Vikan - 10.04.1968, Blaðsíða 4
iilOELIQilE
Þegar hafa verið
sýndar hér á landi
3 Angeliquekvik-
myndir, og sú fjórða,
Angelique í ánauS,
verður páskamynd
Austurbæjarbíós. Er
ekki að efa, að
marga Angeliquevini
fýsi að sjá þá mynd.
ANGEUQUE í ÁNAUÐ virSist nánast gerð eftir fyrri hluta bókarinnar Angelique og Soldáninn. Þar finnum viS
Angelique á ný þar sem viS skildum viS hana í Angelique og kóngurinn, þar sem hún þeysir suSur Frakkland
meS Savary gamla. SíSan hefjast MiSjarSarhafsævintýri hennar og hámark þeirra er uppboSiS í Candia, en
eftir þaS tekur myndin nokkuS aSra stefnu en bókin, en fimmta Angeliquekvikmyndin, sem einnig er væntan-
leg áSur en mjög langt um líSur, segir frá ævintýrum Angelique í kvennabúrinu og víSar ■ Afríku.
Austurbæjarbíó hefur góSfúslega léS okkur meSfylgjandi myndir úr ANGELIQUE í ÁNAUÐ:
Þar rekst de Vivonne, hertogi og flotaforingi hans hátignar Frakka-
konungs, á þau, og tekur þau um borS í galeiSu sína á leiS til Krítar.
Á leiSinni eru þau lokkuS í gildru og galeiSunni sökkt; fyrir þeirri
árás stendur Rescator, réttu nafni Joffrey de Peyrac.
Angeiique og Savary leita Joffreys de Peyracs á eynni Langoustier, en
þangaS hafSi Peyrae sagt Savary aS skrifa sér til, ef eitthvaS markvert
væri aS frétta.
Angelique neySist til aS kasta sér í sjóinn, og þar finnur sjóræninginn
d'Escrainville hana á floti og bjargar henni. Savary verSur þetta áfall
hins vegar aS bana, en á banastundinni er hann fluttur til Peyracs og
segir honum, aS Angelique hafi veriS um borS í galeiSunni.
Rescator yfirgefur þá hreiSur sitt, sem er hugvitsamlega faliS í óhrjá-
legu skeri, en býSur hins vegar upp á glæsilegt safn fágætra muna og
fríSra kvenna. Hann leitar d'Escrainville uppi og tortryggir hann mjög,
en ekkert kemur út úr fundi þeirra.
4 VIICAN
14. tbl.