Vikan


Vikan - 10.04.1968, Blaðsíða 31

Vikan - 10.04.1968, Blaðsíða 31
um og flautaði aftur. Það hlakk- aði einhvers staðar í fugli. Hæg- ur vindblær feykti nokkrum lauí- um af nærstæðri eik og nokkur þeirra lentu ofan á dimmu vatn- inu og flutu þar kyrrlátlega. Skógurinn var hávaxinn um- hverfis vatnið. Einhversstaðar rumdi í froski. Þögnin var ein- kennilega áþreifanleg. Hann leit á fleytuna og gekk út á mjóa bryggjuna. Hann stóð þarna og starði út á vatnið. Allt í einu varð mikill buslugangur við fæt- urna á honum og um leið og hann leit niður var gripið í ökkl- ana á honum, hann féll þunglega og lennti með axlir og hliðhallt höfuðið á bryggjubrúninni um leið og hann lenti í vatninu, en hugsunin skírðist þegar í stað af köldu vatninu og hann reyndi að sparka sér lausum frá því, sem hélt í hann og synda í áttina að bryggjunni, en þótt hann tæki sundtökin, sá hann að hann dróst í áttina burt frá landi, út á mitt lónið. Hann sneri sér við og sá helminginn af andlitsgrímunni upp úr vatninu, rennvotan dökk- gullinn hármakka, dimmblá augu pírð og ákveðin. Hann kreppti fæturna snögglega til að rífa sig lausan og reyndi að ná til hennar. Hún sleppti honum, en um leið og hann reyndi að synda að bryggjunni, greip hún aftur um ökklana á honum og tosaði honum lengra frá ströndinni. Þrisvar sinnum sleppti hún hon- um og þreif hann aftur. í þriðja skiptið, sem hún náði honum, dró hún hann í kaf, í stað þess að draga hann út á vatnið. Hann kreppti sig saman og seildist eft- ir henni. Hún sleppti, hann skaut upp kollinum, dró djúpt andann og var þegar í stað dreginn í kaf á ný; hann minntist þess hvern- ig Lucille Phelps hafði drukknað, án þess að nokkuð sæi á henni, þetta gat ekki endað nema á einn veg. Örmögnun, öirvænting, dauði. Skip Kimberton hafði sennilega farið sömu leið og lá hér einhversstaðar á botninum. Næst þegar hún rykkti honum í kaf, kreppti hann sig saman, spyrnti sér niður og réðist á hana af öllu afli. Hann náði engu taki á hálu hörundinu hún hvarf hon- um þegar í stað. Hann opnaði augun í kafi og reyndi að ná til hennar, en sá hana synda fim- lega, utan seilingar hans, í hálf- hring, þokkafulla veru, vökula, jafn óbugandi og miskunnarlausa og hákarl, og sunduggarnir á fót- unum hreyfðust hraðar en hann hefði getað synt, jafnvel án þess- ara hræðilega þungu fata. Hann tróð marvaðann til að komast upp á yfirborðið, en hún náði honum áður. Hann sleit sig laus- ann og sparkaði á eftir henni, en missti, hún greip aftur um ökklana á honum og dró hann niður. Það fór krampi um lung- un af áreynslunni. Samt tókst honum að halda hálsinum lok- uðum með einstæðu viljaþreki, hann seildist eftir úlnliðum'henn- ar, en hún sleppti honum og greip hann aftur, áður en hann náði yfirborðinu. Þetta var of lang- ur tími. Hálsinn opnaðist og loft- ið brauzt út úr honum eins og sprenging og hann andaði að sér óhreinu, gulu vatninu, og það færðist yfir hann einhverskon- ar draumur og hann heyrði tón- list og fannst hann svífa um í gulum satínböndum og varð nokkurnveginn sama. Þegar hann fann sig fjara út eins og ljós, sem slökkt er hægt og hægt, skynjaði hann að hún var komin miklu nær, hafði vaf- ið sig utan um hann. Gegnum sívaxandi myrkrið fann hanrt hvernig fingur hennar grófust f bak hans, sá hana keyra höfuðið aftur á bak og gat ekki