Vikan


Vikan - 10.04.1968, Blaðsíða 32

Vikan - 10.04.1968, Blaðsíða 32
IONSON CAN-DO MEÐ RAFMAGNSDÖSAUPP- TAKARA OG HNlFABRÝNI. 1. Hnífabrýni. 2. Dósaupptakari. 3. Fyrir kartöflumús. 4. Bretti fyrir vélina og fylgihluta. 5. Fyrir drykki. 6. Þeytari fyrir rjóma og fleira. k HANDHÆGG HRÆRiVÉL, LÉTT, AUÐVELD í NOTKUN. DRAGIÐ EKKI LENGUR AÐ KYNNA YÐUR KOSTI CAN-DO. EINKAUMBOÐ: I.GuömundssonSCo.hf. Hverfisgata 89 - Reykjavík Hrútsmerkið (21. marz — 20. apríl); Athaínasemi þín fær ekki útrás á vinnustað og þú verður mjög röggsamur heimafyrir. Sýndu menn- ingarmálum áhuga. Þú þarft að hugsa um fleira en sjálfan þig og víkka sjóndeildarhringinn. 0 Vogarmerkið (24. september — 23. október) Það er mjög áríðandi að þú safnir ekki lausaskuld- um. Þær geta hæglega vaxið þér yfir höfuð. Til- raunir þínar heppnast vel. Gleymdu ekki að fjöl- skylda þín á mikið undir ákvörðunum þínum. ,\asm Nautsmerkið (21. apríl — 21. maí): Heimsæktu vini þína og reyndu að koma lífi í gamlar glæður. Þú hefðir gott af að stunda íþróttir af einhverju tagi. Þú hefst eitthvað óvenjulegt að á sunnudag, en það verður þér til góðs. Drekamerkið (24. október — 22. nóvember): Gamall skólafélagi þinn á við mikla erfiðleika að etja; sýndu honum skilning og hjálpsemi. Vikan er hagstæð til ýmisskonar tilrauna. Eyddu frístundun- um í sem mestum rólegheitum. & A m Tvíburamerkið (22. maí — 21. júní): Vertu ekki of einráður. Það er heimskulegt að taka ákvarðanir, áður en þú færð tækifæri til að afla þér nægilegra gagna. Þér hættir til að gera of mik- ið veður út af smámunum. Bogamannsmerkið (23. nóv. — 21. desember): Hafðu gát á tungu þinni, talaðu ekki eins og hver vill heyra, það lítur ekki trúlega út til lengdar. Reyndu að standa við gefin loforð, þótt þú hafir mikið að gera. Laugardagur er nokkuð varasamur. # Krabbamerkið (22. júní — 23. júlí): Þú ert fjárhagslega vel stæður, en vertu varkár. Eyddu sem minstu fé þessa vikuna. Sinntu starfi þínu af alúð, leggðu þig fram til að húsbændur þínir hafi sem mest gagn af. Steingeitarmerkið (22. desember — 20. janúar): Þú hefur áhyggjur af eignum þínum. Óreiða á vinnu- stað kemur af stað öngþveiti sem erfitt verður að lagfæra. Hafðu vakandi auga með því hvað er að gerast i kringum þig. w Ljónsmerkið (24. júlí — 23. ágúst): Brjóttu vandamálin til mergjar. Ef þú leggur þau niður fyrir þér í smáatriðum finnurðu fljótlega lausn- ina. Kauptu vel inn til helmilisins, það getur ver- ið að bú verðir fyrir einhverjum töfum í vikulokin. Vatnsberamerkið (21. janúar — 19. febrúar): Þú sérð nýjar hliðar á ýmsum þýðingarmiklum mál- um, ef þú gefur þér tíma til að hugsa. Sláðu ekki hendinni á móti neinum tilboðum sem fela í sér. skemmtun eða þægilega dægradvöl. Meyjarmerkið (24. ágúst — 23. september): Þú tekur á móti mörgum gestum og skemmtir þér vel, en eigi að síður ertu þreyttur og feginn, þegar allt er um garð gengið. Sýndu bágstöddum kunn- ingja þínum að þú viljir aðstoða hann. Fiskamerkið (20. febrúar — 20. marz): Reyndu að koma málum þínum á framfæri. Forð- astu að koma ieiðindum af stað. Komdu beint fram- an að hlutunum. Vertu ekki með óþarfa vífilengjur sem aðeins eru til tafa.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.