Vikan


Vikan - 04.04.1968, Page 22

Vikan - 04.04.1968, Page 22
FRAMHALDSSAGAN 16. HLUTI EFTIR SERGE OG ANNE GOLON - -¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥JMMF¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥JMMMM¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥ - ÉG GERI RÁÐ FYRIR ÞVf AÐ ÞÉR HAFIÐ SENT EFTIR MÉR, MONSIEUR, AF ÞVÍ AÐ YÐUR LEIKI HUGUR Á AÐ KOMAST AÐ ÞVÍ HVORT DAME ANGELIQUE ÆTLI AÐ LÁTA UNDAN SÍGA FYRIR SIÐLAUSUM FYRIRÆTLUNUM YÐAR OG HVORT HÚN MUNI VERA REIÐUBÚIN AÐ FÓRNA LÍFI SÍNUM OG VINUM, TIL ÞESS AÐ ÞÓKNAST YÐUR. -¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥ ¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥JMJ¥¥¥¥¥¥-¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥JMMMF¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥-¥¥¥¥¥¥¥¥¥->' var hann við hlið hennar! Varirnar sem hana hafði dreymt voru Þéttar, heitar og lifandi, eins og þær höfðu ævinlega verið undir þessari stífu grímu. Hún þurfti ekki lengur að leita í blindni eftir spegilmynd af draumi, því hér var hann. Ekkert aðskildi þau nema ómerkileg smáatriði sem myndu hverfa af sjálfu sér. Hún var gagntekin ákafri gleði yfir því að draumurinn, sem hún hafði borið svo lengi, var loksins orðinn að veruleika. Þarna stóð hún frammi fyrir honum og þorði ekki að hreyfa sig, skynjaði ekkert nema hann. Þetta kvöld myndu þau kasta líki Márans í hafið. Ást ...... og dauði. Tíminn hélt áfram sinn endalausa veg og þræðirnir í vef örlaganna voru sköpun lífsins og eyðing þess. — Ég held það væri ráðlegt að Þér færuð aftur til yðar hiuta skipsins, sagði Joífrey de Peyrac að lokum. Hún leit niður fyrir sig til að sýna að hún skildi hann og hlýðnað- ist óskum hans. Að sjálfsögðu var ekki öllum þeirra erfiðleikum lokið, en það sem eftir stóð voru aðeins ómerkileg aukaatriði. Nú þegar voru óyfirstíg- anlegustu hjallarnir að baki, hjallarnir sem hún hafði svo lengi stað- ið magnþrota gagnvart og núið hendur sínar yfir — dauði og aðskiln- aður. Hverju máli skipti afgangurinn? Áður en langt um liði myndi ■ást þeirra vakna á ný. Allt í einu snéri Madame Manigault sér snögglega við og sló Bertille beint í andlitið. — Dækjan þín! Eg vona að þú sért ánægð, þegar þú hefur manns- líf á samvizkunni. Þetta var eins og merki um allsherjar uppþot. Þrátt fyrir þá virð- ingu, sem Madame Mercelot átti stéttarlega séð að sýna eiginkonu útgerðarmannsins, kom hún dóttur sinni til varnar. — Þú hefur alltaf verið öfundsjúk yfir því að dóttir mín skuli vera falleg. Hvað þig snertir ..... — Hversu falleg sem hún Bertille þín getur verið þurfti hún ekki endiiega að dingla brjóstunum framan í svertingjann. Það mætti halda að þú værir fædd i gær, gamla mxn! Það varð að skilja þær með valdi. — Reynið að vera rólegar, urraði Manigault. — Þið hjálpið okkur ekki út úr þessu vespuhreiðri með því að rífa hárið hver af annarri. Og svo bætti hann við um leið og hann sneri sér að vinum sínum: — Þegar hann skaut upp kollinum í morgun hélt ég að hann hefði uppgötvað allt, sem betur fór var ekki svo. — Ég held nú samt að hann hafi einhvern grun, tautaði lögfræð- ingurinn kvíðafullur. Þau þögnuðu, Þegar Angelique kom í ljós. Dyrunum var lokað á eftir henni og þau heyrðu slagbrandinn dreginn fyrir. — Við þurfum ekki að gera okkur neinar grillur. Við erum ekki annað en venjulegir fangar, endurtók Manigault. Gabriel Berne var fjarverandi. Þarna uppi á þilfarinu höfðu tveir ‘sjómenn komið upp að hlið hans og beðið hann um að vera kyrran, þegar hinir færu aftur til híbýla sinna, þar sem þeir hefðu skipanir um að fylgja honum I fullri virðingu, en sömuleiðis af fullri einurð, til híbýla Rescators. 