Vikan


Vikan - 04.04.1968, Page 19

Vikan - 04.04.1968, Page 19
Þegar hann hafði lokið skóla- námi 1944, gerðist hann starfs- maður verksmiðju í Sheffield. Forstjóri verksmiðjunnar sagði honum, að ef hann ynni í þrjú til fjögur ár hjá fyrirtækinu og stæði sig vel, fengi hann góða stöðu, sem tryggði honum fjár- hagslegt öryggi upp á lífstíð. En hinn ungi og hugmyndaríki íri hafði lítinn áhuga á að setj- ast strax í helgan stein. Hann var haldinn ævintýraþrá og vildi kynnast lífinu af eigin raun. Ör- yggi var það sem hann vildi sízt af öllu. Þess vegna sagði hann upp starfi sínu í verksmiðjunni og gerðist bankastarfsmaður. þraukaði þar í þeirri von, að hann yrði kallaður í herinn áð- ur en langt liði. En stríðið tók enda og ennþá var hann í bankanum. Hann sagði því starfi upp og sneri sér næst að búskap. Hann var alinn upp í sveit eins og fyrr segir og hélt, að útivixma í skauti fagurrar náttúru ætti betur við sig en borgarlífið. Framhald á bls. 50. K>K?3 i

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.