Vikan - 24.04.1968, Blaðsíða 25
SEM ffHA RD tlFTA SK
Brúðkaupsferðin verður oft að von-
brigðum, vegna þess að unga brúður-
in býzt við of miklu. Hin fullkomna
hamingja kemur ekki alltaf um leið og
presturinn segir amen, segir Evelyn
Home í þessari athyglisverðu grein . . .
vonast til að minningarnar verði til að ilja
þeim á komandi árum; það verði sem stutt
dvöl í lukkulandi, sem þær muni eftir þeg-
ar hversdagsleikinn gerir vart við sig.
Því miður er það ekki svo einfalt að það
sé hægt að setjast niður, þrýsta á hnapp og
bíða eftir ljúfum minningum. Það getur líka
rignt á nýgift fólk, það getur jafnvel komið
helli demba.
Oft hefur unga stúlkan gert sér svo geysi-
lega háar vonir um hveitibrauðsdagana, að
hún er dæmd til að verða fyrir vonbrigðum.
Ég er bara ekki viss um að slík vonbrigði
þurfi að hafa eyðileggjandi áhrif, það getur
jafnvel og oftast verið hollt ungu fótki, það
lærir þá betur að taka erfiðleikum sem mæta
því á tífsleiðinni.
Aðal tilgangur hveitibrauðsdaganna er að
ungu hjónin kynnist betur, og þá geta von-
brigði á sumum sviðum verið mikils virði.
Það getur verið að þau leggi af stað með
þeirri fullvissu að makinn sé fullkominn,
en komast svo að því að þau eru aðeins venju-
legar manneskjur með sína kosti og lesti. —
Þessi reynsla er bæði holl og nauðsynleg.
Ef einlæg ást er fyrir hendi, geta mannlegir
eiginleikar og breyzkleiki jafnvel bundið
hjónin ennþá sterkari böndum.
Ef ung og óreynd stúlka er vonsvikin yfir
hveitibrauðsdögum sínum, er það venjulega
vegna þess að henni fynnst kynlífið ekki
eins spennandi og hún bjóst við.
Jafnvel á vorum dögum, þegar flestar ung-
ar manneskjur hafa reynt kynlífið áður en
þær gánga í hjónaband, getur hin unga brúð-
ur orðið sorglega vonsvikin yfir hveitibrauðs-
dögunum, burtséð frá því hve heitt hún elsk-
ar eiginmann sinn. Hún upplifir ef til vill
ekki þá fullnægingu, sem hana hafði dreymt
um að verða aðnjótandi, þegar hún og mað-
ur hennar voru orðin frjáls gerða sinna, eða
hætt að þurfa að fara í launkofa. Flestar
konur komast fljótlega að því að það þarf
ekki að vera varanlegt að þær njóti ekki
fullnægingar í samlífinu við mann sinn, —
það getur oft stafað einfaldlega af því að
þær eru þreyttar, andlega eða líkamlega, og
þá er ekkert eðlilegra en að ástandið sé ein-
mitt þannig, rétt eftir brúðkaupið.
Það er því um að gera að sýna þolinmæði
og það er nauðsynlegt að hinn imgi eigin-
maður fái að vita um ástand brúðar sinnar.
Það þarf ekki endilega að vera manninum
að kenna að unga konan hagar sér á nokkuð
neikvæðan hátt á fyrstu dögum hjónabands-
ins. Maðurinn er ef til vill sjálfur hræddur
um að hann geti ekki fullnægt konu sinni,
og í ákafanum við að sýna manndóm sinn,
gleymir hann kannski að taka eftir viðbrögð-
um hennar.
En strax og öryggi og ró er komin á, ættu
ungu hjónin að temja sér það frá upphafi að
tala saman um kynferðismál, það er nauð-
synlegt að þau hafi fullt trúnaðarlraust hvort
til annars.
Það þarf ekki endilega að hafa mörg orð
eða langar ræður, aðeins ef þau ná því að
skilja hvort annað, og það er hollast að byrja
strax á því að skapa slíkt trúnaðartraust. Það
er sorglegt ef feimni eða misskilin hlédrægni
verður til þess að eyðileggja lífið fyrir tveim
mannverum sem elska innilega hvort annað.
Ef unga konan fær ekki fullnægingu í
upphafi hveitibrauðsdaganna, getur það ver-
ið að hún yppti öxlum og segi við sjálfa sig
(eða hann):
— Jæja, ég ætla ekki að gera mér grillur
út af þessu, það gerir ekki svo mikið til að
svo stöddu. Ég slaka bara á og fer að óskum
hans. Við höfum tímann fyrir okkur. Því
ætti ég að eyðileggja fríið fyrir okkur með
óþarfa áhyggjum?
Þetta getur einmitt orðið til þess að hún
njóti fullkominnar sælu í fyrsta sinn. Ein-
mitt vegna þess að hún hugsar ekki svo mik-
ið um þetta....
Og þegar það svo hefur skeð einu sinni,
vita báðir partar að alll er raunverulega í
lagi. Þau fá traust á sjálfum sér og framtíð-
inni. Þau vita nú að það þarf aðeins að hafa
þolinmæði. Þett á ekki síður við um aðrar
hliðar hjónabandsins.
Mér er það ljóst, að það hefur mikið að
segja hvert uppeldi unga fólkið hefur, til-
finningalega séð. Ef þau eru alin upp á heim-
ili þar sem þeim er kennt að láta tilfinning-
ar sínar í ljós, hafa þau meiri möguleika til
að njóta hveitibrauðsdaganna, án feimni eða
blygðunarsemi, heldur en ef þau koma frá
heimilum, þar sem það er bannfært að sýna
blíðuhót og alúð.
Börnin læra um ást og innileika af því
sem þau sjá það fyrir sér, eklti af því sem
þeim er sagt.
Ég ætla að taka dæmi frá sjálfri mér. . . .
Foreldrar mínir voru mjög strangir hvað
háttvísi og hegðun snerti. En þau voru aldrei
neitt að fara í launkofa með ást sína hvort
á öðru, og óhrædd við að sýna hvort öðru
blíðuhól, og þau voru eins frjálsleg í blíðu-
atlotum við okkur börnin. Þegar þau þrættu,
höfðum við það á tilfinningunni að þetta
væri aðeins yfirborðsnöldur, léttar gárur á
djúpri lind.
Ég var alin upp við þá skoðun að ástin
væri jafn eðlileg og það að draga andann,
borða og sofa, — og jafn nauðsynleg, enda
var ég ekkert vonsvikin eða feimin á brúð-
kaupsferð minni. Ég hafði heldur ekki von-
azt eftir yfirnáttúrlegri sælu, og við nutum
einfaldlega frídaganna.
Margar ungar stúlkur eru vanar því að
hafa persónulegar venjur út af fyrir sig,
jafnvel þótt þær séu nokkuð lífsreyndar.
þeim getur orðið raun að því að eiginmaður-
inn sjái þær á nærklæðum, með rúllur í hár-
inu og án andlitssnyrtingar, og þeim getur
þótt það ennþá óþægilegra að venjast öllum
stigum snyrtingar mannsins.
Framhald á bls. 40.
16. tbi. VIKAN 25