22 VTKAN 1X tbl- — Þetta er skrýtið, hugsaði Joffrey. — Þegar ég var að tala við hana áðan horfði hún á mig eins og hún væri raunverulega ástfangin af mér. Er hægt að misskilja svona augnaráð? Hann var ennþá að hugsa um þetta óviðjafnanlega, en allt of stutt andartak, sem hann þorði ekki almennilega að trúa sjálfur, þegar Berne kom inn. — Gerið svo vel að fá yður sæti, Monsieur, sagði Joffrey de Peyrac og benti á stól gegnt þeim er hann sjálfur sat á. Gabriel Berne settist. Hann áleit ekki kurteisi gestgjafa sins góð- an fyrirboða og hann hafði rétt fyrir sér. Það var löng þögn meðan andstæðingarnir tveir virtu hvor annan fyrir sér og svo hófst einvígið. — Og hvað er að frétta af fyrirætlunum yðar að giftast Dame Angelique? spurði hálfkæfða röddin með ofurlitlum stríðniskeim. Berne deplaði ekki auga. Peyrac tók eftir sjálfsstjórn hans með nokkurri gremju. — Hann er ekki fimur að víkja sér undan, hugsaði hann með sér. — Og hann geldur ekki heldur í sömu mynt. En guð má vita hvort þungi hans einn nægir ekki til að felia mig að lokum eða að minnsta kosti koma mér til að hrasa. Að iokum hristi Berne höfuðið. — Ég sé engan tilgang í því að ræða um þetta, svaraði hann. — Ég vænti að þér ætlið ekki að bjóða henni upp á hjónaband líka, eða hvað? spurði Berne. Nú var röðin komin að honum að vera stríðnislegur. — Sannarlega ekki! Uúgenottinn skildi alls ekki þennan ofsafengna hlátur mannsins og hatrið margfaldaðist. En hann varðveitti ró sína. —- Ég geri ráð fyrir því að þér hafið sent eftir mér, Monsieur, af því að yður leiki hugur á að komast að því hvort Dame Angelique ætli að láta undan síga íyrir siðlausum fyrirætlunum yðar og hvort hún muni vera reiðu- búin að fórna lífi sínu og vinum, til þess að þóknast yður. —- Ég verð að viðurkenna að það er að nokkru leyti tilgangur minn. Jæja, hvað hafið þér að segja? — Ég álit að hún sé allt of skynsöm til að láta blekkjast af klók- indum yðar, staðhæfði Berne, fremur af ofsa en sannfæringu — hún hefur reynt að gleyma stormum liðinnar ævi við hlið mína, hún kann of vei að meta frið og öryggi, hún gæti aldrei varpað frá sér öllu því sem bindur okkur tvö samfcn — böndum vináttunnar, skilningsins og gagnkvæmrar hjálpar ......... Og svo bjargaði ég lífi dóttur hennar. — Ég líka, ef út i það er farið. Svo það er ekki annað að sjá, en að við séum að berjast um tvær konur, í staðinn fyrir eina. — Þessi litla stúlka er henni mjög mikils virði, sagði Berne, eins og hann væri að ota að honum grýlu. — Dame Angelique myndi aldrei segja skilið við hana, sama hvað í boði væri. — Ég veit það, en ég hef hér nokkuð sem gæti komið mér í mjúk- inn hjá ungu stúlkunni. Hann opnaði koffortið og lét nokkra demanta renna um greipar sér. Gabriel Berne kreppti hnefana. Þegar hann stóð augliti til auglits við þennan mann gat hann ekki varizt þeirri tilfinningu að hann stæði andspænis djöfullegri veru, hann kenndi Rescator um sínar eig- in syndugu hugsanir og þau óþægindi að þurfa enn einu sinni að berj- ast við djöfiana hið innra með sér. Samskipti hans við Angelique nóttina áður voru honum svo ógnvekjandi og fersk í minni og höfðu komið honum svo alvarlega úr jafnvægi að hann hafði tæpast tefcið eftir aftöku Márans um morguninn.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.