Vikan - 10.04.1968, Blaðsíða 48
r
"\
f
KJOLA-
EFNI..
LAUGAVEGI 59 SÍMI 18647
Bezt fellur honum að ráða fyrir
öðrum, þannig að metnaður hans
og athafnavilji hafi sem lausastan
taum. Persónulegum heiðri sínum
er hann mjög næmur fyrir.
I stjórnmálum eru eðlisávísanir
mikilvægar, enda kveður mikið að
hrýtlingum í þeirri grein. Þar eru
þeir harðir af sér og framgjarnir,
svo sem víðast annars staðar. I
verkalýðsmálum eru þeir manna
fyrstir til að hvetja til verkfalla. —
Venjulega hallast þeir að öfga-
stefnum, jafnt til hægri og vinstri.
Meðal slíkra stjórnmálahrúta má
nefna Bismarck, Leon Blum, Crom-
well, franska kommúnistaforingj-
ann Thorez, Krúséf og að lokum þá
félagana Hitler, Göring og Ribben-
trop.
Meðal listamanna í hrútsmerki
kveður ekki hvað sízt að mynd-
höggvurum. — Yfirleitt hneigjast
hrútlistamenn að því að tjá sig
á litríkan og ofsafenginn máta.
í verkum þeirra kveður mikið
að bóði, eldi, afreksverkum,
bardögum, því dýrslega, villta
lastafulla, siðlausa. Við getum til
dæmis drepið á Goya, Baudelaire,
van Gogh.
Fútúrisminn i myndlist var hvað
helzt borinn uppi af hrútmennum.
Þeir eru últra-realískir rithöf(|ndar,
hvassyrtir gagnrýnendur og ’sfkáld,
sem hefja til skýjanna það hrylli-
lega og spennuþrungna.
I peningamálum eru hrútar mikl-
ar eyðsluklær og kaupa jafnan það,
sem þeim lízt vel á, hversu hátt sem
verðið er. Engu að síður geta þeir
orðið miklir fjármálamenn, enda er
orðskviðurinn: sá sem engu hættir,
ekkert vinnur, eins og stílaður upp
á þá. John Pierpont-Morgan, stál-
kóngurinn sem stofnaði stærSta auð-
hring veraldar, var hrútur; það
var Alfred Krupp líka. Sú til-
hneiging hrútsins að tefla á tvær
hættur og leggja allt undir, getur
hins vegar komið honum alvarlega
í koll á þessu sviði. Ófarir í fjár-
málum geta svift hann trúnni á
sjálfan sig — og allt annað. dþ.
^ 8-7-6-4-2
y Á-G-9-8
4 6-4-3
* Á
A Á-K-D-10-9 N
y 3
4 K-G-8 V A
Jfr K-D-7-6 S
A G-5-3
y 4
4 10-9-7-5
4, G-9-8-5-4
A ekkert
y K-D-10-7-6-5-2
4 Á-D-2
Jf, 10-3-2
Suður er sagnhafi í sex hjörtum, eftir að Vestur er búinn
að segja spaða af miklum krafti. Vestur doblar sögnina, enda
er honum það varla láandi.
Út kom spðakóngur, sem trompaður var heima. Þá var lát-
inn út hjartakóngur og drepinn með ós í borði. Aftur kom
spaði úr borði .... Og hvernig eigum við nú að vinna
spilið?
Við trompum spaðann, tökum á lauíásinn í borði, enn
trompaður spaði heima og síðasta laufið úr hendi trompað í
borði. Þá er komin upp þessi staða:
A 8
y 9
4 6-4-3
* —
A Á
V —
4 K-G-8
* K
A —
y io-7
4 Á-D-2
* —
Blindur er inni. Við spilum spaðaáttunni og fleygjum í hana
tígultvisti. Vestur verður nú annað hvort að koma út í tvö-
falda eyðu eða spila upp í ás-drottningu í tígli.
Hefði Vestur getað hnekkt spilinu? Svo virðist sem spaða-
útspilið í byrjun sé ofureðlileg og rökrétt útkoma, en sjáum
nú hvað gerist, ef út kemur hjartaeinspilið strax í upphafi.
Þannig nær sagnhafi ekki að trompa spaðann nógu oft, þar eð
innkomur vantar í blindan. Fyrir bragðið næst aldrei enda-
staðan og spilið tapast.
Skynsamlegasta útkoman gefur andstæðingunum spilið.
Lexían er semsé þessi: varizt að spila bridge af skynsemi.
Eða hvað?
48 VIKAN w-tbl-