Vikan


Vikan - 10.04.1968, Blaðsíða 21

Vikan - 10.04.1968, Blaðsíða 21
— Og n,ú finnurðu hjá þér þörf til að kanna iður jarðar? — Nákvœmlega! Orðið féll eins og hamarshögg. Höfuð Jasonar sé niður á milli herða hans. Hann hafði heyrt það, sem hann óttaðist að heyra. Sterkar hend- ur hans, með rauðri ló á bakinu, krepptust um gyllt grindverkið. Hlýr vinarhrammur Joffreys de Peyracs á öxl hans varð þyngri. — Ég læt þér skipið eftir, Jason. Hann hristi höfuðið. — Það verður aldrei hið sama. Ég kemst ekki af án vináttu þinnar. Ég hef alltaf undrazt ástríðufulla ást þína á lífinu og það hve mjög þú nýtur þess að gera allt það, sem þú gerir. Ég þarf á þessu að halda, til að halda mér sjálfum gang- andi. — Hertu þig upp! Farðu nú ekki að verða þunglyndur, gamli, hrjúfi, skrápur. Þú átt hafið ennþá, gættu að því. En Jason leit ekki einu sinni i svip út á grænar, iðandi öldurnar sem teygðust allt í kringum þá. — Þú getur aldrei skilið þetta. Þú ert maður eldsins, ég er mað- ur íssins. — Þá verður þú að brjóta ísinn. — Það er orðið of seint. Jason andvarpaði þungt. —- Ég hefði átt að komast að því fyrir mörgum árum, hvernig þú ferð að þvi að horfa stöðugt á heiminn með nýjum augum. Hvert er þetta leyndarmál þitt? — Það er ekkert leyndarmál, svaraði Joffrey de Peyrac. — Eða kannske hver maður eigi sitt eigið, frábrugðið annarra. Hvernig get ég útskýrt þetta? Ég held að maður verði alltaf að vera reiðubúinn að byrja upp á nýtt. Að viðurkenna aldrei þá staðreynd, að maður eigi aðeins eitt líf. Maður verður að hugsa eins og maður eigi mörg líf að lifa. 25. KAFLI Og þessi endalausa ferð hélt áfram. Á hverjum degi komu far- þegarnir upp á þilfar í fölri morgunskímunni og sáu ekkert nema haf, endalaust haf. Eini munurinn var sá, að þessu sinni hafði yfirborðið breytzt. Nú var það eins og stöðuvatn, vottaði ekki fyrir öldu. öll segl höfðu verið dregin upp, en skipið bærðist varla. Það lá við, að farþegunum fyndist stundum sem þeir lægju fyrir akkeri, og vongóðar raddir spurðu, hvort þau væru nú loksins komin á leiðarenda. — Ég vona svo sannarlega að svo sé ekki, svarpði Manigault. — Við erum ekki nærri nógu sunnarlega til að vera i nánd við Santo Domingo. Það þýddi, að við vær-um komin að óbyggðum ströndum Nova Scotia og guð einn veit, hvað um okkur yrði þar. Með blöndu af vonbrigðum og feiginleik horfðu þau út yfir kyrran hafflötinn allt í kring, seglin héngu máttvana niður úr siglutrjánum og eina hreyf- ingin, sem sást, var iðið í áhöfninni, sem reyndi að þenja allra efstu seglin, til að gripa andvarann, sem varla var til. Þau voru stödd í einni af þessum ládeyðum, sem sjómenn óttast. Það var til þess að gera hlýtt og dagarnir lengi að líða. Þegar kvöld- ið kom og farþegarnir fóru aftur upp á þiljur, sáu þeir seglin enn hanga máttlaus og hrukkótt, þrátt fyrir allar tilraunir áhafnarinnar, og þau andvörpuðu djúpt. Jenny, elzta dóttir Manigaults, sú sem átti von á barni, fór að skæla. — Ef skipið heldur ekki áfram, verð ég frávita. Ég vildi bara óska að við tækjum land einhversstaðar, mér er alveg sama hvar, bara að þessi ferð endi! Hún þaut til Angelique og sagði i bænarrómi: — Segðu mér ....... segðu mér að við séum rétt að verða komin. Angelique studdi hana aftur að fleti sínu og reyndi að hugga hana. Allt þetta unga fólk virtist bera svo mikið traust til hennar og það fór í taugarnar á henni, vegna Þess að henni fannst hún ekki vera traustsins verð. Hvernig ætti hún að skipa vindi og vötnum fyrir eða ákveða hvert Gouldsboro skyidi fara? Hún hafði aldrei áður staðið frammi fyrir svo óvissri framtið og fundið sig jafn vanmáttuga til að ákveða, hvað hún. ætti að -gera. Og samt var eins og allir reiddu sig stöðugt á hana, til að stjórna atvikunum á einn hátt eða annan. Hvena^r förum við frá borði? hélt Jenny áfram og gat