Vikan


Vikan - 24.04.1968, Blaðsíða 30

Vikan - 24.04.1968, Blaðsíða 30
jsjorœitwgmn FRAMHALDSSAGAN 19. HLUTI EFTIR SERGE OG ANNE GOLON - *************************************************-i***************************************************i ÞAÐ LEÍÐ EKKI Á LÖNGU ÞAR TlL JOFFREY DE PEYRAC UPPGÖTVAÐI SÉRSTAKA TÓNLIST- ARHÆFILEIKA SONAR SÍNS OG SÖNGGÁFU OG HANN VAR DJÚPT SNORTINN. ÞÓTT HANN SJÁLFUR HEFÐI MISST RÖDDINA, TÖK HANN AFTUR FRAM GÍTARINN OG BYRJAÐI AÐ SPILA. Til þess að halda þessari stððu hafði hann komizt að raun um að það var nauðsynlegt fyrir hann, þótt hann sjálfur sigldi aðeins i verzlunarerindum að breyta þrísiglunni i herskip, þvi hann neyddist oft til að taka þátt í sjóorrustum. Hann hafði þegar sigrað fjöl- marga sjórœningja, marga þeir-ra meira að segja mjög slæma, þar á meðal hinn slóttuga, Mezzo-Morte. Honum gramdist alltaf að þurfa að berjast, þegar Kiddararnir af Möltu réðust á hann, en hann mátti til, því þeir hlutu að hafa álitið þennan grimuklædda sjóræningja, sem enginn vissi nafn eða upphaf á, aðeins réttan og sléttan trúvilling, sem ynni fyrir stórsoidáninn i Konstantínópel. Og sannarlega leit út fyrir að þeir hefðu rétt fyrir sér, því að á þessum dögum var ekki hægt að sigla miðsvegar milli krossins og hálfmánans. Það varð að vera öðru hvorum megin. En Joffrey de Peyrac reyndi enn sem fyrr að sigla bil beggja með því að beita þriðja merkinu, sínu eigin tákni, silfurskildi á eldrauðum grunni. Hann gerði sér fyllilega ijósa þá staðreyr.d að flotadeild de Vivonnes hertoga hafði undið upp segl í þeim tilgangi að refsa honum. Því starfsemi hans hafði valdið töluverðum óróa i franska konungs- garðinum og gert marga af rikustu mönnum Frakklands öreiga, en þeir höfðu aflað sér auðæfa með því að afla sér í Austurlöndum nær, skrans og illa gerða hluti, sem ekki seldist heima. Svo Joffrey de Peyrae sendi njósnara sina til að komast að því hvernig konunglegi flotinn væri skipaður og nákvæmlega hvaða leið hann myndi fara og hann hafði gefið mönnum sinum fyrirmæli um að hafa til baka eins vel útfylltan lista, eins og hægt væri, um alla um borð í frönsku galeiðunum. Það var þannig sem augu hans höfðu staldrað við nafn sem kom honum til að hugsa — Cantor de Morens, sveinn. — Cantor! Var það ekki nafnið á syni hans sem fæddist eftir hina svokölluðu aftöku og sem hann vissi ekki um öðru vísi en úr bréfi Iþví sem faðir Anthony hafði sent honum til Candia? Fyrir þetta hafði de Peyrac stundum velt því fyrir sér hvort barn það sem Angelique bar undir brjóstum hefði verið sonur eða dóttir. En þegar hann komst á snoðir um Cantor breyttist áætlun hans. sem hann hafði við að striða. Svo Það haföi verið drengur. Þegar hann uppgötvaði það hafði hann ekki gert sér mikla rellu út af Því, Iþví hann komst um sama leyti að öðru sem olli honum mjög miklu uppnámi. Konan hans var gift aftur. En nú stóð hann augliti til aug- lits við nafnið og hann hugsaði: Cantor de Morens ......... það gat ekki verið neinn annar en sá sonur sem hann hafði eignazt „eftir dauðann“. Hann spurðist nánar fyrir og það var enginn efi. Dreng- urinn var níu ára að aldri og stjúpsonur du Plessis-Belliére mar- 1 fyrstu hafði P.escator ætlað að forðast flota de Vivonnes. Hann hafði fengið næga viðvörun og var i lófa lagið að fara í felur og bíða bar tii flotadeildin þreyttist á leitinni og hyrfi; þá myndi hann geta látið til skarar skríða aftur. E'n þegar hann komst á snoðir um Cantor