Vikan - 10.04.1968, Blaðsíða 29
að eitt hús, fyrir bróður minn
Einar.
— Arkitektinn þarf að vera
bissnissmaður, og það passar ekki
fyrir skapandi listamenn að hugsa
um peninga, segir Kristín.
— Ertu ef til vill að hugsa um
að verða fígúratífur?
— Ég efast um að ég fari út
á þá braut, segir Jóhann. •— Ég
myndi gera það ef ég héldi mig
geta bætt einhverju við það sem
komið er. Það er að vísu freist-
andi að leggja út í þá glímu, mik-
ill challenge, eins og þeir segja
fyrir vestan. En það er raunar
líka mikill challenge að halda
sér við það nonfígúralífa, eða var
það sérstaklega síðustu sjö til tíu
árin, þegar það fígúratífa var í
sem mestum uppgangi. En ég
held mér við abstrakta list vegna
þess, að ég held mig geta bætt
einhverju við það, sem á því sviði
hefur verið gert á þessari öld. Ef
ég væri ekki þeirrar trúar, væri
ég ekki að standa í þessu.
—- Ertu að stofna nýjan skóla,
nýja stefnu?
— Nei, ég held að mín list sé
of sérstæð til að aðrir listamenn
geti notfært sér hana, hvorki
heiðarlega né óheiðarlega. Ég
held ég sé svo lánsamur að vera
öruggur fyrir campfollowers. Það
eru líka menn eins og Modigliani
og Giacometti, svo ég nefni ein-
hverja. Ég met Giacometti hvað
mest af þeim listamönnum, sem
ég þekki til. Hann sér svo ná-
kvæmlega að hann getur ekki út-
skýrt það sem hann sér, finnst
hann ekki geta séð neitt nema í
vissri fjarlægð. Myndir hans eru
allar þannig. Þeirra verður bezt
notið með því að horfa á þær úr
nokkurri fjarlægð.
Hefurðu orðið íyrir áhrif-
um frá honum?
Ég tel mig ekki undir áhrif-
um frá seinum sérstökum, nema
þá óbeinum. En sú var tíðin að
ég var hræddur við að kópíera.
Það kom fyrir að mér fannst ég
sjá eitthvað í myndum mínum
sem ég hefði séð einhvers staðar
áður, og þurrkað’ það jafn-
skjótt út. Nú er ég laus við þessa
ásókn, og ef ég þurrka eitthvað
út nú, þá er það vegna þess að
myndin heimtar það.
í einu herberginu er raðað upp
mörgum veggmyndanna, sem Jó-
hann hefur undanfarið unnið að.
Þar ber mest á gráu alúmíni með
ryðbrúnu járni til mótvægis,
tryllt, ólgandi, andstæðufull form
eins og vellandi hraun eða brim
við sléttan sand. Jóhann segir:
— Klein kallaði myndir sínar
hætlulega hluti, og álti þá við að
fólk mótaðist af því sem það sæi.
Mér dettur þetta oft í hug í sam-
bandi við mínar myndir. Hér hef
ég til dæmis sett rauða skellu.
Kannski sér fólk eitthvað hrylli1
legt við þetta, setur það í sam-
band við blóðlifrar eða þvíum-
líkt. En vonandi sér það síðar að
Framhald á bls. 40.
14. tbi. vikAN 2!)