Vikan - 04.04.1968, Page 33
stúlkan sér að henni og spurði:
„Er eitthvað að, frú?“
„Lyklarnir mínir. Ég hef
gleymt þeim ennþá einu sinni.
Ég er á herbergi númer 701.“
Stúlkan tók lista upp úr svunlu-
vasa sínum og leit yfir nöfnin.
„McGrath. Frú McGrath," sagði
frú Beauvais.
„Það stendur nú bara „herra“
við hans nafn,“ sagði stúlkan.
„En það hljóta að vera einhver
mistök."
„Það hlýtur að vera.“
„Ég get opnað fyrir yður, frú
McGrath."
Þjónustustúlkan opnaði dyrnar,
og rétl áður en frú Beauvais
hvarf inn í herber^ið, sneri hún
sér við og spurði stúlkuna, hvað
hún héti.
„Mae,“ var svarað.
„Mae,“ endurtók frú Beauvais.
„Ég mun minnast á kurteisi yð-
ar við hótelstjórann. Þér getið
reitt yður á það.“
Mae ljómaði um leið og dyrn-
ar lokuðust.
Þegar frú Beauvais var komin
inn í herbergi hr. McGraths, stóð
hún kyrr andartak og hugsaði sig
um. Hún vissi mætavel, að það
er erfitt að fela verðmæta hluti
í hótelherbergj um, án þess að
þjónustufólkið eða leynilögreglu-
menn fyndu þá. Hún hafði slæma
reynslu í þeim efnum, þar til hún
fékk hugmyndina um lannburst-
ann sem felustað fyrir peninga.
Iivar mundi nú McGrath fela
sína peninga? Hún vildi óska, að
hún vissi það. Hún opnaði klæða-
skápinn hans, renndi augunum
fljótt yfir skyrtur hans og föt,
en staðnæmdist síðan við skóna,
sem voru með óvenjulega háum
hælum. Enginn maður seni var
sex fet á hæð gekk í skóm með
háum hælum, nema tilgangurinn
væri annar en sá, að auka nokkr-
um sentímetrum við hæðina. Hún
virti fyrir sér hæl á einum skó.
Hún kom fljótt auga á, að í hon-
um leyndist hólf og það var ekki
aldeilis tómt. Frú Beauvais dró
varlega fram dýrindis brjóst-
nælu alsetta rúbínsteinum. Hún
stakk henni í handtösku sína, og
tók síðan upp hinn skóinn. f
hælnum á honum reyndist vera
vandlega hringuð perlufesti. Frá-
bærl, hugsaði hún, nærri því eins
gott og reiðufé. Veðlánarinn í
Áttundu götu mundi verða him-
inlifandi. Og hún mundi hafa
ánægju af að leika enn einu sinni
ruglaða ekkja af háum stigum,
sem hefði fallið úr hásæti alls-
nægtanna og niður í rennustein
orbirgðarinnar. Hún mundi geta
lifað af andvirði þessara dýrmætu
skartgripa mánuðum saman. Hún
óskaði þess heitt og innilega, að
hún vissi hvað það væri sem
leyndist í hælunum á skónum,
sem nú skýldi býfum þessa hr.
McGrath. En hún hafði ekki tíma
til að hugsa um það. Hún varð að
láta sér þetta nægja í bili að
minnsta kosti. Maður getur ekki
fengið allt sem maður vill. sagði
hún við sjálfa sig.
Annar þáttur hernaðaráætlun-
erinnar var hafinn: Hún fór út
úr herberginu og niður á þriðju
hæð, gekk hljóðlega eftir teppa-
lögðum ganginum, unz hún stóð
fyrir utan dyrnar á sínu eigin
herbergi. Hún sá þegar í stað
rispur á hurðinni fyrir ofan lás-
inn. Hún hraðaði sér niður, unz
hún kom móð og másandi niður
i anddyrið. Hún hálfhljóp og bað-
aði út höndunum og þegar hún
kom að afgreiðsluborðinu, öskr-
aði hún upp yfir sig:
„Það er maður í herberginu
mínu! Hann reynda að myrð?
mig!“
Hún lék þetta af hreinni snilld.
Á augabragði hópaðist fólk í
kringum frú Beauvais. Leyni-
lögreglumaður gistihússins kom
á vettvang, klæddur köflóttum
tweed-jakka og tók að spyrja
hana spjörunum úr. Hún endur-
tók, að það væri maður í her-
berginu og að vörmu spori sá hún
á eftir leynilögreglumanninum
og tveimur lyftustrákum upp
stigana.
Hún beið í um það bil þrjár
mínútur, en hélt síðan aftur upp
á þriðju hæð. Dyrnar á herbergi
hennar stóðu opnar og það heyrð-
ust hróp og köll og hark og dynk-
ir að innan. Tímaáætlun hennar
hafði staðizt fullkomlega. Hún
brosti með sjálfri sér, þegar hún
hugsaði til þess hversu snilldar-
lega hún hafði getið sér til um
ætlunarverk McGraths. Hún gekk
inn í herbergið og rak upp óp.
„Nú er allt í lagi, frú,“ sagði
leynilögreglumaðurinn. „Við náð-
um honum. Hann hefur brotizt
/----------------------------------A
— Hvað kostar einn diskur
af súpu, ef sú ljóshærða fylg-
ir með?
v_____________________________y
inn í herbergið. Þér voruð heppn-
ar að sleppa lifandi úr klónum
á honum.“
„Ian,“ hrópaði frú Beauvais og
reyndi að sýnast undrandi. „Þú!“
Ian McGrath neitaði harðlega
þeirri ásökun, að hann hefði gert
tilraun til að myrða einn eða
neinn, sízt af öllu þessa gömlu
norn. En lögreglumaðurinn hlust-
aði ekki á hann, heldur tók fyrir
munn hans og sneri upp á hand-
legginn á honum.
Eftir nákvæma leit í fötum Mc-
Graths, lýsti leynilögreglumaður-
inn því yfir, að hann hefði ekki
verið búinn að stela neinu.
„Ó, Ian,“ sagði frú Beauvais.
„Þú reyndir að slela frá mér. Og
ég sem ætlaði að gefa þér þá
peninga, sem þú þarfnaðist."
Leynilögreglumaðurinn leiddi
IKOMATIC A mið innbyggðum Ijósmæli og sjólfvirkri Ijós-
opsstiliingu. Rouður punktur myndast í glugganum, yður til
aðvörunar, þagar birta er ekki næg til myndatöku.
ZEISS IKON er trygging fyrir vönduð-
um myndavélum. Árs ábyrgð.
ÁbyrgSarskírteini fylgir hverri vél.
EINKAUMBOÐ OG VIÐGERÐARÞJÓNUSTA:
HAUKAR HF.
Grandagarði, simar 16485, 15579, pósthólf 1006.
V_______________________________________
ZEISS IKON
Myndavél er kærkomin fermingargjöf.
Vandlátir gefa myndavélar frá Zeiss Ikon.
IKOMATIC F með 2ja
hraða lokara (1/30, 1/90)
er skiptir sér sjálfur þeg-
ar flash er notað.
y
13. tbi. yiKAN 33