Vikan


Vikan - 04.04.1968, Page 51

Vikan - 04.04.1968, Page 51
Hún ætlaði að hitta sinn fyrrverandi Framhald af bls. 24 ið vissum við að eitthvað hafði komið fyrir dóttur okkar. Þetta hafði aldrei komið fyrir áður. Þeg- ar henni dvaldist lengur en hún hafði gert ráð fyrir, hringdi hún alltaf og lét vita af því. Hansenhjónin vissu ekki hvar fyrrverandi maður Myrnu bjó, ann- ars hefðu þau haft samband við hann. A miðvikudaginn hringdi svo maðurinn og spurði eftir henni. Frú Hansen svaraði: — Þið hafið þó sézt á sunnudag- inn! En eiginmaðurinn fyrrverandi harðneitaði að hafa hitt Myrnu og ekki einu sinni mælt sér mót við hcna. Hann hefði verið í Trelle- borg á laugardagskvöldið og á sunnudaginn ekið til og frá um Skán. FJARVISTARSÖNNUN EIGINMANNS- INS FYRRVERANDI. Lögreglunni var gert viðvart. — Fjarvistarsönnun sokkasalans var pottþétt. Hann hafði á sér aðgöngu- miða að knattspyrnukeppni í Sve- dala, hafði heimsótt kunningja í Staffanstorp, tekið bensín á þar til ætlaðri stöð og rabbað lengi við eigandann, borðað á veitingahúsi í Ystad og hringt þaðan. Um kvöld- ið hafði hann komið heim til for- eldra Myrnu. Þau voru ekki heima. Frú Hansen skoðaði fataskáp dóttur sinnar og komst þannig að því hvernig Myrna hefði verið klædd, þegar hún hvarf að heim- an. Hún hafði verið í sæblárri kápu, sem hún hafði nýlega stytt til sam- ræmis við siðustu tízku, og gráum kjól gullbróderuðum. — Bara að hún hefði farið í rauða kiólinn sinn, segir móðirin. Þá hefðu fleiri tekið eftir henni. Allt benti til að Myrna hefði hugsað sér cð koma heim þá um kvöldið. Lögreglumenn rannsökuðu lika nákvæmlega eyðibýli norður í Smá- landi, þar sem eiginmaður Myrnu fyrrverandi hélt oft til. Það var grafið í lóðina en ekkert fannst. — Myrna lifði rólegu lífi, segir móðir hennar. — Hún var hlédræg að eðlisfari. Það er sárt að maður heyrir stundum talað illa um hana og fullyrðingar um að hún hafi verið einhver ævintýramanneskja. Hún gat skemmt sér ef hún vildi; karlmenn sóttust mikið eftir henni. Henni var oft boðið út, en kaus oft fremur að vera kyrr heima. Hún fór á fætur klukkan sjö á morgn- ana til að hjálpa Kim í skólann, vildi því fara snemma að hátta. Þau Kim voru vön að fara með okkur t frí, hún vildi helzt vera með honum og okkur. ☆ m/fl/SAfí MBÐ AÐE/NS FMN! YfíRPUmUN ... hreinsar MBLRÐJI VEOGI, VflSKfl, BAKflROFNfl, GÓLF, betur, hraðar, auðveldar! Límkennd óhreinindi? Fitukennd óhreinindi? Leðjukennd óhreinindi? Handy Andy hreinsar öll óhreinindi á brott með aðeins einni yfirþurrkun. Nútíma húsmæður, hvar sem er, eru sammála um það að hann sé bezti alhliða hreinsunarlögur, sem völ er á. Handy Andy hefir öflugan styrkleika til að hreinsa allskonar heimilishluti betur, hraðar, auðveldar. Notið hann annð- hvort eins og hann kemur úr flöskunni, eða þynntan með vatni ef hreinsa skal stærri svæði. Þér þurfið ekki að nota nema lítið í hvert sinn — Handy Andy er svo kröftugur, svo drjúgur! Kaupið hann strax í dag!

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.