Vikan


Vikan - 04.04.1968, Síða 29

Vikan - 04.04.1968, Síða 29
„Heyrið þér mig! Þér skuluð ekki lóta alla þessa peninga liggja svona á glámbekk! Það er ekki öruggt að geyma peninga á svona stað.“ Hún tofaði Jerry, að hún skyldi setja þá í öryggishólf gistihúss- ins, en sagði honum ekki, að hún treysti ekki slíkum öryggishólf- um — ekki frekar en öryggi sinn- ar eigin framtíðar. Þegar Jerry var farinn og þjónn kominn með eggin og teið, tók hún til matar síns og naut sérhvers munnbita. Hún reyndi að horfa ekki á verð- skrána, sem stóð á borðinu og minnti hana óþyrmilega á hversu óheyrilega mikið svona títil mál- tíð kostaði. Loks stóðst hún ekki mátið lengur, stóð á fætur, reif verðskrána í tætlur og fleygði henni í ruslakörfuna. Hún var eins og unglingstúlka á leið í fyrstu skógarferðina sína og spjallaði glaðlega við hr. Mc- Grath um leið og þau stigu um borð í bátinn. Það var óvenju heitur júnímorgunn. heiður him- inn og glaða sólskin. „Ég var farinn að óttast, að þér kæmuð ekki,“ sagði McGrath um leið og þau settust á aftur- dekk bátsins. „Voru miðarnir dýrir?“ spurði hún. „Ferð'r á töfrateppum eru allt- af dýrar,“ sagði McGrath glað- lega. „En þær eru peninganna virði.“ Síðar tók hún eftir áhvggju- fullu glotti á rndliti hans oe var í þann veginn að vekja máls á því, þegar skipsflautan var þeytt og báturinn mjakaðist hægt frá bryggjunni. Þau sigldu niður Hudson-fljót og inn í mynni út- hafsins, þar sem frelsisstyttan stóð tíguleg álengdar og hafskip- in komu og fóru allt í kring. Litlu síðar sigldu þau upp East River, snæddu pylsur, hölluðu sér fram á handriðið og virtu fyr- ir sér freyðandi slóð bátsins. Hún tók eftir því, að McGrath glotti enn, en þegar hann varð var við, að hún gaf honum gætur í laumi, brosti hann og reyndi að segja eitthvað skemmtilegt. Hann •sagði meðal annars, að eyjan hefði einhvern tima verið seld fyrir aðeins tuttugu og fjóra doll- ara. Einnig spurði hann hana, hvort hana langaði ekki til að bregða sér í froskmannabúning og kafa niður á hafsbotn. Hún hafði gaman af þessu, sérstak- tega hinu síðarnefnda. En ferðin tók brátt enda; báturinn lagðist að bryggju og þau stigu fimlega í land. „Ég þakka kærlega fyrir, hr. McGrath," sagði hún. Þau stóðu á bryggjunni í heitri sólinni og urðu allt í einu bæði vandræða- leg; vissu ekki almennilega hvað þau ættu af sér að gera. „Ég hafði gaman af að fara þessa ferð og skemmti mér mjög vel,“ sagði hún hraðmælt. VIKAN EK HEIMILISBLAÐ OG I ÞVI ERU GREINAR OG EFNI FYRIR ALLA Á IIEIMILINU, — UNGA OG GAF.ILA, SPENNANDI SÖGUR OG FRÁSAGNIR, FRÓÐLEIKUR, FASTIR ÞÆTTIR O. FL., O. FL. KLIPPIÐ HER-----------------------------------------KLIPPIÐ HER □ □ r i i i L Vinsamlegast sendið mér Vikuna í áskrift 3 MANUÐIR - 13 tölubl. - Kr. 400,00. Hvert blað á kr. 30,77. 6 MÁNUÐIR - 26 tölubl. - Kr. 750,00. Hvert blað á kr. 28,85. Gjalddagar: 1. febrúar — 1. maí — 1. ágúst — 1. nóvember. SKRIFIÐ GREINILEGA PÓSTSTÖÐ HILMIR HF. VIKAN PÓSTHÖLF 533 SfMAR: 36720 - 35320 SKIPH0LTI 33 REYKJAVfK PÉR SPARID MED ÁSKRIFT ÞÉR SPARIÐ TIU KRÓNUR Á HVERJU BLAÐI MEÐ ÞVÍ AÐ VERA ÁSKRIFANDl AÐ VIKUNNI OG ÞÉR ÞEKKIÐ EFNIÐ i3. tw. VIKAN 29

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.