var sprunginn í öðru horninu. Hún tók rafmagnstannbursta úr snyrtidótinu og fór með hann aftur inn í herbergið, sellist á rúmið og skrúfaði lokið aftan af tannburstanum, þar sem rafhlöðurnar áttu að vera. Síðan tók hún fram handtöskuna sína og dró upp úr henni samanvöðlaða seðlabúntið. Þegar hún hafði tekið þrjá dollaraseðla úr búntinu, tróð hún þvi aftan í tannburstann og selti lokið á. Að því búnu fór hún með burstann fram á baðherbergið og setti hann á hilluna við hliðina á púðurdósinni sinni. Hún lét renna í bað. Vatnið var moðvolgt og hún bölvaði í hug- anum þessum litlu sápum, sem ævinlega eru á gistihúsum, og freyða nánast ekki neitt. Hún ákvað að kaupa sér góða sápu. Jerry gæti keypt hana. Viðkunnanlegur strákur, þessi Jerry! Hún sté varlega upp úr baðinu, þurrkaði sér og hlustaði á vatnið sogast niður í gegnum frárennslið. Hún klæddi sig, fór höndum um hárið, kerti hnakkann og glotti vingjarnlega framan í þessa gömlu konu, sem blasti við henni í speglinum. Hún dustaði rykkorn af herðunum, tók handtöskuna sína, gekk út úr herberginu og eftir ganginum, brosti kurteislega til herbergisþernu á meðan hún beið eftir lyftunni. Þegar hún var komin niður í anddyrið, gekk hún rakleitt að skrautlegum dyrum, þar sem ljósaskilti blikkaði fyrir ofan: BAR. Hún settist við pínulítið borð og pantaði pernod. Þegar þjónninn kom með glasið, starði hún góða stund á það eins og gamlan vin, dreypti síðan á því. Ó, þessi indælis aniskeimur! „Nei, er þetta ekki...“ Henni varð bilt við og kallaði upp yfir sig: „Hvað er þetta?“ „Ég biðst afsökunar,“ sagði rnaður, sem hún gat nú greint í hálfrökkrinu. „Bansettur bjáni get ég verið. Ég hélt að ég þekkti yður. Andarlak fannst mér þér líkjast svo mjög... Jæja, hvað um það. Ég þarf svo sannarlega að fá mér sterkari gleraugu." „Það er ekkert að afsaka," sagði hún og sneri sér að honum. „Ég heiti Ian McGrath,“ sagði maðurinn og settist við hliðina á henni. „Ég er ekki vanur að ónáða ókunnugt fólk, en þér eruð í raun og veru líkar henni Lilian, blessuð sé minnig hennar. Er yður sama, þótt ég sitji hjá yður stundarkorn?“ Hvað gat hún gert? Sagt honum að fara? Kallað á þjóninn og beðið hann að fjarlægja manninn? Slaðið á fætur og skilið eftir fullt glas af pernod? Nei, hún sat kyrr og þagði og starði á glasið fyrir framan sig. „Ég sé, að ég ónáða yður, fröken. Mér þykir það afar leitt.“ Hann bjó sig undir að standa á fætur. „Nei,“ sagði hún. „Þetta er allt í lagi. Og ég er frú, frú Beauvais." „Gleður mig að kynnast yður, frú Beauvais“ sagði hann, kinkaði kolli til þjónsins og pantaði sauterne. „Hver var Lilian?“ spurði frú Beauvais. „Ja, það er nú saga að segja frá því. Lillian var, ja, hvað á ég að segja, eins konar landkönnuður. Ilún hvarf, þegar hún var að kanna eina af þverám Amazon-fljóts. Það var 1959, minnir mig. Aumingja Lilian! Örlög hennar urðu skelfileg." „Ég samhryggist yður. Var hún... Ó, fyrirgefið hvað ég er forvitin." „Nei, við vorum ekki gift. Við vorum ekki einu sinni trúlofuð. Við vorum aðeins góðir vinir, það var allt og sumt. Búið þér hérna hjá okkur?“ „Hjá yður? Ó, þér meinið hérna á hótelinu? Já, ég geri það, um stundarsakir, þar til ég hef jafnað mig.“ „Eigið þér við erfiðleika að stríða,“ sagði hann og hallaði sér nær henni, yfir glasið sem þjónninn hafði nýlega sett fyrir framan hann. „Sjáið þér til, frú Beauvais, það eiga allir við einhverja erfiðleika að etja. Og það er gott fyrir mann að tala um þá, sér- staklega við einhvern ókunnugan, sem maður hittir kannski aldrei aftur. Við skulum ímynda okk- ur að við séum í London árið 1943. Sprengjudrunur kveða við allt í kringum okkur. Við höfum leitað okkur hælis í einhverju skýli og bíðum þess að hættan líði hjá. Við erum melð öllu ókunnug hvort öðru — eins og skip sem mætast um miðja nótt — eða eitthvað þess háttar. Seg- ið mér allt af létta-“ Þorpari, hugsaði hún. Elskuleg- ur og töfrandi þorpari. Hann virðist hafa einhvem áhuga á mér. „Frú Beauvais?