Vikan - 10.04.1968, Blaðsíða 16
Allan daginn hafði húsið leikið á reiði-
skjálfi af áköfu rifrildi. Lena, ástæðan til
rifrildisins, var sú eina, sem ekki tók þátt í
því. Hún lá rauðflekkótt í bólinu sínu uppi
á lofti og vorkenndi sér ósköp.
— Ég skil ekki, hvers vegna við getum
ekki frestað þessari anzkotans ferð. Ég hef
raunar aldrei verið spenntur fyrir að fara,
þrumaði pabbi hennar á leið í morgunkaffið.
— Oh, Georg, stundum gæti ég myrt þig,
heyrði Lena móður sína segja. — Það er
búið að kaupa farmiðana, og Lena vill alls
ekki að við sitjum þetta af okkur bara til
þess að ....
Svo var eldhúshurðinni skellt, og Lena
heyrði ekki meira. En síðar um daginn
héldu háværar umræðurnar áfram.
— Við frestum ferðinni um viku, sagði
pabbi hennar.
— Lena getur samt ekki farið, vegna
smithættunnar.
— Erum við þá ekki útbíuð í smiti líka?
— Þú veizt vel, að við öll hin erum búin
að fá mislingana. Þar að auki verðum við
að taka tillit til Rogers.
Roger var yngri bróðir Lenu, og nú ætl-
uðu þau í fyrsta sinn að fara öll saman í
sumarleyfi til beztu vinkonu mömmu frá
skólaárunum og búa í húsi hennar á Mall-
orka. Hún var guðmóðir Rogers og móðir
Allans.
Allan var tuttugu og sjö ára, hár, dökkur
yfirlitum og óleyfilega glæsilegur. Um það
bil fyrir hálfu ári hafði honum lostið niður
eins og sprengingu í tilveru Lenu. Um leið
og I.ena bar hann augum var hún yfir sig
ástfangin; hún lifði fyrir það eitt að hann
hringdi, byði henni út að borða eða í öku-
ferð í litla, græna, bílnum.
Hún vissi, að foreldrar hennar voru ekki
ýkia hrifnir af sambandi þeirra. Mamma
hennar taldi víst, að þetta myndi enda með
ósköpum, og pabbi hennar sagði, að hann
hefði alltof mikið fé handa á milli til þess
að það yrði nokkurn tíma maður úr honum.
Mallorkaferðin hafði verið hugmynd All-
ans. Hann ætlaði að fara þangað í marz, og
hvað var því til fyrirstöðu að Lena kæmi
með? Og reyndar allur flokkurinn?
í fyrstu voru 100 ljón á veginum, en smám
saman varð það sannfæring foreldra Lenu,
að hún hefði einmitt gott af því að um-
gangast Allan stöðugt í þrjár vikur, til þess
að komast yfir þetta ástarskot.
Svo þau sögðu já takk.
Lena hafði hlakkað til fararinnar allan
veturinn. Og nú fékk hún mislingana! En
sú svívirða! Hún hefði heldur viljað lenda
í dramatísku slysi og deyja!
Daginn út lá hún og vonaði, að Allan
hringdi, að hann kæmi blaðskellandi og
krefðist þess að fá að koma til hennar þrátt
fyrir alla pestarsýkla. Að hann segðist held-
ur ekki fara fet, úr því hún kæmist ekki,
heldur myndi hann verða kyrr og hugsa
um hana. En Allan hvorki kom né hringdi.
Hins vegar kom sendill með blómabrúsk.
— Lena, fjandans óheppni hjá þér. Ég
vona, að þú sért ekki alltof niSurpípt og
að rósirnar þær arna hressi þig við. Kær
kveðja, Allan.
Hún las kortið tvisvar áður en hún sleppti
því á gólfið.
— Ekki gráta, elskan, sagði mamma henn-
ar.
— Ég er ekki að gráta, kjökraði Lena.
— Rósirnar eru reglulega fallegar.
En hún vildi engar rósir. Hún vildi Allan.
Hún velti sér á grúfu og fól rauðflekkótt
andlitið í koddanum. Þannig lá hún enn
16 VTKAN 14 tbl-
HEILLASTIND
SMÁSAGA
EFTIR
ROSAMUNDE
PILCHER
þegar pabbi hennar kom heim.
— Jæja, sagði hann og settist á rúmbrík-
ina hjá henni. — Hvernig líður þér?
— Skítlega.
— Nú er allt komið í lag.
— í lag? Hvað?
— Já, við getum ekki skilið þig eftir
eina heima með mislingana og allt það. Svo
þú átt að vera hjá Nelly.
Hakan sé á Lenu, meðan hún melti þessi
tíðindi.
Hjá Nelly?
— Já, hún iðar í skinninu að koma hönd-
um yfir þig aftur.
Nelly var fyrrverandi fóstra Lenu. Þegar
Lena var átta ára, giftist Nelly og flutti
niður á Skán. Það var nóg að nefna nafn
hennar, til þess að Lena fyndi til öryggis-
kenndar. Allt í einu fann hún, að Nelly var
einmitt það, sem hún þurfti mest með nú.
— Þegar til kastanna kemur, hélt pabbi