Vikan


Vikan - 24.04.1968, Blaðsíða 40

Vikan - 24.04.1968, Blaðsíða 40
Til ungra stúlkna Framhald af bls. 25 Það getur líka verið afleitt að vita af honum stöðugt í kringum sig. Ung nýgift kona, sem ég talaði við sagði: — Það sem er það versta við hveitibrauðsdagana er að vita af manninum stöðugt við hlið sér. Hann er þarna sí og æ og það er ómögulegt að fá smástund fyrir sjálfa sig.... En það þarf ekki að vera plága, þessi hræðslukennda tilfinning fyrir því að hafa aldrei stund í einrúmi. Það getur líka verið að allt í einu komi þakklætistilfinn- ing fyrir því öryggi að hafa hann 40 VIKAN 16-tw- þarna, með öllum sínum koslum og löstum er hann, þegar á allt er litið bezti maður í heimi! Að lokum ætla ég að segja nokkur orð um heilbrigða skyn- semi: Þú mátt ómögulega halda að það sé eitthvað að, ef þú og ungi maðurinn þinn gleymið að þið séuð gift hjón og hegðið ykkur eins og kátir krakkar í sumar- fríi. Þegar allt kemur til alls þá eruð þið það. Og ef þið þrætið, kynnist öðru fólki, eða þráið að vera við og við í einrúmi, er það líka örugg- lega allt í lagi. Með því að sofa saman, borða saman og tala sman, venjist þið hvort öðru, ósjálfrátt farin að forma það framtíðarlíf, sem þið óskið ykkur. En tvær mannver- ur geta ekki alltaf lifað í heimi fyrir sig, og í sambúð er það hollt að báðir partar hafi eigin áhugamál. Svo er það líka eitt lítið atriði, sem mig langar til að stinga að ungu stúlkunni, sem er að fara í brúðkaupsferð: Ef þú ert hrædd um að mán- aðarblæðingar beri upp á hveiti- brauðsdaga, þá skaltu bara tala við lækni, þeir eru vanir slíkum spurningum og geta venjulega hjálpað. En geti hann það ekki, máttu ekki láta það hafa áhrif á þig. Það getur jafnvel aukið traustið að taka þátt hvort í annars mál- efnum, og svo er þetta aðeins stundarfyrirbrigði. Eins og ég sagði áður, var brúð- kaupsferð mín sérstaklega á- nægjuleg, en á sama hátt og vel- heppnuð brúðkaupsferð ekki er neitt öryggi fyrir hamingjusömu hjónabandi, þá getur hjónaband- ið blessast ljómandi vel, þótt eitt- hvað hafi farið úrskeiðis í brúð- kaupsferðinni. Ef hveitibrauðsdagarnir verða til þess að hjónin skilji betur hvort annað, þá hefir brúðkaups- ferðin náð sínum tilgangi. Robert Kennedy Framhald af bls. 29 Allt í einu var hann orðinn höfuð ættarinnar og stiórnaði lífi hennar, sem varð að hafa sinn gang, þrátt fyrir það sem gerzt hafði. Hann huggaði eftir beztu getu foreldra sína og systkini og var ekkju hins látna forseta, Jacquline, og börnum hennar til ómetanlegrar hjálpar. Robert Kennedy stóð bróður sín- um nær en nokkur annar maður og hann hafði verið ráðgjafi Johns í mörgum málum, þótt þau heyrðu ekki undir hans stjórnardeild. Það vakti undrun margra, að Johnson skyldi ekki velja Róbert Kennedy sem varaforseta, er hann tók við embætti bróður hans. Þeir sem voru málum vel kunn- ugir undruðust þetta þó ekki. Þeir vissu, að það var tvennt sem kom í veg fyrir, að Róbert yrði varafor- seti: Stolt Johnsons og fortíð Róberts Kennedy. Lyndon B. Johnson gat ekki gleymt þvi, hveru ákaft Róbert barð- ist gegn því, að John Kennedy veldi Johnson sem varaforseta. Auk þess hafði það aldrei komið fyrir, að forseti Bandaríkjanna lyfti nánum ættingja fyrirrennara sins til auk- inna valda og áhrifa. Kennedy-fjölskyldan ráðgerði nýja sókn að Hvita húsinu, strax og sorgin yfir fráfalli Johns hafði dvínað. Edward, sem er yngstur þeirra systkina, hafði þegar hlotið sæti í öldungadeildinni. Hann hafði tekið við þvf, þegar John var kjörinn for- seti. Sumir lögðu til, að Róbert byði sig fram við kosningu ríkisstjóra f heimafylki sfnu, Massachusetts. Sjálfur var hann ekki hrifinn af þeirri ráðagerð. Embætti ríkisstjóra var ekki góður stökkpallur til Hvfta hússins að hans dómi. Honum fannst hyggilegra að setjast að f New York og bjóða sig fram sem öldungardeildarþingmann fyrir þetta volduga rfki. Kennedy-fjölskyldan lagði sig alla fram við að vinna að sigri Róberts í kosningunum. Róbert hafði sjálfur hjálpað miklð til f forseta- kosningunum 1960, þegar bróðlr hans sigraðl Nixon f spennandi og tvísýnni kosningu. Hann vlssl þess vegna gerla hvernig skipuleggja ætti kosningabaráttu til þess að góður árangur næðist. Kona hans, Ethel, tók þátt í kosningabaráttunni af fullum krafti. Hún lét það ekki á sig fá, þótt hún gengi með tí-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.