Vikan


Vikan - 24.04.1968, Blaðsíða 27

Vikan - 24.04.1968, Blaðsíða 27
MANNI ER GJARNT AÐ HUGSA UM DAUÐ- ANN í FLUGFERÐUM. ÞÓ MUN SLYSA- HÆTTA AF VÖLDUM ÞEIRRA MINNI EN FLESTIR ÆTLA. ÉG ER SÝNU HRÆDDARI AÐ ÞOKAST YFIR FJÖLFARNA GÖTU í STÓRBORG EN FERÐAST í ÞOTU LANDA MILLI YFIR ÓLGANDI ÚTHAF. EIGI AÐ SÍÐUR SÆKIR Á MIG AÐKENNING FEIGÐARGRUNS, ÞEGAR ÉG BERST SVONA HRATT OG HÁTT UM LOFTIN BLÁ. ÞÁ ER HELZTA RÁÐIÐ AÐ GLEYMA SÉR í HEIMSPEKI- LEGUM HUGLEIÐINGUM ÁN ÞESS ÞÓ AÐ GLATA LÍÐANDI STUND .... otan er komin í loftið af Reykja- víkurflugvelli og ferðin hafin í suðurótt. Ég læt fara notalega um mig í flosmjúku sætjnu og virði förunautana fyrir mér. Góð dægra- stytting telst að því löngum að geta sér til um, hverjir þeir séu og hvað- an, en ég læt slíkt bíða um sinn og beini athyglinni að farkostinum. Þotan er risavél og dvergasmíð. Undrum sætir, að afskekkt smá- þjóð skuli hafa komið sér upp á nokkrum árum loftsiglingaflota ís- lendinga, en þar ber þotan af eins og álft í kríuhópi. Mér finnst líkt og ég sitji í stórum og vistlegum samkomusal. Ég skynja alls ekki innilokunarkenndina, sem þó hefur jafnan fylgt mér frá bernskudögun- um í Vestmannaeyjum, og því veld- ur hraðinn eða vissan um hann. Sess minn er hægari en þó að ég sæti í bifreið austur yfir fjall, en sjórinn bylgjast móti þotunni á fluginu eins og fall eða móða, svo og ský himinsins, en eyjar og hólm- ar þjóta framhjá. Mikill er sigur tækninnar, og þeim úrslitum hefur mannsandinn ráðið til góðs og ills, uppgötvanir hans f hvers konar vísindum gera okkur tilveruna auð- veldari, skemmtilegri og öruggari, en flýta einnig för margra yfir landamæri lífs og dauða. Fjarlægð- ir hverfa, og nýir hnettir finnast í kapphlaupi jarðarbúa við dutt- lungasöm örlög. Manni er gjarnt að hugsa um dauðann í flugferðum. Þó mun slysahætta af völdum þeirra minni en flestir ætla. Ég er sýnu hrædd- ari að þokast yfir fjölfarna götu í stórborg en ferðast í þotu landa milli yfir ólgandi úthaf. Eigi að síður sækir á mig aðkenning feigðargruns, þegar ég berst svona hratt og háft um loftin blá. Þá er helzta ráðið að gleyma sér í heim- spekilegum hugleiðingum án þess þó að glata líðandi stund. Ég ætti að vera þeim vanda vaxinn — mað- ur, sem hefur svifið milli heims og helju í geigvænlegri tvísýnu og komizt af nýr og heill. P| iðri þarna er hafið, fiskislóðir og sjávarleiðir. Öfum mínum hefði víst brugðið að sjá þotuna af Selvogsbanka á dögum sunnlenzku áraskipanna og þó að vélbátarnir hefðu verið komnir til sögunnar. Merkileg er sú tilhugsun, að for- feðurnir skyldu sigla þennan ólgu- sjó norður undir heimskaut, þegar landið fannst og byggðist. Ólíkur var farkostur þeirra mínum nú. — Ætli Egill Skallagrímsson hefði ekki orðið hissa að sjá og heyra þotuna og fara í henni utan? Ég man tíma, sem eru öldum sögulegri, og fæddist þó sama ár og Matthías heitinn Jochumsson dó. Örlagaríkt er það áraskeið f upp- lifun og endurminningu. Ungur sat ég í skeljasandinum heima á Stokks- eyri og lék mér að steinum f haust- blíðunni, en eldri bræður mínir tóku upp