Vikan - 04.04.1968, Síða 50
A 10-9-7-4-2
^ K-D-10-7
4 G-8
* Á-5
A 6
V Á-8
♦ 10-7-6-5-4-3
* D-G-7-2
N A 3
V A V G-9-6-5-4-2
♦ D-9-2
8 * K-8-3
A Á-K-D-G-8-5
V 3
♦ Á-K
A 10-9-6-4
Suður spilar fjóra spaða og fær út hjartakóng. í fljótu bragði
virðist ekki nokkur vandi að vinna þetta spil, jafnvel þótt
spaðinn liggi illa. Þess vegna myndu trúlega flestir taka á
hjartaás og spila spaða.
En Suður kemst fljótt að því, hvernig trompin liggja, svo
að hann hættir við spaðann og spilar laufi. Vestur kemst inn
á Ás og spilar hjarta, sem sagnhafi verður að trompa. Aftur
spilar sagnhafi laufi, og enn er spilað út hjarta, sem Suður
verður enn að trompa. Nú á Suður einu trompi færra en
Vestur, þannig að hann fær ekki einn einasta slag á laufið
sitt. Árangur: einn niður (sex á spaða, tveir á tígul og einn
á hjarta).
Hvernig er hægt að fyrirbyggja þessar hörmungar? í tví-
menningskeppni væri vafalaust réttast að taka strax á hjarta-
ás og spila á spaðann heima, í þeirri von, að trompið liggi
skikkanlega. En ef aðalatriðið er að vinna spilið, er sjálfsagt
að fara öðruvísi í trompstuttu hendina til þess að fyrirbyggja
trompþvingun (force). Sjáum hvað gerist ef við tökum á
hjartaásinn í fyrsta slag og spilum strax laufi. Vörnin tekur
á hálauf og spilar hjarta (bezta vörn). Suður trompar og
spilar enn laufi. Nú getur vörnin reyndar trompað eitt lauf,
en ekki þýðir nú að spila hjarta upp í tvöfalda eyðuna.
Nú segir kannske einhver: „Ef Austur á nú ekki nema tvö
lauf? Þá trompar hann þriðja laufið með eina trompinu sínu
og spilið er niður.“ Þetta er að vísu rétt, en spilamáti Suðurs
er engu að síður gáfulegastur. Það eru ekki meira en 50%
líkur fyrir því, að trompstutta hendin (hér Austur) sé einnig
með stutta hendi í laufi. Eftir það eru yfirgnæfandi líkur fyrir
því, að spaðinn liggi sómasamlega.
í sjónmáli
Framhald af bls. 19
Hann hafði alla tíð haft svo-
lítinn áhuga á leiklist, en aldrei
komið til hugar að gerast leik-
ari. Og það var í rauninni slys í
þess orðs fyllstu merkingu sem
gerði það að verkum, að hann
hélt út á hina þymum stráðu
braut leiklistarinnar. Hann slas-
aðist við vinnu sína og varð að
liggja rúmfastur í hálft ár. Þeg-
ar hann komst á fætur aftur,
töldu læknarnir, að ekki væri
ráðlagt fyrir hann að stunda erf-
iðisvinnu framar. Hann neyddist
því til að hætta við búskapinn.
Hann stundaði alls konar létta
lausavinnu um skeið, unz hann
af tilviljun gekk inn í Sheffield
Repertory Company og bað um
vinnu.
Hann var ráðinn sem aðstoð-
armaður leiksviðsstjóra. Þar með
komst hann í kynni við leikhús-
lífið, og það heillaði hann strax
á fyrsta degi. Hann var staðráð-
inn í að gerast leikari.
Hann vann hjá þessu félagi í
fjögur ár og að eigin sögn voru
það skemmtilegustu og lærdóms-
ríkustu ár í lífi hans. Hann lærði
undistöðuatriði leiklistarinnar hjá
leikhússtjóranum, Geoffrey Ost.
Hann lék oft smáhlutverk, en
síðar einnig mörg stærri hlut-
verk.