betur séð en hann sæi hræðilega sælu- kennd lýsa af sundgrímuklæddu andlitinu. Augu hennar voru lok- uð. Hann lyfti hendinni upp í andlitshæð, sneri handarjaðrin- um í átt að hálsi hennar og sló> svo á þennan sveigða háls, eins fast og hann gat í vatninu; í hálfdraumnum varð hún laus við hann og færðist fjær, sneri sér við og upp úr öðrum geyminum á baki hennar barst stöðugur straumur af loftbólum. Hún kom við fótinn á honum. Hann kreppti fótinn og sparkaði í hana af öllu afli og barst upp á yfirborðið og'. kom inn í myrka veröld, skyrptii og hóstaði og kokaði og fann>. allt í einu aftur til sársauka og: örvæntingar. Hann greindi; bryggjuna við hinn endann á. heiminum og tók að berjast þang- að með dýrslegum, ósjálfráðumi hreyfingum, eins og slasaður hundur, sem reynir að dragast út fyrir þjóðveginn. Hún skaut upp kollinum um meter fyrir framan hann, froðufellandi og: með sporðaköstum eins og stór,. særður fiskur, sneydd allri skyn- semi og miskunn. Hún beit af afli um munnstykkið, stökk á hann, náði í úlnlið hans og dró> hann niður. Hann sló hana með hnefanum. Svo reif hann munn- stykkið út úr henni. Aftur komu þau upp á yfirborðið, samanflækt og bæði að reyna að ná undir- tökunum. Hann fann að hún beit af öllu afli í öxlina á honum í gegnum fötin, og dró hann með sér niður í myrkrið einu sinni enn... Hann var sáróánæglður, það var einhver að ónáða hann. Það var einhver að láta hann hósta og koka og hann kastaði upp;: hann vildi fá að sofa. Þessi of- urþungi kom aftur og aftur á bakið á honum og pressaði úr honum allt loftið. Hann náði í brúnina á pallinum, sem hann lá á, og reyndi að forða sér undan þessum þrýstingi. Þá linnti hon- um. Hann stundi og velti sér á hliðina, og horfði inn í óskýra afmyndun af andliti Barböru. Einhver reyndi að halda honum niðri, en hann ýtti þeim sama frá sér og settist upp. — Er allt í lagi með þig, elskan? spurði hann með rámri og hrjúfri röddu og teygði sig fram lil að koma við kinnina á henni. Hún tók að hlæja og gráta í senn. Hann vissi ekki hvemig hann átti að taka því. Það virtist einkennilegt viðbragð við full- komlega eðlilegri spurningu. Svo heyrði hann sérkennilegt hljóð, eins og urr í villidýri, það var Jezzie Jackman og þrekinn, ein- kennisklæddur, ókunnugur mað- ur hélt handleggjum hennar fyrir aftan bak. Köfunartankamir lágu í grasinu. Rennblautur köfunar- búningurinn límdist að líkama hennar og sterklegir vöðvamir hnykkluðust og byltust, þegar hún reyndi að losa sig, hún var næstum of sterk til að maðurinn réði við hana. Walmo kom hon- um til hjálpar. Þegar hann reyndi að ná taki á henni, glefsaði hún til hans. Barbara fól andlitið í höndum sér. Walmo virti hana aðeins fyrir sér og þegar heppi- legt tækifæri gafst, gaf hann henni snöggt högg á kjálkann. Hún sé niður og missti meðvit- und. Þeir stungu henni inn í fangabúrið aftan í lögreglubíln- um og vöfðu um hana teppi. Á leiðinni til sjúkrahússins ók Walmo bíl Skips, en Barbara sat á milli þeirra. Walmo sagði Breckenridge hvað komið hafði fyrir Skip Kimberton. Það var áfall fyrir Breckenridge. Svo sagði Walmo honum frá Barböru. — Við sáum ykkur eigast við, þarna úti á vatninu, um leið og við komum. Ég flýtti mér út En þessi stúlka þaut framhjá mér eins og eldflaug og beint fram af bryggjusporðinum, og handleggirnir á henni