kartöflur í kálgarðinum, pabbi var á sjó, og mamma bakaði flat- kökur f útieldhúsinu. Þá gerðist undur. Ég leit til himins af tilviljun og sá skip sigla í loftinu. Mér datt fyrst í hug, að þetta væri draum- sýn, en skipið sveif þarna áfram seglvana eins og netakúla á lækj- arstraumi. Þetta hafði ég hvergi lesið og kunni þvf engin skil á þvílíkum órum. Ég dróst stuttum skerfum á fund bræðra minna og tjáði þeim tfðindi þessarar óvæntu skipskomu f lofthelgi Flóans, en þeir hlógu dátt að mér. Mig hafði þó ekkert dreymt. Þetta var þýzkt loft- far f kurteisisheimsókn til Reykja- vfkur. Sfzt af öllu datt mér í hug for- vitnum unglingi í kálgarðinum heima á Stokkseyri, að ég myndi mannsaldri síðar sitja í stærri og vandaðri farkosti og sigla þennan undrageim út í víða veröld. Veru- leikinn er hugmyndaflugi mínu og jafnaldra minna æðri og fjölþætt- ari, og höfum við þó ekki alltaf verið jarðbundnir eða smátækir í vökudraumum okkar. Ömmu mína grunaði ekki heldur, að ég fengi heilsuna vestur í Ameríku, þegar hún hugði mig feigan í vöggunni eða Sigríði langömmu ævintýraleg tækniundur í dagfari nútímans. — Samt var hún svo gáfuð kona og hugkvæm, að Tryggvi Gunnarsson bankastjóri og alþingismaður laun- aði henni vígsluljóð um gömlu Ölf- usárbrúna dýrum klút, sem þótti gersemi. Þá komu listamannalaun við sögu ættar minnar fyrsta sinni. Nú rísa sker úr sævi og reynast eyjar, þegar nær dregur. Hér munu bjargfuglar víða þinga á eggtíð, en ég veit einnig manna- byggðir á þessum slóðum, bæi og þorp, hús og fólk. Ég kenni Fær- eyjar mætavel, þó að þotuna beri hratt yfir. Endurminningar þyrpast fram f huga minn. Þórshöfn er þekkur og sérkennilegur staður og íslendingi gott þar að gista. Bezt man ég börnin á ólafsvökunni, kát og prúð og spariklædd leiddust þau á hátíðina með færeyska von og vissu f glöðum augum. Hvergi hef ég gerzt sannfærðari um ótvf- ræðan framtíðarsigur táps og menningar norræns kynstofns en í höfuðstað þessa litla og fámenna eyríkis, sem er sjálfstætt gagnvart guði og sögunni eins og landið mitt, hvað sem skjalfestum samn- ingum Ifður. Islendingur, er sér og heyrir börnin á ólafsvökunni í þórshöfn, efar varla þegnrétt fær- eyinga í norðurlandaráði. Furðulegt mun bandaríkjamanni eða kínverja, rússa eða japana, að eyjar þessar séu mannabyggðir, en gesturinn fellur f stafi, ef hann skilur mál og háttu færeyinga, Ijóð þeirra og sögur, dans og söng, framkvæmdir og menningu, kjör og lífsbaráttu. Fullveldi verður ekki ráðið af höfðatölu heldur tungu, sögu og bókmenntum, starfi og ör- lögum, og þess vegna eru færey- ingar sjálfstæð þjóð að mínum dómi. Maðurinn í gluggasætinu fyrir framan mig sefur vært. Hann er brezkur kaupahéðinn á heimleið. Færeyjar skipta. hann ekki máli. Hann hefur aldrei lesið kvæði eftir Janus Djurhuus, kann engin deili 26 VIKAN 16-tbl I iAGFAII NIIIMAHI: EFTIR IILGA SÆMIHISSIN á Klakksvík, Þvereyri eða Þórshöfn, gerir sér ekki f hugarlund, hvað margt fólk byggir eyjarnar átján. Ég gæti aftur á móti alls ekki farið sofandi yfir Færeyjar eða framhjá þeim. Endurminningarnar