Vikan - 24.04.1968, Blaðsíða 23
þekktur undir nafninu Leshoto
Brown, og hann vegur 601 karat,
en eitt karat er 205 grömm. Og
þegar Petrus kom heim, sýndi Er-
nestine honum steininn. Hann varð
himinlifandi, stakk klumpnum f
buxnavasann og sneri þegar aftur
til höfuðstaðarins — gangandi.
Þegar þangað kom, sneri Petrus
sér til minni hóttar demantakaup-
manns, sem hann hafði óður verzl-
að við, en só hristi bara höfuðið.
Hann sagðist ekki vera nógu ríkur
til að kaupa þennan klump. Það
kom sér vel fyrir Petrus, því hann
hefði glaður. lótið steininn fara
fyrir milljón. En fréttin um fund
Ramoboahjónanna barst eins og
eldur í sinu, og. starfsmenn stjórnar-
innar voru fljótir að hafa uppi ó
Petrusi og fó hjó honum steininn.
Hann var sfðan boðinn upp, og
þegar tilboðin voru opnuð, hljóð-
aði hið hæsta upp ó sem svarar
15 milljónum íslenzkra króna. —
Helminginn af því fengu Ramoboa-
hjónin í sinn hlut.
Nýi eigandinn, Eugene Sera-
fini fró Blumfontein tók
steininn sinn og tók að
. leita að nýjum kaupanda, en Pet-
rus milljónirnar sínar og keypti sér
ný föt og þrjór steikarpönnur. Af-
ganginn setti hann ó banka.
Um sumarið skipti Leshoto Brúnn
þrisvar um eigendur og hafnaði
loks hjó þekktasta gimsteinakaup-
manni New York borgar, Harry
Winston ó 5th Avenue. Hann læt-
ur ekki uppi, hvað hann keypti
hann ó, en reiknar með að græða
ó honum sem svarar 50— 60 millj-
ónum króna, þegar hann hefur
verið klofinn og slípaður.
Winston gerði mikið úr kaup-
unum og efndi til sýning-
ar og blaðamannafundar.
í tilefni af þessu var Ramoboa-
fjölskyldunni boðið til New York,
hvar hún mætti í sínu stífasta af-
ríkuskarti og vakti mikla athygli.
En það bezta var þó, að þar komst
Marfa f hendur sérfræðinga, og
vonir standó til, að hægt verði að
hjólpa henni til verulegrar heilsu.
Hið sjólfstæða konungdæmi
Leshoto er ekki mikið dem-
antaland. Árleg eftirtekja er
um 500 karöt, þar af fara um 40%
til skartgripaframleiðslu, afgangur-
inn til iðnaðar. Leshoto Brúnn er
sem sagt um fjórðungur af allri
skar-demantaframleiðslu landsins
það óriðl
Gull og demantar eru lausnar-
orð í eyrum margra, sjald-
gæfara er að halda slíkum
auðæfum í hendi sér og frelsast
fyrir þau. Margir leita þó, og ef
heppnin er með, þarf ekki að finna
mikið til að breytast úr leppalúða
í Krösus. Eins og sannaðist ó
Ramoboa-fjölskyldunni: Steinninn
var ekki stærri en golfkúla!
■
M
iiiiifii
Það er spennandi andartak, þegar demanturinn er klofinn. Allt er fyrir-
fram rannsakað; gerð demantsins og hvernig í honum liggur, kljúfurinn
hefur ákveðið hvar á að höggva. En ef ekki fer allt eins og ætlað er, fara
gífurleg verðmæti forgörðum . . .
Vanalega eru demantarnir bó sag-
aðir. Fyrst eru þeir flokkaðir, þá
er merkt hvar á að saga þá.
Meðan sagað er, þarf að stöðva
sögunina og skoða demantinn oft,
gjarnan að stilla sögina betur . . .
k '*’**rrr li,
Sögunin hefur heppnazt! Þá er næst að slípa gripinn á mismunandi skífi
. . . og ioks skoðar gagnrýninn kunnáttumaður árangurinn. Eru þeir el
girnilegir?
18. tbi. VIKAN 23