Vikan


Vikan - 10.04.1968, Blaðsíða 22

Vikan - 10.04.1968, Blaðsíða 22
SÍOAN SÍBAST Spraufað viö offjölgun Sprauta í handlegginn getur komið til með að forða veröld- inni frá fólksfjölgunarsprengj- unni, sem yfir vofir. Það heldur að minnsta kosti hópur vísinda- manna við Rockefeller-háskóla í New York. Fyrirliði hópsins, dr. Howard Tatum, hefur fundið upp nýtt lyf gegn barnagetnaði, og hefur það þegar verið prófað með prýðis árangri á öpum. í vor á að fara að reyna lyfið á bandarískum konum. Það er kvenlegur kyn- hormón — progestogen — sem sprautað er í handlegg konunn- ar og gerir hana ófrjóa í að minnsta kosti ár. Eftir því sem bezt verður séð er lyfið laust við hinar óþægilegu hjáverkanir, sem fylgt hafa getnaðarvarnapillun- um, og breytir ekki hormóna- jafnvæginu í líkamanum. Lyfið hefur heldur engin áhrif á hið mánaðárlega egglos. Tíðirnar halda áfram sem endranær. Kon- an losnar líka við að muna eftir að taka pillu iim daglega. Dr. Tatum lítur svo á, að varn- arsprautan muni fyrst og fremst koma að góðu gagni í vanþróuðu löndunum, þar sem erfitt hefur reynst að innleiða pillur. Rann- sóknir hafa sýnt, að til dæmis í Indlandi hefur mistekizt að út- breiða pillurnar. Aðeins fjórðung- ur þeirra kvenna, sem boðið var upp á pillur ókeypis, þáðu boð- ið, og um helmigur þeirra hætti að nota þær að nokkrum vikum liðnum. Vísindamennimir banda- rísku segja líka að mjög litla lækniskunnáttu þurfi til að gefa sprauturnar, en hinsvegar þarf til dæmis læknismenntaðan mann til að koma plastspíralnum á sinn stað. Bíafrastríðið: Hvaðan fá þeir peninga fyrir flugvélum? Hundrað þúsund drepnir f Nfgerlu Þegar óeirðir hófust í Nígeríu í maí í fyrra, var almennt litið á þetta sem skærur milli þjóð- flokka. En nú er stríð þetta orðið eitt hið blóðugasta, sem um þess- ar mundir er háð í heiminum. Þegar austurfylkið lýsti sig sjálfstætt ríki og tók upp nafnið Bíafra ásamt þjóðsöng og fána, tilkynnti sambandsstjómin að upphlaupið yrði snarlega kæft með „lögregluaðgerðum". f júlí síðastliðnum, þegar stríðið brauzt út, hafði hinn sjálfskipaði ríkis- leiðtogi Bíöfru, Odumegwu Oju- kwu, á að skipa aðeins rúmlega þrjú þúsund manna her, en tókst á undrastuttum tíma að tvöfalda að fjölda hið illa útbúna lið sitt. Nígeríustjóm undir forustu generalmajórs Yakubu Gowon hafði á sama tíma tólf þúsund manna lið til taks. Síðan hafa herirnir magnazt margfaldlega. Sambandsstjórnin hefur nú á milli fimmtíu og sex- tíu þúsund manns undir vopnum og Bíöfrumenn yfir tuttugu og fimm þúsund. Borgarastríðið er háð af fullum krafti. Bíafra hef- ur orðið sér úti um sprengju- flugvélar af gerðinni B 26, sem voru í brúki í síðari heimsstyrj- öld, nokkrar franskar Alouette- þyrlur og meira segja eldflaugar, er elta uppi skotmarkið sjálfar. Sambandsstjórnin hefur svarað með því að útvega sér rússnesk- ar herflugvélar af gerðinni MIG 15, tékkneskar Delfin-orrustu- flugvélar og brezkar Provost-þot- ur. Hvemig Bíafra hefur náð í pen- ing fyrir vopnum er mönnum hul- in ráðgáta. Þó er hald sumra að þeir fái bæði fé og vopn frá Portúgal. Hingað til hafa að minnsta kosti hundrað þúsund manns verið drepnir í stríði þessu. Morðvopn á morðfjár. Hver á morðvopn Oswalds? Þegar eftir morðið á John F. Kennedy keypti olíukóngur einn í Denver, John King að nafni, bæði morðvopnin — riffil og skammbyssu — fyrir tíu þúsund dollara. Seljandinn var Marina Oswald, sem þá græddi á tá og fingri á því að lána bandarískum blöðum myndir úr fjölskyldual- búminu og dagbækur Lee Har- veys. Síðan þá hefur King átt í erjum við yfirvöldin. Vopnin voru gerð upptæk samkvæmt fyr- irmælum dómsmólaráðuneytis- ins, þótt svo að King hefði bréf upp á að hann hefði keypt þau af Marinu. En yfirvöldin harð- neita að skila hólktmum. Nú hefur olíukóngurinn, sem reynda'r stundar vopnasöfnun sem hobbí, stefnt því opinbera og krafið það um tvö hundruð og fimmtíu milljónir króna í bæt- ur fyrir riffilinn, sem Lee Har- vey Oswald kvað hafa skotið for- setann með og skammbyssuna, sem hann síðan á að hafa notað til að drepa lögreglumanninn J. D. Tippit. King hefur háð harða baráttu síðustu árin fyrir því að fá rétt til að hafa vopnin undir höndum. Eignarrétt á þeim þykist hann þegar hafa. Nú hefur hann ráðið til liðs við sig færa lögmenn og krefst þess að málið verði útkljáð fyrir dómstóli. Hann og lögmenn- irnir segja að vopnin hafi tilheyrt dánarbúi Oswalds sáluga og að Marina hafi því verið í sínum fulla rétti er hún seldi þau. Dæmi Kings hefur orðið Marinu, þeim dugnaðarkvenmanni, til nokkurr- ar hvatningar, svo að hún hefur nú krafið bandarísk yfirvöld um tuttugu og fimm milljónir króna í bætur fyrir ýmislegt dót, sem lögreglan lagði hald á í íbúð þeirra hjóna í Dallas í sambandi við rannsóknina eftir forseta- morðið. 22 VIKAN 14-tbl-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.