um land- ið og fólkið halda fyrir mér vöku og vekja dýrlega tilhlökkun um nýja samfundi. Ljóshærða flugfreyj- an minnir mig á unga konu f Þórs- höfn. Hún studdist við arm unnusta síns, sem ætlaði daginn eftir á grænlandsmið, fögur og stolt og drottningu líkust, 'fædd á nöktum kletti, uppalin á fiski og skerpi- kjöti, en táknrænn fulltrúi glæstra kvenna með þúsund ára sögu að baki. Það hefði verið sami sórni að henni í Flóanum. Mér sýndist bret- anum geðjast ve,l að flugfreyjunni, þegar hún bar honum matinn áð- an, en um færeysku stúlkuna getur hann ekki borið. Minningin um hana er hins vegar hlutskipti mitt. | afið sést ekki lengur af því að skýin hrannast yfir því eins og óendanleg fshella. Ærinn er sá munur að vera ofar skýjum eða neðan þeirra. Séð niðri á jörðunni hanga þau á himninum eins og þung eða mikil veggtjöld eða fara í flotum um geiminn. Hér uppi blasa þau við djónum manns eins og botnfrosið stöðuvatn eða freðin fsnæbreiða. Mér kemur í hug lands- l.lag á skuggahlið tunglsins eða jköld, dauð vfðátta, sem bruninn ?hefur læst í viðjar gaddsins. En allt í einu gefur nýja sýn. Bólstur kem- ur svífandi einhvers staðar utan úr órafirð himinvíddarinnar, fellur á klakaspegilinn, skrúfast upp eins og mökkur úr gjósandi fjalli, teygir sig eftir þotunni líkt og ferlegur dýrshrammur, en missir af henni og sígur aftur niður, dregur hringi á skyggðan flötinn, daufa drætti í gráum lit. Hvað á þetta að verða, mynd af hestaati eða fólkorrustu? Frerinn kemst á hreyfingu, en jafn- framt skyggist norðurhvelið, og framundan opnast vök, svo að grænblátt hafið sést á ný og fald- ar hvítu á stöku stað. Hvað er þarna á floti, skip eða fleki? Nei, þetta er hólmi eða sker, en stækk- ar og verður eyja. Við fljúgum yfir Hjaltland eða Orkneyjar, svo er spölurinn drjúgur orðinn. Löng var þessi leið vfkingunum, er sigldu af íslandi á Noreg og þaðan vestur um haf, en nú kemst maður á klukkustundum það, sem forðum tók dægur: Þotunni er hægur leik- ur að rekja á einum degi gervallt ríki norrænnar tungu á dögum Eg- ils og Snorra. Þá var það heims- veldi, en er nú skagi úr norður- álfu og eyjar út frá henni. IJretinn er vaknaður og horfir ™ niður á kjördæmið, þar sem Jo Grimond er þingmaður. Senni- lega veit hann meira en ég um Hjaltland og Orkneyjar, þó að ég gerði lítið úr honum yfir Færeyjum. Ætli það sé ekki þáttur í skóla- fræðslu Breta að rifja upp sögu hjaltlendinga og orkneyinga? — Fimm aldir eru liðnar frá því að danakonungur veðsetti eyjar þess- ar skozkum tengdasyni. Þá var enn töluð þar og rituð norræn tunga. Nú er hún löngu týnd á þeim slóð- um nema torskilin og afbökuð ör- nefni og staðaheiti, sem líkjast brotnum krossum í kirkjugarði. En mér ferst ekki að ræða sögu og örlög hjaltlendinga og orkneyinga. fslendingar skráðu annála þeirra forðum og gerðu fólkinu þar sama menningargreiða og norðmönnum, færeyingum, dönum og svfum. Á okkar dögum hendir naumast, að fslendingar vitji Hjaltlands og Orkneyja. Mig hefur lengi langað þangað, en aldrei af orðið. Hins vegar eru og verða