Vikan


Vikan - 10.04.1968, Blaðsíða 24

Vikan - 10.04.1968, Blaðsíða 24
m : > Nú á að taka á máti negrunum Lögreglan í flestum fylkjum og borgum Banda- ríkjanna hefur búizt vandlega um til að taka á móti svertingjunum, þegar þeir gera uppþot í hitum komandi sumars. Tilraunastöðvar lögregl- unnar hafa unnið sleitulaust að því að bæta búnað og aðferðir lögreglunnar til þess að sag- an frá síðasta sumri endurtaki sig ekki, þótt svertingjarnir leiti sér útrásar á sama hátt og þá. Lögreglustjórinn í Míami, Walter Headley, hefur lýst yfir stríði við uppþotsaðilana: — Menn mínir verða vopnaðir skotvopnum og hafa með sér hunda — og skipum um að skjóta til bana, ef til uppþota kemur. Newark, Philadelphia, Cleveland og aðrir staðir, sem illa urðu úti í óeirðunum sfðastliðið sumar, hafa fengið sér sérbyggða, skothelda bíla, sem komast leiðar sinnar þrátt fyrir tölu- verðar torfærur. Annað vopn, sem tilraunir hafa verið gerðar með, hefur hlotið nafnið „Áætlun bananahýði". Það er seigfljótandi kvoða, sem sprauta skal yfir göturnar. Þegar kvoða þessi er svo spraut- uð með vatni á eftir, storknar hún og verður glerhál eins og nýbónað parketgólf. Því miður hefur ekki ennþá lánazt að finna efni, sem hægt er að ná þessari kvoðu með af aftur. Beztu vopn lögreglunnar gegn uppþotum eru þó kylfur og táragas. Þess vegna hafa verið framleiddar nýjar táragassprengjur, sem úða úr sér táragasi án þess að springa, og þeim er bæði hægt að skjóta og kasta. 24 VIICAN I4-tb]

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.