ekki á sér setið. — Ég get bara ekki sagt Þér það, vina mín. — Hversvegna í ósköpunum vorum við ekki kyrr í La Rochelle? Littu á hvernig fer um okkur hér .... Heima höfðum við svo dásam- legar rekkjuvoðir sem voru keyptar sérstaklega frá Hollandi, þegar ég gifti mig. — Einmitt á þessari stundu sofa hestar drekanna í hollensku rekkju- voðunum þinum, Jenny. Ég sá hverni-g kaþólikkarnir höguðu sér í húsum Húgenottanna, heima i Poitou. Þeir þvoðu hófana á hestunum sínum með vini úr kjöllurunum og néru þá með fínasta efninu okkar. Barn þitt hefði fæðst, í fangelsi og veríð tekið af þér strax eftir fæð- inguna, en nú fæðist það hinsvegar frjálst. Þú verður að vinna fyrir öllu og gjalda fyrir það í þessu lífi! — Já, ég veit það, sagði unga konan og reyndi að halda aftur af t-árunum, — en ég vildi svo mikið óska að við værum á burru landi. Þetta sífellda rugg í skipinu gerir mér óglatt. Og þar að auki eru leiðindi hér um borð. Ég veit, að þetta endar með blóðbaði. Og hver veit, nema maðurinn minn verði drepinn. — Hvaða óráðshjal er þetta? Af hverju ertu svona hrædd? Jenny var sannarlega hræðsluleg, litaðist kvíðafull um og hélt áfram að þrýsta handleggi Angelique. — Dame Angelique, hvislaði hún. — Þú þekkir Rescator; þú passar okkur vei, er það ekki? Þú sérð um, að ekkert hræðilegt komi fyrir okkur, er það ekki? — En hvað ertu hrædd við? endurtók Angelique og vissi ekki hvernig hún átti að bregðast við þessu. f þeim töluðu orðum var lögð hönd á öxlina á henni og hún sá að Anna frænka benti henni að fylgja sér. -—- Komdu hérna, vinkona, sagði sú -gamla. — Ég held, að ég viti af hverju Jenny hefur -áhyggjur. Angelique fylgdi henni út i fjarri enda fallbyssuþiljanna, þar opnaði hún ofurlitlar dyr, inn í skonsu, þar sem geiturnar höfðu verið hafðar í upphafi ferðarinnar og rymjandi grisir. Þeim fannst óratimi siðan þessi dýr hurfu, en ennþá angaði þessi klefi af dýralykt og vakti með þeim gamlar minningar. Madame Anna ýtti til hliðar nokkrum tötrum og dálitlu af hálmi, sem safnað hafði verið saman í einu horninu, svo í ljós komu um það bil tíu múskettur, skjóða með skotum og kassi með púðri. — Hvernig lízt þér á þetta? — Múskettur .... ? Angelique horfði undrandi á byssurnar. —- Hver á þetta? — Ég veit það ekki, en mér sýnist þetta ekki vera þessháttar stað- ur, sem skotvopn væru undir eðlilegum kringumstæðum geymd á, og það um borð í skipi, þar sem strangur agi ríkir. Angelique vildi ekki skilja hv-að hún var að -gefa í skyn. — Ég hef áhyggjur af frænda mínum, hélt Anna frænka áfram, og að því er virtist skipti hún algjörlega um umræðuefni. Ég þori að íuilyrða, að þú hefur tekið eftir þeirri breytingu, sem á honum heíur orðið, Dame Angelique. En hann -má ekki láta vonbrigði sín koma sér til að gera neitt fráleitt. — Ertu að reyna að segja mér, að Maitre Berne hafi komið þessum byssum fyrir hér? En til hvers? Og hvernig náði hann í þær? — Það hef ég enga hugmynd um, svaraði sú gamla. — En í fyrra- dag heyrði ég Monsieur Manigault segja: — Það er engin synd að stela frá þjófi. — Ég trúi þvi ekki, sagði Angelique, — að vinir okkar hafi á prjónunum samsæri gegn þeim manni sem hefur bjargað lifum þeirra. — Þeir .hafa mjög eindregið á tilfinningunni að hann haíi ekki gott í hyggju. — En þeir ættu að bíða þar til þeir eru vissir. — Þ-eir segja, að það verði of seint. — Hvað hafa þeir á prjónunum? Allt í einu fan-nst þeim, sem horft væri á þær, og þögnuðu. Fyrir aftan þær höfðu tveir sjóræningjar skotið upp kollinum, eins og úr iausu lofti, og horfðu tortryggnislega á þær. Þeir voru illskulegir á svipinn, komu nær þeim og ávörpuðu þær á spönsku. Angelique kunni nóg i máli þeirra til að skilja það, sem þeir sögðu; hún flýtti sér burt, og dró Önnu frænku með sér. — Þeir segjast eiga þessi vopn og þau komi okkur ekki við, og