heimildirnar um norrænt rfki á Hjaltlandi og Orkneyjum f fslenzkum bókum. Sjálfstæðisbarátta eyjaskeggja í seinni tíð kvað Harold Wilson og ríkisstjórn hans á . Bretlandi áhyggjuefni. Ég kann fátt af henni að greina nema athyglisverð og minnisstæð ummæli, sem höfð eru eftir Jo Grimond. Hann á að hafa komizt svo að orði, að það væri stytzt frá Hjaltlandi og Orkneyjum til Lundúna um Kaupmannahöfn. Kannski væri ráð, að íslenzka þot- an eða annar fluggammur fengi lendingarleyfi f Kirkjuvogi eða Leirvík til þess að rjúfa einangrun Hjaltlands og Orkneyja á öld tækn- innar og vísindanna? Fjörðurinn milli Orkneyja og Skotlands er fljótfarinn loftleið- is, og brátt grunar mig, að þotan sé yfir Katanesi og Suðurlandi eða þar í grennd. Suðurland er sem sé víðar til en á (slandi, enda við hæfi. Héruðin Katanes og Suður- land eru mér annars kunnust af brezkri stjórnmálasögu samtíðar- innar. Þetta er vafakjördæmi svip- að og Mýrasýsla var áður en hlut- fallskosningar voru upp teknar á Vesturlandi. I síðustu kosningum var jafnaðarmaðurinn R. A. Mac- Lennan kjörinn á Katanesi og Suð- urlandi, en mjóu munaði. Hann fékk 64 atkvæði umfram keppinaut sinn, og voru þó kjósendur hvors þeirra röskar átta þúsundir. Skozku Hálöndin hef ég aldrei séð úr lofti vegna þoku og rigning- ar, og enn dyljast þau gráum mekki, sem mér er óskiljanlegt, hvaða veður boðar. Hitt þykist ég vita, að ekki muni bjart í Glasgow fremur venju. Ég átti og kollgát- una. Flugvöllurinn í Glasgow var blautur og sleipur, og næsta skúr skall á í sama mund og þotan lenti. Hins vegar fann ég þar súra lykt úr jörðu, þó að um hávetur væri. Tíðin hefði þótt sæmileg í aprílmánuði heima. Þá er eftir áfanginn frá Glasgow til Kaupmannahafnar. Þotan svífur enn ofar skýjum, en nú kvika þau eins og gárað vatn f stormi. Allt f einu greiðast skýin sundur, og nú sér land. Þetta er Danmörk, ríki Friðriks Kristjánssonar níunda. Þarna kemur í Ijós borg úti við haf- ið, og það leynir sér ekki, hver staðurinn er. Við fljúgum yfir Es- bjerg, sem áður var kjördæmi Júlí- usar Bomholt, en nú hefur Per Hækkerup valizt þar tii forustu. Þangað kom ég fyrir aldarfjórð- ungi, gekk um bryggjur og skoð- aði báta eins og á vertíð úti í Vest- mannaeyjum, sá áflog, sem nefnd- ust knattspyrnuleikur, og hitti Per Hækkerup á leið til Bretlands. Ekki grunaði mig þá, að hann yrði þing- maður Esbjergbúa og í framboði með tengdadóttur bindindisgarpsins fræga Lars Larsen-Ledet. Hún féll og missti af ráðherradómi í við- bót, en Per hélt velli og haggaðist þó, þegar Hilmar Baunsgaard sigr- aði Jens Ottó Krag. Ég legg ekki á mig að rifja upp önnur kjördæmi, þó að þangað sjá- ist úr þotunni, en hagræði mér makindalega f sætinu góða, bið Ijóshærðu flugfreyjuna um glas af dönskum bjór og nýt Iffsins eins og f stássstofu á tignarsetri. Svo lend- um við f Kastrup að áliðnum sunnu- degi, og þar er rigning, en það gerir ekkert til. f Glasgow var messutfmi, en Kaupmannahöfn hef- ur áreiðanlega upp á annað að bjóða. 1«. tbi. VIKAN 27

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.