“ „Hr. McGrath. Saga mín er ósköp hversdagsleg og drepleiðin- leg. Þér hafið sennilega heyrt hana þúsund sinnum áður. Mað- urinn minn vann í öryggisþjón- ustunni og lézt skyndilega fyrir þremur mánuðum í París. Við vorum á Cote d'Azur í sumar- leyfi, þegar það gerðist. Hann hafði áhyggjur af eftirlaunum sínum. Hann hafði verið veikur öðru hverju og var hræddur um að lagt yrði til, að hann léti af embætti, áður en hann hefði náð tilskildu aldurstakmarki, — á lág- um eftirlaunum. Einnig höfðum við áhyggjur af ýmsum öðrum smámunum, skiljið þér.“ „Sjaldan er ein báran stök,“ sagði McGrath. „Jæja, hann dó þarna á bað- ströndinni, þar sem strákar og stelpur ærsluðust og léku sér og litríkir boltar ultu fram og aft- ur. Það var hjartað.“ McGrath lagði hönd sína við- kvæmnislega á hönd frú Beau- vais. „Ég samhryggist yður af öllu hjarta, kæra frú.“ Henni tókst að hlæja ofurlítið, um leið og hún tók vasaklút úr annarri kjólerminni. Þegar hún hafði þerrað augun, lét hún vasa- klútinn aftur á sinni stað. „Calvin Coolidge orðaði þetta listilega," sagði hún. „Hann sagði: Þegar þú sérð tíu ljón á vegin- um, þá er líklegt, að níu þeirra komi aldrei til þín.“ „Það er hverju orði sannara." „Ég efast um, að þér skiljið, hvað ég er að fara, hr. McGrath." „Jú, vissulega. Við erum oft áhyggjufull alveg að ástæðu- lausu.“ „Já, það er rétt svo langt sem það nær. En takið vel eftir þessu: Hr. Beauvais hafði áhyggjur af, að hann missti hluta af eftirlaun- um sínum. Það var eitt af hin- um tíu Ijónum, sem hann sá á veginum. En það var ljónið, sem kom eins og þruma úr heið- skíru lofti. Það var það, sem KOM —- hjartaslagið!" „Það er nefnilega það,“ sam- sinnti McGrath og kinkaði kolli í ákafa. Hár hans var rautt og hrokkið og dálítið farið að grána. „Það er hið óvænta, sem veldur manni mestum sársauka. Er það ekki það sem þér eigið við?“ „Jú, einmitt.“ Hún hóf glasið á loft og saup á því og virti hr. McGrath fyrir sér á laun. Hann virtist ekki taka eftir því og stundi. „Ég var búin að gleyma því, hversu New York er viðurstyggi- leg borg,“ sagði hún. „Allt þetta gler og þessi jámbenta stein- steypa. Þessi borg virðist ekki vera annað en nokkrir eldspýtu- stokkar, sem reistir hafa verið á rönd. Og hversu einmanalegt er ekki að búa í þessum stokkum!" McGrath saup á sínu glasi, en sagði síðan: „Það þarf alls ekki að vera það. Við skulum taka yður sjálfa sem dæmi. Yndisleg og elskuleg frú eins og þér ætti ekki að þurfa að vera einmana. Að minnsta kosti ekki meðan ég er einhvers staðar á næstu grösum. Hvað segið þér um að fara í ofurlitla skemmtiferð á morgun?“ „Þér eruð alltof góður, hr. McGrath," sagði hún kurteislega, en gat ekki leynt því, að gull- hamrar hans kitluðu hana svo- lítið. „Skemmtiferð?“ „Þér hafið heyrt um þessa litlu báta, sem sigla í kringum Man- hattan-eyju, eins og lax í leit að stað til að hrygna. Það er hress- andi að sigla á þessum bátum, það er að segja, ef þér þolið túr- istana með myndavélamar sínar og krakkana út um allt. Eigum við ekki bara að skella okkur?“ Þeim kom saman um að hitt- ast klukkan níu morguninn eft- ir. Um ieið og frú Beauvais borg- aði drykkinn og fór út úr bam- um, heyrði hún, að hr. McGrath pantaði sér „bourbon". Hann hef- ur því líklega drukkið sauteme af tillitssemi við hana. Þessi hr. McGrath, hugsaði hún með sjálfri sér, er líklega rúm- lega fimmtugur. Ekki er ósenni- legt, að hann hafi einhvern tíma verið tryggingasali eða eigandi Framhald á bls. 28. is.tbi. VIKAN 13

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.