Vikan


Vikan - 10.04.1968, Blaðsíða 47

Vikan - 10.04.1968, Blaðsíða 47
EggiÉellur Þessar eggjahettur eru svo fljótgerð- ar, að þær gætu þakið öll egg á páskaborðinu. Kannski eigið þið líka filt afgangs frá jóladúkunum? Ef ekki er notað filt í þær, heldur einhverjir tauafgangar, verður að fóðra þær með þykku flúneli, sem þá er fest við legg- inguna að neðan. Klippið fjögur sams konar stykki úr filtinu, sjá teikningu. Saumið saman, pressið og snúið við, bryddið með leggingu úr sama efni að neðan. Hetturnar geta verið ein- litar eða marglitar að vild, t. d. tví- litar. Stönguliinn og blöðin eru höfð græn. Rúllið saman filtlengju og saum- ið saman í miðju, klippið í æskilega lengd. Blöðin klippt i þeirri stærð, sem við á. Opnið litið op að ofan til að stinga leggnum niður í, ea. 1/2 cm djúpt, og festið hann þar og síðan eru blöðin saumuð á. Hægt er að gera úr þessu stærri hettur, t. d. yfir stóra eggjaskál og nota hana þá sem tehettu annan tíma ársins. Eggin eru máluð með Op-munstri og þarf þá aðeins svartan lit. 2 matsk. chilisósa, 6 harðsoðin egg skoiin í sneiðar, 2 tsk. söxuð persilja. Blandið öllu i heita hvítu sósuna og berið fram á heitu rist- uðu brauði. Þennan jafning má gera á fleiri vegu, t. d. 1) með því að sjóða fyrst 1 tsk. smásaxaðan lauk og 8 kjúklingalifrar í feit- inni, áður en hveitið og mjólkin er sett í jafn- inginn. 2) Með þvi að bæta túnfiski, lax eða rækjum í jafninginn. 3) Með þvi að bæta sax- aðri skinku eða lifur í. 4) Með því að bæta soðnu grænmeti eða niðursoðnum baunum eða spergli i, sömuleiðis sellerí eða blómkáli. Líka má setja rifinn ost í sósuna, en í öllum sósutegundum, eru harðsoðnu eggjasneiðarnar aðalatriðið. E<l</ í hlaupi. 4 harðsoðin egg, 1 kúfuð matsk. matarlím, 1 'á dl kjötsoð, 2 Vi dl. hvit uppbökuð sósa (venjulegur jafningur með mjólk), 2% dl tóm- atsósa, 4 matsk. rjómi, 1% dl kjöthlaup, harð- soðin eggjahvíta og tómatar til að skreyta með. Skerið eggin i hálft eftir endilöngu og setj- ið á grind með sárið niður. Leysið upp mat- arlímið í kjötsoðinu og setjið helminginn í hvítu sósuna og hinn helminginn í tómatsós- una, bætið 2 matsk. af rjóma í hvora sósu og látið standa þar til það er næstum stíft. Þekið helming eggjanna með hvíta hlaupinu, hinn helminginn með tómathlaupinu, og þegar hlaupið er orðið stíft er glæru kjöthlaupi hellt yfir og látið stifna, skreytt síðan með saxaðri harðsoðinni hvítu, borið fram á salatblöðum, ef þau fást. E<W í ffratin. Skerið G harðsoðin egg eftir endilöngu i hálft, setjið í smurt form og þekið með ostasósu, gerðri þannig: 3 matsk. smjör brætt, 2 matsk. hveiti bakað upp í því, jafnað út með 2 bollum af mjólk, 1 tsk. salt og % tsk. pipar sett í, 2 bollar af rifnum osti og 1 tsk, worcestershire- sósa sett í ásamt 1 tsk. rifnum lauk og 1 tsk. þurru sinnepsdufti, hrært yfir lágum hita þar til osturinn hefur bráðnað. Sósunni hellt yfir eggin og raspi hrærðu með smjöri stráð yfir og papriku. Bakað í meðalheitum ofni í ca. 25 min., eða þar til það er ljósbrúnt. 14. tbl. VIKAN 47

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.