Vikan


Vikan - 24.04.1968, Blaðsíða 10

Vikan - 24.04.1968, Blaðsíða 10
SJftNVARPID GETIIR VERII Foreldrar og kennarar þurfa nú að glíma við nýtt vandamál í velferðarríkinu: sión- varpið og áhrif þess á börnin. Þetta vandamál hefur verið rætt mikið á Norðurlöndunum að undanförnu. Nágrannaþjóð- ir okkar hafa horft á sjónvarp talsvert lengur en við. Þess vegna er ekki ósennilegt, að vanda- mál þeirra verði áður en varir einnig okkar vandamál. Enginn ber á móti því, að siónvarp- ið er áhrifamesta miðlunartæki, sem nútíminn hefur fundið upp. Það hefur marga og góða kosti. Það er m|ög menntandi þegar bezt læt- ur, víkkar sióndeildarhring almennings og gerir líf hans auðugra að skemmtun og tilbreytingu. En sjónvarpið hefur líka sína ókosti. Það getur gert menn að þrælum sínum, ríkt yfir lífi þeirra og stoiið öllum tíma þeirra. Það ber þvl að gæta hófs í að njóta þess og umfram allt gæta vel- ferðar barnanna ( sambandi við þetta undra- tæki. .-«>»»»« ... . / ■ -i»»nÉtÉiw * Auðvitað sigrum við sjónvarpið, en ekki það okkur. En til þess að svo verði þurfum við að gera okkur jafnt grein fyrir göllum sjónvarpsins og kostum þess. Við þurfum að nióta kosta þess, en búa þannig um hnútana, að gallar þess skaði okkur ekki. Það væri því ekki úr vegi, að rekja í stuttu máli svolítið af umræðum nágranna okkar um stærsta ókost siónvarpsins: slæm áhrif þess á börnin. Því verður ekki á móti mælt, að það er afar óhollt fyrir börn að horfa á sjónvarp heilu kvöld- in, fram undir miðnætti eða jafnvel lengur. Þeg- ar þau mæta í skólanum daginn eftir, eru þau svefnvana og sljó og alls ekki móttækileg fyrir þeirri fræðslu, sem reynt er að koma á fram- færi við þau í skólanum. Skólastjóri í Nordland ( Noregi, Olav Nyás að nafni, er einn af mörgum uppeldisfræðingum, sem hafa hafið baráttu fyrir skynsamlegri notk- un siónvarps með tilliti til barnanna. ,,Það er foreldrunum að kenna, ef börnin fá ekki nægilegan svefn vegna sjónvarpsins," sagði Nyás í blaðaviðtali nýlega. „Þetta bitnar fyrst og fremst á skólunum, því að það er vonlítið að ætla sér að kenna börnum, sem mæta morg- un eftir morgun grútsyfiuð og sljó í skólann. Þreyta og sljóleiki eru stærstu vandamálin, sem skólar í Noregi þurfa nú að glíma við. Ástandið í þessum efnum er skárra úti á landsbyggðinni, þar sem börn njóta meiri útiveru við ýmis létt störf, sem þau eru látin inna af hendi. Til skamms tíma voru börnin í borgunum allt of lengi úti á kvöldin. Þetta var áður stærsta vanda- mál okkar. En nú eru þau ekki lengur úti að flækiast fram eftir öllum kvöldum, heldur sitja ( stofunni heima hjá sér og glápa á sjónvarpið. Af tvennu illu er hið síðari lítið skárra." í viðtölum við skólastióra hafa margir for- eldrar lýst því yfir, að þeir séu í rauninni með öllu varnarlausir gagnvart þessu volduga tæki, sjónvarpinu. Þeir eru sjálfir margir hverjir á góðri leið með að verða þrælar sjónvarpsins og tekst ekki að koma börnunum í rúmið, áður en þeir dagskrárliðir hefjast, sem bannaðir eru fyrir börn. Margir foreldrar biðja börn sín með góðu að fara að hátta, en þegar þau hlýða því ekki, veigra þeir sér við að beita þau hörðu og stofna heimilisfriðnum í voða. Þeir hreinlega nenna ekki að standa í slíku, enda gæti það kostað það, að þeir misstu sjálfir af góðum sjónvarpsþætti! Það gefur auga leið, hversu hættulegt er, þegar foreldrar gefast þannig upp fyrir börnum sínum og sjónvarpinu. Segja má, að foreldrar sem ekki geta haft reglu á þessum hlutum eins og öðrum, séu ekki færir um að ala upp börn sín. Þetta má til sanns vegar færa. En skóla- stjórar nefna ískyggilega mörg dæmi um ágæta foreldra og uppalendur, sem hafi gefizt upp fyrir sjónvarpinu. Þess vegna þurfi að koma þeim til hjálpar og reyna að búa til einhverjar almennar reglur um sjónvarp og börn, sem öll heimili fara eftir. Hið erfiðasta fyrir foreldr- ana er einmitt, þegar börn þeirra fullyrða, að börn nágrannanna fái að horfa á sjónvarp eftir eigin geðþótta og þar fram eftir götunum. Hugsanlegt væri, að skólar semdu almennar reglur og létu börnin hafa þær með sér heim 10 VTKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.