Vikan - 10.04.1968, Blaðsíða 36
f :
ikeim.
ssileiki
aði upp á hana á hverjum degi.
Þegar Lena komst aftur á fætur,
varð það hennar hlutskipti að
fara á hverjum morgni og sækja
mjólkina fyrir Nelly yfir á bæ
Toms. Hún kynntist pabba hans
og lærði að aka traktor, sýsla
um mjaltavélar og gefa ungkálf-
inum mjólk úr flösku. Dag
nokkurn síðla fann Tom hana á
eftirlætis stað Nellyar undir
stóru eikinni í garðinum. Hún
sat þar og þurrkaði nýþvegið
hárið í sólinni.
— Halló, sagði hann.
— Ó, ég heyrði ekki til þín.
— Ertu ein, sagði hann og
settist hjá henni.
— Nelly fór með Henry í
kaupstaðinn.
Tom var í upplituðum galla-
buxum og bómullarskyrtu.
— Skelfing ertu letilegur,
sagði hún.
— Ég er líka latur. Ég tók
mér frí. Datt í hug, að við gæt-
um skroppið ofan að sjó.
— Við? Þú og ég?
Því ekki það?
— Það er svo langt.
— Það er ekkert langt. Og
ef það líður yfir þig, skal ég
halda á þér.
Lena hikaði.
— Nelly fær slag.
— Skildu þá eftir skilaboð.
— Hárið á mér er ekki orðið
þurrt.
— Það þornar í vindinum.
Hann strauk yfir það hendi. —
Það er næstum þurrt.
— Þá það, sagði Lena og reis
á fætur.
Þau lögðu af stað ofan eftir.
Ylur dagsins lá eins og slæða
yfir sjóndeildarhringnum, hafið
blátt eins og á vordegi. Þau fikr-
uðu sig ofan krókótt einstigið
niður á st.röndina. Hafið niðaði
friðsamlega. Þau gengu niður að
ölduborðinu og reyndu að fleyta
kerlingar. Þau fundu fleka úr
bambusstöngum, bundnum sam-
an með feysknu reipi. Tom reisti
hann upp og skoðaði hann. —
Bambus? Hvaðan kemur hann?
Úr frumskóginum?
— Af árabáti frá Kína, sagði
Lena.
Svo fleygðu þau sér niður á
klettasyllu og Tom lagði höfuðið
í keltu Lenu. — Þú ert ekki
eins mjúk og Nelly, sagði hann.
— En þetta er þó skárra en
ekkert.
— Þú hljómar eins og þú sért
vanur að nota Nelly fyrir kodda.
— Það hefur komið fyrir. Sér-
staklega þegar ég stóð í stíma-
braki við pabba og þegar átti
að reka mig frá skólanum og
áður en ég lærði að haga mér
eins og fullorðinn maður. Nelly
var mér einskonar móðurímynd.
— Mér var það aldrei ljóst,
að þú varst móðurleysingi.
— Jæja?
— Þú varst alltaf svo kot-
roskinn.
Ég er líka kotroskinn.
— Ég er vanur að drekka síð-
degiskaffið hér. Og ég vissi, að
þú varst hér, það var Nelly bú-
in að segja mér. En þú ætlar þó
ekki að segja mér, að hún hafi
skilið þig eftir eina, alveg á
mínu valdi?
Lena gleymdi ákomunum fram-
an í sér og slengdi til hans kodd-
anum. Hann greip hann og eitt
andartak hélt Lena, að hún
myndi fá hann aftur til baka í
sömu mynt, en þess í stað gekk
hann til hennar, lyfti höfðinu
á henni varlega og smeygði
koddanum undir það.
— Ég hélt þú hefðir breytzt,
en það er ekki því að heilsa,
sagði hann .
— Ekki þú heldur. Þú ert
ennþá óþolandi.
Hann hló, og Lena sá um leið,
að það var ekki rétt. Hann var
svo breyttur, að hann var ekki
þekkjanlegur fyrir þann sama.
Hvað hafði eiginlega orðið af
litla freka, sískítuga og óþrifna
pjakknum?
— Ég veit það, sagði hann og
laut fram til að fá sér vínber
úr skál á náttborðinu hjá henni.
— Hvað er annars langt síðan
að þú varst hér síðast? Það eru
að minnsta kosti níu ár. Ég var
þrettán ára þá.
— Og hræðilegur.
— En við skemmtum okkur
vel saman.
— Hræðilega! Af hverju
varstu svona ómögulegur?
— Af því ég var svo lítill,
sv'araði hann sakleysislega. — Ég
var að reyna að gera mig stærri
en ég var.
— Kjaftæði.
— Hvar á ég að láta kjarn-
ana?
— Kingdu þeim. Þá getur vel
verið að þú kafnir.
.— Þetta var fjandsamleg
uppástunga.
— Hún átti líka að vera það.
— Nelly sagði mér, að þú
hefðir orðið að hætta við að fara
til Mallorka, sagði hann. —
Leiðinlegt, að þú skyldir neyð-
ast til þess. En fátt er svo með
öllu illt, að ekki boði nokkuð
gott. Hugsaðu þér, hvað við get-
upm skemmt okkur þá þú kemst
afiur í lóðrétt ásigkomulag. Þá
getum við upplifað bernsku-
ævintýrin. Stíflað lækina og
sleppt út grísunum, rekið sam-
an fleka og hætt lífinu úti á
sjó, kveikt í sinu og drukkið okk-
ur fuil á eplavíni.
— Ég hef aldrei drukkið mig
fulla í eplavíni. i
— Nei, en þú kveiktir í sin-
unni.
— Bara af því að þú sagðir
mér að kveikja bál.
— Við urðum að hafa varð-
eld. Við vorum villimenn!
Það var vont að hlæja; á hinn
bóginn hafði hún ekki hlegið í
langan tíma, og það var að sínu
leyti þægilegt.
Eftir þetta kom Tom og heils-
trlplex 65MLF01
Alls staðar somu gæöin,
sem gert hafa Marlboro
Ieiðandi um allan heim:
Amerískt tóbak -
Amerísk gæði, úrvals filter.
Filter • Flavor • þlip-Top Box
36 VIKAN 14’tbl-