Vikan - 10.04.1968, Blaðsíða 19
Ringó óg frú.
KÆRAR ÞAKKIR
Það var niikið um dýrðir
hjá Bítlunum og þeirra
fylgifiskum að lokinni töku
myndarinnar „Magical My-
stery Tour“. Bítlamir buðu
öllum, sem á einhvern hátt
höfðu unnið að myndinni
til veglegrar skrautfatahá-
tíðar, og þar var margt um
manninn — hver silkihúf-
an upp af annarri. Bítlam-
ir hafa oft áður boðið vin-
um sínum og kunningjum
í vegleg samkvæmi en
kunnugir herma, að ekkert
samkvæmi, sem þeir hafi
áður haldið, geti jafnazt á
við skrautfatahátíðina. —
Þarna vom saman komin
öll helztu númerin úr
stjörnuheimi Breta, en
ekki var auðvelt að bera
kennsl á fólkið, svona við
fyrstu sýn: þama gengu um
sali kúrekar, austurlenzk-
ar þokkagyðjur, sjóræn-
ingjar og ýmsar ævintýra-
persónur. Cilla Black var
í gervi Chaplins og heit-
sveinn hennar (lagasmiður-
inn Bobby Willis) var
klæddur eins og nunna! —
Paul McCartney og Jane
Asher voru eins og kóngur
og drottning í ævintýrabók.
— Maureen, kona Ringó,
var eins og Indíánastúlka
í mini-pilsi, en John Lenn-
on var í leðurjakka og
gallabuxum, sams konar
múnderingu og hann var
vanur að klæðast, þegar
Bítlarnir voru óþekktir og
léku í Cavern klúbbnum í
Liverpool. Georg Harrison
var eins og franskur ridd-
ari frá dögum Loðvíks
fjórtánda og Pattie, kona
hans, var eins og austur-
lenzk fegurðardís. Margt
var til skemmtunar á
skrauthátíðinni, en það sem
mesta kátínu vakti var
hljómsveitin „The Bonzo
Dog Doo Dah Band“, grín-
hljómsveit, sem nú er í
miklum metum í Bretlandi.
Þá skemmti einnig Fred-
die Lennon, faðir Johns, og
lék gamli maðurinn á als
oddi, söng og var hinn kát-
asti. Freddie hefur áður
sungið á hljómplötu, en
ekki var John ýkja hrifinn
af því uppótæki. Og svo er
þess að geta í lokin, að sal-
arkynni voru skreytt blóm-
um og einhverjum gróðri,
sem átti að tákna tré, en á
greinunum hengu blöðrur
í öllum regnbogans litum.
Paul McCartney og unnusta
Brezka hljómsveitin „Scaffold" sló heldur betur í gegn
með laginu „Thank U very much“. Þetta lag er ágætt
dæmi um það, hvemig einföld, síendurtekin laglína
getur orðið að skemmtilegri heild með sniðugri út-
setningu. Og útsetning þessa lags er sannarlega óvenju-
leg — lagið er sungið í takt við tif í vekjaraklukku!
Tikk takk —- tikk takk
Lagið „Thank U very much“ varð líka til með nokk-
uð sérstæðum hætti, sem nú skal greint frá. Einn liðs-
manna hljómsveitarinnar og sá þeirra félaganna, sem
mest kveður raunar að, heitir Mike McGear. f ver-
unni er hann alls ekki McGear að eftirnafni heldur
McCartney. Hann er semsé bróðir Paul McCartney.
Ekki alls fyrir löngu gaf Paul bróður sínum japanska
myndavél (Nikon) og þá sagði Mike: „Thank you
very much“ (kærar þakkir) og svo fór hann að raula
fyrir munni sér: „Thank you very much, thank you
very much“. Brátt var þarna komin laglína og út frá
henni spannst lagið vinsæla „Thank U very much“.
Mike er tveimur árum yngri en Paul, en hann hefur
aldrei haldið því á lofti, hver bróðir hans væri enda
var hann staðráðinn í því að bjarga sér sjálfur, þegar
hann stofnaði hljómsveit sína. Hann viðurkennir nú,
að velgengi hljómsveitarinnar sé Paul að þakka, því
að hefði Paul ekki gefið honum myndavélina, hefði
lagið aldrei orðið til.
Liðsmenn Scaffold líta ekki á hljómsveit sína sem
„beat“-hljómsveit. „Við stefnum að því fyrst og fremst
að koma öllum í gott skap. Grínhljómsveit væri nær
sanni,“ segja þeir sjálfir. Þeir eru aðeins þrír — kostu-
legir náungar, eins og myndin ber með sér!
Hljómsvcitin Scaffold. Mike McGcar er lengst til vinstri.
i4. tbi. viICAN 19