tungan sé skorin úr þaim konum, sem þvaðra um það sem þær hafa ekki vit á, sagði hún, um leið og Þær fóru. Og svo bætti hún við og fann til léttis: — Þarna sérðu! Tortryggni þín var ekki á rökum reist. Áhöfnin á þessi vopn. — Vopn áhafnarinnar ættu ekki að vera falin undir hálmi, endur- tók Anna frænka ákveðin, i bragði, — og ég veit hvað ég er að tala um, þvi ég er komin af sjóræningjum. Og hversvegna voru þessir ófélegu náungar að tala um að skera úr okkur tungurnar, ef þeir höfðu hreina samvizku? Dame Angelique, heldurðu ekki, að þú myndir minnast á það við Rescator, þetta sem ég hef sýnt þér í dag, ef þú kemst í færi við hann? — Imyndarðu þér, að ég sé svo mikið i náðinni hjá honum, að ég myndi þora að skipta mér af því, hvernig menn hans haga sér? Það yrði tekið þokkalega á móti mér. Hann er allt of stoltur og mikil- látur til að hlusta nokkurntíma á konu, sama hver hún er! Beiskjan var nú komin upp á yfirborðið. I hvert sinn sem einhver talaði við hana, var eins og hún væri hið raunverulega vald, sem stæði bak við krúnuna, og það minnti hana allt of rækilega á, hve langt var frá þvi að hún skipti máli fyrir þennan mann, sem að réttu lagi hefði átt að vera liennar eini ævifélagi. — Ég hélt nú.... sagði Madame Anna hugsi. — Veiztu nokkuð. Það er eitthvaö milli þín og þessa manns. Kannski eitthvað úr for- tíðinni. Þú ert ákaflega lik honum.. Um leið og ég sá hann, gerði ég mér ljóst, að vesalings Gabriel minn átti enga von í þér lengur. Á hinn bóginn veit ég, að þessi maður gerir okkar fólk hrætt, og hann gerir ekkert til að eyða ótta þess. En samt hef ég tilhneigingu til að treysta dómgreind hans. Það er einkennilegt, en ég er handviss um, að hann er vitur maður og er að reyna að gera Það, sem hann álítur rétt. Og þar að auki er hann hámenntaður. Hún roðnaði allt í einu, eins og hún fyndi til sektar vegna hrifningar sinnar á honum. — Hann hefur lánað mér dásamlegar bækur. Og hún dró fram tvær bækur, bundnar í leður: — Þetta eru tvær einstaklega sjaldgæfar bækur: Le Géométrie eftir Descatres og De revolutionibus orbium coelestium eftir Kópernikus. Mig dreymdi alltaf um að lesa þessar bækur þegar við vorum í Frakk- landi, en mér tókst aldrei að hafa upp á þeim, jafnvel ekki þegar ég var í La Rochelle. Og svo kemur Rescator og lánar mér þær úti á miðju Atlantshafi, er það ekki stórkostlegt! M-adame Anna breiddi úr yíirhöfn sinni á þilfarið og settist, studdi skinhoruðu bakinu upp að óþægilegri innréttingu skipsins. — Ég ætla ekki upp á Þilfar í kvöld. Mér bráðliggur á að ljúka við þessar bækur. Hann hefur lofað að lána mér fleiri .... Angelique fann, að þessi rólega, gamla kona hafði sjaldan verið jafn hamingjusöm og nú. — Joffrey hefur alltaf kumiað lagið á konum, sagði hún við sjálfa sig. Hann hefur ekkert breytzt, að því leyti að minnsta kosti. Henni flaug einnig í iiug hvað einstaka hæfileika hann hafði til að fá alla til að bregðast við á algjörlega óvæntan hátt. Hann hafði breytt rólegum og síöruggum manni, eins og Maitre Berne í upp- stökkan geðofsamann og Madame Manigault, sem hafði verið sann- kölluð nöldurslijóöa áður fyrr, var nú næstum orðin umburðarlynd. — Allt var breytt. Allt stóð á hvolfi. Á þurru landi hafði Angelique karlmennina ævinlega á sínu bandi, eri konurnar litu han tortryggnisaugum. En hér voru það konurnar, sem leituðu athvarfs hjá henni, og karlmennirnir litu á hana sem óvin. Forn eðlishvöt, vafalítið djúpt grafin, varaði þá við því að ein- hver, og einhver gerólikur þeim i þokkabót, hafði komizt upp á milli þeirra og hennar; hve langt myndi beiskja þeirra leiða þá, eins krydd- uð og hún var með tortryggni og öðrum jafnvel enn verri uppátækjum? Öll réttindi áskilin, Opera Mundi, París. — Frh. í næsta blaði. 14- tbl VIKAN 21

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.