Vikan - 04.04.1968, Page 24
HUN JETLADIAD
HITTA SINN
FYRRIfERANDI
Nú er liðið nokkuð ó annað ór
síðan Myrna Larsen, falleg kona
dönsk, þrítug að aldri, hvarf fró
heimili sínu í Kaupmannahöfn. Síð-
an hefur ekkert til hennar spurzt.
Tvær aðaltilgótur eru uppi um
hvarf hennar. Onnur: Myrna hefur
verið myrt, og morðinginn verið
nógu klókur til að þurrka út öll
spor eftir sig og falið líkið tryggi-
lega. Hin: Myrna lifir, hún fór burt
af frjólsum vilja og er nú í felum
erlendis.
— Myrna getur ekki hafa falið
sig af frjálsum vilja, segja foreldr-
ar hennar. Dóttirin hafði alltaf sam-
band við þau, meðan hún var í
Kaupmannahöfn. Hún bjó nálægt
þeim og þær móðir hennar unnu
saman. Ef henni seinkaði einhvern
móður sinni að hún væri aum í
öllum líkamanum eftir nóttina; hún
hefði legið vakandi og hreyfingar-
laus frá kvöldi til morguns sökum
þess að eiginmaður hennar fyrr-
verandi hefði staðið fyrir utan
dyrnar, lamið utan hurðina og lagt
eyrað að bréfarifunni. Ef hann kæm-
ist að því að hún væri inni, myndi
hann ekki gefast upp fyrri en hún
opnaði, áleit hún.
Litlu síðar þennan sama dag kom
þessi fyrrverandi eiginmaður Myrnu
inn í verzlunina, kvaðst vilja hitta
Kim og selja sokka, en hann er um-
ferðasali og höndlar með þennan
fótafatnað. Hansenhjónin höfðu gert
laugardagsverzlun sína fyrir há-
degi. Hansen beið þess nú að verzl-
unum yrði lokað klukkan tvö, en þá
Maður með sólgleraugu hafði staðið inni í porti
allt kvöldið og starað upp í gluggann hjé Myrnu.
Konan hafði séð þennan mann á sama stað
oft áður....
tíma, þá hringdi hún. Það gat ekki
hafa verið um að ræða skipulagt
strok. Hún tók ekki með sér vega-
bréfið sitt. Hún tók ekki með sér
nein föt auka og ekkert svo heitið
gæti af peningum. Allt benti til
þess að hún ætlaði að koma aftur
að nokkrum klukkutímum liðnum.
TÍU ÁRA SONUR.
Þrennt var það í lífi Myrnu, sem
gekk fyrir öðru: tíu ára sonur henn-
ar Kim, foreldrar hennar og vinn-
an. Hún og móðir hennar, frú Adal-
heid Hansen, áttu sokkaverzlun við
Godthábsvej nálægt Friðriksbergi í
norðurjaðri Kaupmannahafnar. Hún
og sonur hennar bjuggu í tveggja
herbergja íbúð í nágrenni við for-
eldrana.
Frú Hansen man vel eftir sunnu-
deginum tuttugasta og fimmta sept-
ember 1966, er Myrna yfirgaf
íbúð sína og kom ekki aftur.
A laugardaginn mætti Myrna til
vinnu eins og venjulega. Hún sagði
ætlaði hann að aka konu sinni og
dóttur heim.
Faðir Kims bað um að fá að aka
Myrnu heim, kvaðst eiga við hana
brýnt erindi. Um tíu mínútum síðar
kom Myrna heim til foreldra sinna.
Hún spurði hvort móðirin gæti ann-
ast Kim daginn eftir. Maður hennar
fyrrverandi hefði eindregið beðið
þess að fá að hitta hana eftir há-
degið á sunnudaginn. Hann ætti þá
þýðingarmikið stefnumót við hótel-
eiganda frá Gautaborg og teldi að
samningarnir gengju betur í návist
svo hrífandi konu sem Myrna var.
Þessir tveir herramenn væru að
hugsa um að stofna ferðaskrifstofu
í sameiningu. Myrna var hjálpfús
að eðlisfari og lofaði að mæta.
MAÐUR Á GÆGJUM.
Á laugardagskvöldið komu þrír
gestir heim til Myrnu. Þetta voru
piltur og stúlka, trúlofuð og ungur
maður, sem Myrna hafði oft hitt
undanfarið. Kona, sem býr í sömu
götu, sagði síðar svo frá, að maður
með sólgleraugu hefði staðið inni
í porti allt kvöldið og starað upp
í gluggann hjá Myrnu. Konan hafði
séð þennan mann á sama stað oft
áður.
Á sunnudagsmorguninn fór frú
Hansen heim til Myrnu og skildi
eftir hjá henni lyklana að íbúð
sinni svo að þau Kim gætu farið
þangað og borðað hádegisverð, sem
var reiðubúinn. Foreldrar Myrnu
ætluðu að Ijúka af einhverjum verk-
um í búðinni og fara svo út úr borg-
inni og taka Kim með sér.
— En skildu lyklana mína eftir á
eldhúsborðinu þegar þú ferð, sagði
móðirin að skilnaði.
Síðar sagði hún:
— Ég var hrædd um að einhver
stæli þeim frá Myrnu. Það var einu
sinni brotizt inn til hennar og nýt
föt ,sem hún átti, klippt sundur.
Og áður en Myrna fór á stefnu-
mótið, hafði hún tekið lykilinn að
búðinni úr kippunni og skilið hann
eftir heima hjá sér. Hún var greini-
lega ekki síður hrædd en ég.
Þetta var í síðasta sinn sem ég
sá Myrnu. Meira veit ég ekki. Hún
var róleg og að öllu leyti eins og
hún átti að sér, klædd morgunslopp.
Við töluðum ekki lengi saman, enda
gerðum við ráð fyrir að hittast síð-
ar um daginn. Klukkan hálfeitt
hringdi Myrna heiman frá okkur
til búðarinnar; þau Kim voru þá
búin að borða. Hún spurði hvenær
við kæmum heim. Ég sagði henni
að við kæmum bráðum. Þegar við
komum stundarfjórðungi síðar, var
Myrna farin. Kim lék sér úti á göt-
unni.
Myrna kom ekki um kvöldið til
að sækja son sinn. Hann gisti hjá
afa sinum og ömmu. Næsti dagur
rann upp — og ekkert spurðist til
Myrnu.
— Við þorðum ekki að játa það
fyrir okkur sjálfum, segir móðir
Myrnu. En þegar á sunnudagskvöld-
Framhald á bls. 51.
24 VIKAN 13- tbl-