Vikan - 10.04.1968, Blaðsíða 34
Heillastund
RAFHA-HAKA 500 er sérstak-
lega hljóðeinangruð. — Getur
staðið hvar sem er án þess að
valda hávaða.
RAFHA-HAKA 500 þvottavélin yðar mun ávallt skila yður full-
komnum þvotti ef þér aðeins gætið þess að nota rétt þvottakerfi,
þ. e. það sem við á fyrir þau efni er þér ætlið að þvo.
Með hinum 12 fullkomnu þvottakerfum og að auki sjálfstæðu
þeytivindu- og dælukerfi, leysir hún allar þvottakröfur yðar.
Þvottakerfin eru:
1. Ullarþvottur 30°.
2. Viðkvæmur þvottur 40°
3. Nylon, Non-Iron 90°.
4. Non-Iron 90°.
5. Suðuþvottur 100°.
6. Heitþvottur 60°.
7. Viðbótarbyrjunarþvottur 90°
8- Heitþvottur 90°.
9. Litaður hör 60°.
10. Stífþvottur 40°.
11. Bleiuþvottur 100°.
12. Gerviefnaþvottur 40°.
Og að auki sérstakt kerfi fyrir þeytivindu og tæmingu.
Öruggari en nokkur önnur
gagnvart forvitnum börnum
og unglingum.
Hurðina er ekki hægt að opna
fyrr en þeytivindan er STÖÐV-
UÐ og dælan búin að tæma
vélina.
lllflB H DBKIN HAMS HÖA?
Það er alltaf sami leikurinn í henni Yndisfríð okkar. Hún hefur
falið örkina hans Nóa einhvers staðar í blaðinu og heitir góð-
um verðlaunum handa jþeim, sem getur fundið örkina. Verð-
launin eru stór konfektkassi, fullur af bezta konfekti. og fram-
leiðandinn er auðvitað Sælgætisgerðin Nói.
Síðast er dregið var hlaut verðlaunin:
Herdís Hallvarðsdóttir, Vallarbraut 20, Seltiarnarnesi.
Vinnihganna má vítja í skrifstofu Vikunnar.
Nafn
Heimilí _ miiiiiiiii,ii,iiniiu.inimii
Örkin er á bls.
Framhald af bls. 17.
— Hvað er hann orðinn gam-
all? spurði hún.
— Tuttugu og tveggja. Hann
hefur verið í burtu í þrjú ár og
kom aftur í haust sem leið. Hann
á að taka við jörðinni.
— Vesalings jörðin, tautaði
Lena.
— Alls ekki, sagði Nelly með
áherzlu. Hún hafði alltaf tign-
að Tom. Það mundi Lena núna.
— Bara á þessu hálfa ári, síð-
an hann kom aftur, hefur allt
haft stakkaskipti á jörðinni!
Eftir hádegið þurfti Henry að
skreppa í kaupstaðinn að ná í
hæsnamat og Nelly fór með að
gera innkaup. Lena fann til ein-
manakenndar, ein í þessu stóra
húsi. Hún var stöðugt með hug-
ann á Mallorka. Nú ættu fjöl-
skylda hennar og Allan að vera
komin alla leið. Kannski voru
þau þegar tekin að sóla sig og
baða...
Bíll rann heim að húsinu og
stanzaði með rykk fyrir utan.
Svo var bílhurðinni skellt. Fóta-
tak glumdi við á mölinni og
nam staðar við dyrnar. Svo
dundi við raust:
— Nellyl
Auðvitað var enginn anz.
Lena hlustaði. Fótatakið hélt á-
fram, inn í eldhúsið beint undir
herbergi Lenu og síðan upp stig-
ann. sjálfrátt hjúfraði Lena sig
betur ofan í bólið og starði
spennt á hurðina. Hún opnaði
munninn, tilbúin að æpa. En
þegar dyrnar lukust upp, heyrð-
ist bara hræðsluleg stuna, og
maðurinn, sem stóð í dyrunum,
rak upp hlátur. Hann var hár,
alltof hár fyrir þessa dyragátt.
Hann var í gallabuxum og
gúmmístígvélum og blárri
skyrtu. Andlitið var útitekið og
hárið úfið.
— Sæl, Lena litla, sagði Tom
Bengtson.
— Tom, vældi Lena.
— Mér datt í hug að heilsa
upp á þig.
— Þú varst nærri búinn að
gera út af við mig af hræðslu.
Og Nelly er ekki heima, svo
þú getur farið. Of seint mundi
hún eftir þessum hræðilegu,
rauðu flekkjum framan í sér.
Hún rykkti til sín koddanum og
skýldi sér bak við hann, gaut
augunum út undan sér á Tom.
Hann smeygði höfðinu undir
dyrakarminn að ofan og kom
inn.
— Tom, ég sagði þér að fara!
Hann hallaði sér kæruleysis-
lega upp að /ótagaflinum og
sagði:
— Ekkert að óttast, ég er
búinn að fá mislingana.
— Mér er sama, hvaða pestir
þú hefur lagt þér til, en þú hef-
ur engan rétt til að troðast svona
inn og hræða fólk.
34 VIKAN 14-tbl-