Vikan


Vikan - 10.04.1968, Blaðsíða 7

Vikan - 10.04.1968, Blaðsíða 7
lagði ég höfuðið á öxl hans og við það vaknaði ég. Nú langar mig, kæri Póstur, að biðja þig að ráða þennan draum fyrir mig og langar mig að fá ráðning- una birta sem fyrst. VirÖingarfyllst, Á. J. Þetta er mjög skýr og athyglisverður draumur. Og enda þótt þú segðir í meðfylgjandi bréfi, að við mættum helzt ekki hirta drauminn, þá getum við ekki staðizt freistinguna — til þess að ráðningin hafi eitthvert gildi fyrir les- endur og einnig til þess, að þeir geti hjálpað okkur að ráða drauminn, ef þeir eru ósammála niðurstöðum okkar. — Og þá kemur ráðningin: Þú og sá maður sem þér er kærastur verðið ósammála út af ákveðnu máli. Þetta mál krefst mik- illar fórnar af þinni hálfu og manninum finnst liklega ástæðulaust, að þú - leggir á þig slíkt erfiði í þágu annarra. En þú ert ákveð- in og kvikar ekki frá sannfæringu þinni. Af þess- um sökum verða um skeið fáleikar milli ykkar og samkomulagið ekki eins gott og það var áður. Þú tekur þetta mjög nærri þér, en lætur samt ekki undan vilja hans. Að nokkrum tíma liðnum ber svo við, að manninum snýst hugur. Hann sér allt í einu, að þú hefur allan tímann haft rétt fyrir þér og gert það sem þér bar skylda til. Þið sætt- ist heilum sáttum og sam- komulagið milli ykkar verður afar gott eftir þetta. —• Við viljum taka það fram, að við erum engir sérfræðingar í draumráðn- ingum og þess vegna þætti okkur vænt um, ef lesend- ur vildu láta frá sér heyra, ef þeir geta ráðið draum- inn á annan og líklegri hátt. TÁNINGASKEGG V, Kæra Vika! Við ætlum að leita til þín með vandræði, eins og margir aðrir. Við erum hérna þrír vinir, mjög góð- ir vinir, en okkur ber ekki saman um eitt atriði, aðeins eitt aðriði. Við erum á sautjánda árinu, og erum sem sagt rétt byrjaðir að RAKA OKKUR. Einn okk- ar fékk rafmagnsrakvél í jólagjöf og er mjög hrifinn af henni. Hinir tveir eiga bara eldgamlar handrak- vélar, og þeir segja að það fari illa með húðina að raka sig með rafmagnsvél svona ungur, því húðin geti skemmst á því. En einn okkar segir að það sé al- veg sama með hverju mað- ur raki sig. Við vonumst eftir svari fljótt við því, hvort sé rétt, og viltu skýra hvernig það hefur áhrif á húðina, ef rafmagnsrakvél fer illa með hana. Við söfn- um skeggi þangað til (þó ekki sé miklu að safna)! Þrír að norðan. Við svörum þessu bréfi eins fljótt og við getum, því að ekkert finnst okkur hvimleiðara að sjá en óræktarlegan skegghýjung á ungum mönnum. Það er ekki hægt að segja, að raf- magnsrakvél hafi slæm áhrif á húð ungra manna, sem eru að byrja að raka sig. Hins vegar hafa sumir svo viðkvæma húð, að þeir þola alls ekki rafmagnsrak- vélar. Og við mundum álíta af hyggjuviti okkar, að betra sé fyrir táninga að raka sig upp á gamla mát- ann til að byrja með. Fyrst í stað er þetta ósköp ómerkilegt og rytjulegt skegg sem vex á karlskepn- unni, linur hýjungur, sem bögglast bara undir vélinni. En það sprettur kannske svo vel hjá vini ykkar, að haim geti notað rafmagns- rakvél. Að svo mæltu von- um við, að þið farið allir aftur að raka ykkur — hver með sínu áhaldi. — Mér þykir fyrir því frú Petersen, en ég get ekki séð hvernig augu yðar eru lit. _____________________J Bragðbezta kexið er nú sem fyrr LIMMETS og TRIMETS. Látið LIMMETS og TRIMETS stjórna þyngdinni. Nú er réttl tfmírun fyrlr megrunarkexið ' --------------\ Fæst l öllum apótekum HEILDSÖLUBIRGÐIR: G. ÚafssH hf. • V y I4.tbi. VIKAN 7

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.