breyttist áætlun hans. Hafið sendi honum son hans. Með hverjum degi varð löngun hans til að sjá í eigin mvnd þessa holdtekju hans fyrra lífs. Því þetta var sonur hans, fæddur af Angeiique; hann hafði verið getinn á ein- hverri af gleðinóttum þeirra í Toulouse, sem hann gat varla hugsað um án eftirsjár og löngunar. Það hlaut að hafa verið skömmu áður en þau lögðu af stað til Saint-Jean-de- Luz, þar sem hann hafði verið svo sviksamlega hand- tekinn af útsendurum konungsins; það hlaut að hafa verið ein- hverntíman þá sem nýtt líf hafði byrjað að þróast með henni, djúpt í mjúkum og frjósömum likama hennar, sem hann dreymdi ennþá um. Hann varð að sjá þennan son, sem hafði fæðzt að þeirri eyðilögðu ást. og framar öllu öðru, hann varð að fá hann til sin. Svo tók hann ákvörðun. Hann hafði tekið eftir Því, ekki beizkju- laust, að barnið var kallað Morens, en ekki Peyrac, og þau forrétt- indi, sem drengurinn hafði hlotið voru ekki vegna þess að hann var sonur mikils aðalsmanns frá Aquitaine, heldur aðeins vegna þess að hann var stjúpsonur du Plessis marskálks. Rescator gaf fyrir- skipun um að vinda upp segl. Hann kom til móts við flotadeildina og reyndi að fara samningaleiðina í von um að ná einhverskonar sam- komulagi. En þegar de Vivonne flotaforingi sá að sjóræninginn, sem hann hafði verið sendur til höfuðs, var svo fífldjarfur að sigla til móts við hann, lét hann varpa sendimönnum hans fyrir borð og þvi næst sendi hann fyrirvaralaust breiðsíðu yfir í Haförninn. Næsti stundarfjórðungur hafði verið mjög erfiður, því skipið liafði orðið fyr- ir alvarlegu áfalli, og það sem verra var þeir neyddust til að taka á móti. Sem betur fer voru galeiðurnar þungar í vöfuni. Cantor var um borð i einni þeirra og Joffrey de Peyrac heppnaðist að flæma þetta skip frá hinum, en í hita orrustunnar var galeiðan fyrir óbætan- legum skaða. Utan við sig af kvíða, því hcinn vissi fullvel hve fljótt skip er að sökkva, sendi hann tryggustu menn sína um borð í galeið- u.na með fyrirskipunum um að finna, hvað sem það kostaði, barn meðal farþeganna sem stóðu frammi i stafni, sumir þeirra voru þeg- ar teknir að stökkva í sjóinn. Það var Márinn Ahdullah, sem fann hann. Þýð ung rödd hrópaði: — Pabbi! Pabbi! Og Joffrey de Peyrac hélt að hann væri að dreyma. Því litli drengurinn sem Abdullah hélt í fanginu virtist ekki minnstu vitund hræddur, hvorki við dauðann, sem hann hafði svo naumlega flúið, né þessi dökku andlit allt í kringum sig og efi var ekki til hjá honum . Þessi tvö djúpu, grænu augu störðu á þennan stóra, djöfullega sjóræningja, með svörtu grimuna og hann sagði: — Pabbi, eins og ekkert væri aðlilegra, eins og hann hefði bókstafléga átt von á þessu! Hvernig gat hann látið þessu hrópi ósvarað? — Sonur minn! Cantor litli varð honum skemmtilegur félagi um borð; hann var gagntekinn af lífinu á sjónum undir verndarvæng föður síns, sem hann dáði svo mjög, og það bar ekkert, á að hann saknaði síns fyrra lífernis. Joffrey de Peyrac veitti bvi fljótt athygli og þessi indæli drengur var mjög dulur og hann hikaði við að rekja úr honum garn- irnar, þorði jafnvel ekki, því hvað óttaðist hann? Ef til vill óttað- ist hann að frétta of rnikið og opna á ný gömul sár, sem varla höfðu heilgazt. Því í fyrsta sinn sem Cantor minntist á fjölskyldu staa heiima í Frakklandi, varð það til þess að gera þessa yfirlýsingu með töluverðu 30 VIKAN 16 tw-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.