Vikan


Vikan - 24.04.1968, Blaðsíða 29

Vikan - 24.04.1968, Blaðsíða 29
Þegar hann bauð bróður slnum að gerast dómsmólaráðherra, tók Róbert því víðs fjarri. Hann rökstuddi 'neitun sína þannig: „Ég viðurkenni fúslega, að mig iangaði til að taka boðinu. Ég velti málinu fyrir mér fram og aftur. Mörg verkefni kom ég auga á, sem mig langaði til að leysa sem dómsmálaráð- herra. En ég óttaðist ,að ég kynni að skaða stöðu Johns I stjórnmálunum, ef ég hlyti of harða gagnrýni. Pabbi vildi, að ég tæki boðinu. Ég var á báðum áttum, hikaði og reyndi að hugsa málið frá öllum hliðum. Loks hringdi ég til Johns og sagði nei. John sagðist ekki taka neit- un mína til greina. Hann bað mig að koma til Washington og snæða með sér morgunverð daginn eftir." Að morgunverðinum loknum gátu blöðin skýrt frá því, að Róbert Kennedy hefði tekið að sér að gerast dómsmálaráðherra aðeins 35 ára gamall. Það stóð ekki á gagnrýninni. Hún var hávær til að byrja með, en mildaðist brátt. Jafnvel stóri bróðir í Hvíta húsinu hélt ekki, að Róbert mundi afla sér svo fljótt slíkrar viðurkenningar. Eng- inn hafði þorað að vona, að hinn ungi dóms- málaráðherra mundi ráðast til atlögu við glæpa- hringi Bandaríkjanna. Róbert Kennedy lagði sig þegar í stað allan fram við að hafa hendur I hári þeirra manna, sem stóðu að baki hinni illræmdu „Mafíu" og öðrum samtökum glæpa- manna. Hver glæpahringurinn á fætur öðrum var sprengdur ( loft upp og einnig lagði Róbert til atlögu við hinn volduga verkalýðsleiðtoga, Hoffa. Baráttan gegn honum var löng og erfið, en 1964 tókst loks að sanna hinar glæpsamlegu aðferðir Hoffa. Hann var dæmdur og þar með var hættulegum óvini þjóðfélagsins rutt úr vegi. Róbert Kennedy hafði unnið nýjan sigur. Þegar John F. Kennedy var myrtur í Dallas 22. nóvember 1963, kom enn í Ijós styrkur Ró- berts. Er hin válegu tíðindi bárust Róbert til eyrna, var hann um stund yfirbugaður af skelf- ingu. En að vörmu spori náði hann aftur stjórn á sjálfum sér og tilfinningum sínum og hófst þegar handa. Framhald. á bls. 40. TEKST RÖBERT KENNEDY AÐ HLJÓTA ÚTNEFNINGU SEM FRAMBJÓÐANDI DEMÖKRATA VIÐ FORSETAKOSNINGARNAR í HAUST? ÞESSI SPURNING VERÐUR EFST Á BAUGI, EKKI AÐEINS í BANDARÍKJUNUM HELDUR UM ALLAN HEIM, ÞAR TIL FLOKKSÞING DEMÖKRATA VERÐUR HÁÐ f ÁGOST. X ■ ■■:: Æ:. , iBiBM Éllilil g ||B . ■ :v>' '■: ■: ■>■::*>•> I «lplÉSi§ ■ff nw S N Si \ ; 4 * ' V » r %»|g|g

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.