Vikan


Vikan - 10.04.1968, Blaðsíða 39

Vikan - 10.04.1968, Blaðsíða 39
HÁRKOLLUR handunnar, vélunnar, mikið úrval. — Pöntum eftir máli ef óskað er toupe fyrir dömur og herra. PEYSUFATAFLÉTTUR einlitar, grásprengdar. — Peysufataspennur — Bein-hárnálar Hárnet, gróf og fín — Perluhárnet. BÁRTQPPAR mikið úrval, lengd frá 15—60 cm. —- Slöngulokkar — Töskur íyrir hártoppa. Statív fyrir hárkollur - hárkollutöskur lakk - hreinsivökvi - glans og næring Töskur fyrir hórtoppa G. M. hiiii Þingholtsstræti 3 - Sími 24626 — Og þú, hrein hún að Tom. — Þú ferð beint heim og í þurra leppa í staðinn fyrir að hanga hér og láta leka úr þér bleyt- una á nýþvegið gólfið mitt! Þú hefur víst ekki hugmynd um, að Lena er nýrisin upp úr veik- indum? Ætlarðu aldrei að geta lært að taka tillit til annarra, sláninn þinn? Þar með arkaði Nelly af stað upp stigann, en allt í einu mundi hún eftir nokkru. — Þetta er til þín, sagði hún, tók bréf upp úr svuntuvasa sín- um og henti til Lenu. Hún opnaði bréfið. Lena, elskan mín! Mamma þín lét mig fá utanáskríftina þína og ég skrifa til að segja að ég verð að fara fyrr en ég ætlaði aftur til Gautaborgar vegna starfsins. Ég verð kominn þang- að, þegar þú fœrð þetta bréf. Hvenær kemur þú til baka? Ég þarf á eiríhverjum að halda. sem getur hresst mig upp. Kann- ske get ég skotizt til þín um hélgina. Heldurðu, að þessi gamla vinnukona geti haft flet handa mér? Það var dýrðlegt á Mal\orka. Fólkinu þínu líður vel. 1000 kossar, Allan. Hún las bréfið aftur, og hægt og hægt varð henni ljóst, að það sem fyrir tveimur vikum hefði verið hreinasta Paradís, var einkar bragðlaust í dag. Hvenœr kemur þú til baka? Ég þarf á eiríhverjum að halda, sem getur hresst upp á mig. Henni hafði ekki verið vanþörf á slíkri hressingu, en hafði hann hugsað út í það? Heldurðu, að þessi gamla vinnukona geti haft flet handa mér? Nei, það getur hún ekki, og hún er ekki gömul vinnu- kona, heldur bara Nelly, reiða, þrasandi, dásamlega Nelly. Það var dýrðlegt á Mállorka. Dýrðlegt án hennar. Hann mátti halda áfram að eiga dýrð- lega daga án hennar. Allt í einu fannst henni, sem hún losnaði undan oki. Hún leit upp, og sá að Tom stóð þarna ennþá og starði á hana. Þá fór hún að hlæjja og reif bréfið niður í smátætlur. Svo kastaði hún sér í fangið á Tom. — Tom ....... — Já? — Þetta með að vera kyrr hér og hugsa um búið og verða gamall ..... — Já? — Þetta er rétt hjá þér. Við gætum átt svo dável saman. ___________________________☆ Hin vota gröf Framhald af bls. 31. Hverju áttirðu von á undir þess- um kringumstæðum. Bart settist upp. — Hvar er er hún? Hver hugsar um hana? Barbara kom út úr skuggan- um við dyrnar og brosti ófram- færnislega. — Ég er ófaglærði sjálfboðaliðinn, sem Nile læknir var að tala um, Bart. — En ég vil ekki, að þú vak- ir.... — Þegiðu, sagði Nile læknir vingjarnlega. — Sjúklingar hafa engin réttindi. Fylgizt bara með honum samkvæmt mínum fyrir- mælum, ungfrú Home. Ef nokk- uð breytist hafið þá samband við næturhjúkrunarkonuna, og þá fær hann allar þær pyndingar, sem ég kvað á um, ef til kæmi. Nú verð ég að fara. Þegar þau voru orðin ein, stillti hún ljósið frá andliti hans. Svo hristi hún koddann, strauk um enni hans með handarbakinu, dró stól að rúmstokknum og settist hjá honum, andlit hennar alvar- legt og laglegt í daufu endurskin- inu af ljósinu. NYTT FRÁ RAFHA w. tbi. VIKAN 39

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.