voru eins og vindmylla meðan hún synti út til ykkar. Þið Jezzie voruð horfin. Við Pete hlupum að bátn- um, hjuggum hann lausann og rérum út. Þegar við komum þang- að flutuð þér á grúfu, en stúlk- urnar tvær voru í hörku slags- málum, við urðum að lemja Jezz- ie í hausinn með árinni, áður en hún sleppti. Svo innbyrtum við ykkur þrjú, rerum til baka og þessi stúlka byrjaði öndunaræf- ingar á yður, strax í bátnum. Þér sáuð, hvernig Jezzie var, þegar hún raknaði úr rotinu eft- ir árina. Ég hef aldrei nokkum tíma.... Breckenridge fékk óviðráðan- legt og ofsalegt hóstakast. Bar- bara hélt fast um höndina á hon- um. Walmo þandi bílinn í hundr- að og fimmtíu og hélt flautu- hringnum niðrL Þegar Breckcjnridge fékk mál- ið á ný, sagði hann: — Hún... faldi sig undir bryggjunni... — Reyndu >ekki að tala, vinur, sagði Barbara. — Þetta var hræðilegt. Nú er því lokið. Reyndu bara ekki að tala. Hann fékk einkaherbergi. Hon- um voru gefin lyf gegnum munn- inn og beint í æð. Hann sá Nile lækni bregða fyrir og svo sofn- aði hann. Þegar hann vaknaði aftur, var aldimmt. Nile var að hlusta hann. — Hvaða ógnar til- stand er þetta? spurði Brecken- ridge fýlulega. — Svona lagað hefur gerzt áð- ur. Björgun fyrir kraftaverk, svo lifir sjúklingurinn ekki lungna- bólguna af, hann er veiktaður eftir áfallið og lungun full af fúlu vatni. Þegiðu og reyndu að vera rólegur. Ungfrú Barbara hringdi til yfirmanns þíns í New York og sagði honum upp alla þína sólarsögu. Ég held, að þeir vilji fá hana til að gera auglýs- ingasöngleik fyrir fyrirtækið. — En Jezzie? Nile stakk hitamæli upp í hann. — Hún þagnaði ekki fyrr en seint í kvöld. Héraðssaksóknar- inn kom með sálfræðing og hrað- ritara og segulband, og fjöldann allan af fólki, og allir voru látnir sverja. Hún játaði allt. Hún setti Lucille stefnumót við vatnið. Fór snemma í mat. Lagði bílnum sín- um á næsta troðningi. Var kom- in út í vatnið í öllum tygjum og beið eftir að Lucille synti út til hennar, hvað hún gerði. Svo tók hún lykilinn og peningana. Brenndi þá alla, hvern einasta dollar. Þetta voru syndugir pen- ingar, sagði hún. Mælti sér mót við Gus og sló hann niður. Keyrði lúkuna uppundir rifjahylkið á honum og stöðvaði hjartað með handafli, og sendi hann svo af stað í bílnum. Lamdi Skip niður með blýi og drekkti honum í sínu eigin baðkeri, ætlaði að binda stein við þig og skilja þig eftir í vatninu, en fyrirkoma bílnum úti í skógi. Skip og Bar- bara áttu að enda í stationbíln- um á botni Tylftarvatns. Hún skýrði frá þessu öllu með hljóð- látri, sakleysislegri röddu. Það var eins og hún væri að afsaka að hún hefði ekki getað lokið ætlunarverki sínu. Hann tók hita- mælinn út úr honum. — Aðeins yfir normal, sagði hann. — Borg- in er full af blaðamönnum, hvaðanæva að. — Hvað er klukkan? — Ellefu. Ég vil að þín verði vandlega gætt. Fáir þér einka- hjúkrunarkonu. Ég náði ekki í neina. Ef þú sýnir minnstu merki um lungnabólgu, vil ég að þú verðir dældur fullur af varnar- lyfjum. Ég verð að nota ófag- lærðan sjálfboðaliða, er þér ekki sama? Ef ekkert verður komið fram á morgun um hádegið, út- skrifa ég þig. — Mér er rétt sama. Hvað er að frétta af Barböru? Nile glotti. — Hún er alveg í rusli, Bart. Féll alveg saman. Framhald á bls. 39. 14. tbi. VIKAN 31

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.