Það var einnig um þetta leyti,
sem hann varð ástfanginn. Sú
hamingjusama var ung og efni-
leg og aðlaðandi leikkona. Joan
Drummond að nafni. Einu sinni,
þegar hlé varð á æfingum hjá
þeim, giftu þau sig og hafa síðan
búið saman í hamingjusömu
hjónabandi. Þau eiga þrjár dæt-
ur, Catherine, Anne og Frances.
Þegar Patrick hafði um skeið
verið einn af aðalleikendum
Sheffield Rep., langaði hann til
þess að öðlast meiri reynslu og
hafði vistaskipti. Á næstu árum
lék hann með ýmsum leikfélög-
um, þar á meðal Midland Reper-
tory Company, Bristol Old Vic,
og Windsor. Fyrsta hlutverk sitt
á West End lék hann 1955 í leik-
ritinu „Serious Charge“ hjá Garr-
ick Theatre. Á næstu tveimur
árum lék hann hjá Orson Welles
í „Moby Ðick“ og „Ring for
Catty“.
Einnig lék hann nokkur smá-
hlutverk í kvikmyndum, en það
var nóg til þess, að hann komst
á samning hjá Rank-félaginu. En
hann var ekki ánægður með þau
hlulverk, sem hann fékk hjá fé-
laginu, og sagði því samningn-
um upp. Hann lagði kvikmynda-
leikinn á hilluna um skeið, en
sneri sér aftur að sviðinu og
sjónvarpinu.
Og þá er röðin loks komin að
Harðjaxlinum eða „Danger Man“
eins og hann heitir á frummál-
inu. Enda þótt Patrick McGoo-
han hefði þegar öðlazt mikla
frægð sem leikari, er hann tók
að sér þetta hlutverk og hlotið
viðurkenningu sem vandvirkur
og íjölhæfur listamaður þá ei'
það fyrst og fremst þessum vin-
sæla myndaflokki að þakka, að
hann er nú þekktur um allan
heim.
Yfirleitt verða leikarar mjög
fljótt leiðir á að leika sömu
manngerðina í hverri einustu
viku, en Patrick kveðst alltaf
hafa haft gaman af að leika Harð-
jaxlinn. Hann segir, að það sé
meðal annars því að þakka, að
Harðjaxlinn búi sig oft í alls kon-
ar dulargervi og það veiti mörg
tækifæri til skemmtilegs leiks.
Þegar teknir höfðu verið 39
hálftímaþættir um Harðjaxlinn,
ákvað Patrick að hætta í bili og
snúa sér að sviðinu og kvikmynd-
unum. Hann lék í mörgum mynd-
um næstu fjögur árin, þar á með-
al „All Night Long“, þar sem
hann lék frægan trommuleikara.
Til þess að geta leikið hlutverkið
sem eðlilegast varð Patrick að
læra á trommur. Hann sat kvöld
eftir kvöld í bílskúrnum heima
hjá sér og barði bumburnar svo
að svitinn bogaði af enninu á
hlonum. Af svjiðshllutverkunum
hlaut hann bezta dóma fyrir hlut-
verk fangavarðarins í hinu fræga
verki Brendans Behans, „The
Quare Fellow". Einnig mætti
nefna skozka ævintýraharmleik-
inn „The Three Lives of Thoma-
sina“, þar sem hann lék skurð-
lækni, sem glatar ást dóttur sinn-
ar með því að lóga ketti hennar.
Eftir fjögurra ára hvíld tók
Patrick aftur til við Harðjaxl-
inn sinn. Að þessu sinn voru
þættirnir hafðir helmingi lengri
og hafa hlotið enn meiri vinsæld-
ir fyrir bragðið.
Patrick McGoohan er látlaus
maður í framkomu og hatar hvers
konar tildur og sýndarmennsku.
Hann ekur í litlum Mini-Cooper
bíl, þótt hann hefði vissulega
efni á að aka í fínum og dýrum
sportbíl, eins og leikarar gera
gjarnan. Hann fer aldrei í fínar
veizlur og kokkteilboð. Hor.uni
finnst einfaidur malur heztur, og
bjcr er eftírlætís drykkurinn
bans. Og bezt þykir honum að
drekka ó kránurn eða í klúbbum
nir.s vinnandi fólks. Hann kýs
helzt að vera heima hjá sér á
kvöldin — í ró og næði með
konu sinni og börnum.
☆
50 VTKAN 13-tbl-