Vikan


Vikan - 10.04.1968, Blaðsíða 41

Vikan - 10.04.1968, Blaðsíða 41
— Er langt síðan þú hófst list- iðkanir? Ég byrjaði á því eftir að ég kynntist Jóhanni. Ég er þannig pródúkt frá hans hendi, en hins vegar ekki verk mín. ☆ Hrúturinn Framhald af bls. 15. guðnum Aresi (öðru nafni Marz) og fékk til eldspúandi dreka að gæta þess. Hér tóknar hrúturinn óskamynd sjólfsins, sem fórnað er í þógu á- þreifanlegra hlunninda. Þessháttar fórn verða hrútmenni oft að færa til að koma æskilegu jafnvægi á skapsmuni sína. Gullna reyfið er einnig tákn æðstu dýrinda vizkunn- ar, sem varðveitt eru í lundi stríðs- guðsins og gætt af eldspúandi dreka. Með þessu er átt við að það kosti stöðuga baráttu að búa yfir vizkunni. Síðari hluti goðsögunnar fjallar um Jason, sem fer með Argónátum sínum og nær reyfinu. Sú frásögn er einnig full af táknum, sem hrúts- merkinu heyra til. Jason er hinn ævintýragjarni, óttalausi frumherji, er lætur enga hindrun aftra sér frá settu marki; svo eru það drekatenn- urnar og eldurinn, er skepnan blæs út um nasirnar,- allt þetta táknar eiginleika, sem auðfundnir eru hjá hrútmennum allra alda. Hrúturinn er sá í dýrahringnum, sem dreginn er fæstum og skýrust- um dráttum, enda fyrstur í hringn- um. Andlegum eiginleikum hrút- menna hefur verið lýst á þann veg að þeir séu gæddir „barnslegri glað- værð, því þeir eru lausir við þann sálræna klofning og rugling, sem einkennir andlegt líf fullorðinna. Hjá þeim er, líkt og barninu, skammt milli óska og dáða; oft erfitt að greina að draum og veruleika. Þeir gera lítinn greinarmun á því mögu- lega og ómögulega. Þeir finna ó- gjarnan til hræðslu, nema þá óljóss augnabliksótta, og til að forðast hann steypa þeir sér gjarnan út f brjálæðislegustu ævintýri." Sálarlega séð er hrúturinn því það sem á erlendum málum er kall- að „primer". Eiginleikar hans og tilhneigingar liggja í augum uppi þegar við fyrstu kynni. Hann er skjótur og hiklaus jafnt til orða og framkvæmda, viðbrögð öll snögg og oft ofsafengin og lýsa takmarka- lítilli ágengni. Hann er stöðugt önnum kafinn, ólgandi og óþreyt- andi. Hann er gefinn fyrir að taka frumkvæði og sigra, leggja undir sig; hann geysist á hverja hindrun sem fyrir er, leggur stórfelldar á- ®tlanir og gerir hverskyns afreks- verk að keppikefli sínu. Kraftarnir magnast um allan helming í átök- am, hann leggur allt undir til að ná takmarki sfnu og notar svo herfang- ið til undirbúnings næsta áhlaupi. Hinsvegar á hann það til að missa áhugann þegar endanlegur sigur er innan sjónmáls,- það er áhlaupið, hin viðstöðulausa lausn, sem hríf- ur hann. Hrúturinn er upplagður foringi og ágætt að hafa hann sem slíkan. Þó gera þeir, sem fylgja honum, rétt í að vera gagnrýnir á hann og ana ekki á eftir honum í blindni. Hann er blóðheitur og bráðlyndur og gengur gjarnan berserksgang, ef eitthvað er öðruvísi en honum líkar. Hann hefur ríka þörf fyrir að vera óháður, hlýðir illa aga og seilist fyrst og fremst eftir þeim ávöxtum, sem forboðnir eru. Hann vill allt eða ekkert. Hrútsins sterku hliðar eru fersk- leiki hans og hæfileiki til endur- nýjunar, hreyfigeta hans, sem minn- ir á spennta fjöður, barnsleg bjart- sýni, Iffsorka og eðallyndi. Veiku hliðarnar eru hinsvegar þær, að hann er gjarn á sjálfsblekk- ingar, ber höfðinu við stein- inn og sést lítt fyrir. Hann verður að læra að hafa gætur á hugdett- um sínum; geri hann það geta þær orðið honum uppspretta eilífrar æsku. Ekki eru hrútmenni að jafnaði gáfaðri en annað fólk, né heldur heimskari, og gildir það sama um öll önnur merki dýrahringsins. Hins- vegar eru gáfur þeirra auðvitað sérstæðar í samræmi við þá eigin- leika, er merkinu fylgja. Þau eru vel hæf til hverskonar uppfinninga, nýsköpunar og umbóta. Hinn frægi svissneski sálfræðingur C. G. Jung segir um hina frumkvæðisgjörnu manngerð: „Þetta fólk hefur öðru fremur möguleika til að hrffa meðbræður sína og fá þá til liðs við nýtt mál- efni, en alltof oft hættir það við hálfunnið verk og snýr sér að ein- hverju nýju viðfangsefni." Það er ekki einungis andlega, sem hrútmennin minna á skepnu þá, er þau eru við kennd, heldur og líkamlega. Höfuð þeirra er stórt og sterklegt, hliðarmyndin framhleyp- in, nefdrættir þróttlegir, nasaholur víðar, hnakki breiður, digur svíri. Hrýtlingar eru sterklega byggðir og vöðvastæltir, en ógjarna feitir. Þeir eru líka auðþekktir á göngu- lagi og látbragði. Þeir eru alltaf að flýta sér, ganga beint, svo sem stefnt sé að vissu marki. Ósjald- an ganga þeir álútir, með höfuðið kýtt fram og niður, líkt og þeir séu f þann veginn að renna sér á eitt- hvað. Handtak þeirra er fast, jafn- vel ofríkisfullt, rómurinn hár og áleitinn. Augun eru oft níst- andi og skjóta gneistum. Fasið er oft gróft og ofsafullt, jafnvel frá- hindrandi. Enginn vandi er að þekkja hrúta frá öðrum, þegar þeir aka bíl. Þeir aka hratt og eru óþjálir í umferð- inni, og ekki kemur til greina að þeir hleypi bíl fram úr sér. Hvers- Framhald á bls. 44. 14. tbi. VIKAN 41

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.