Vikan


Vikan - 24.04.1968, Blaðsíða 44

Vikan - 24.04.1968, Blaðsíða 44
/ -N ALLT Á SAMA STAÐ SIFREIÐAKAUPENDUR! Hillman er rétta valið VERÐ KR. 207.B00.OO ÓDÝRASTI, STÆRSTI OG VANDAÐASTI FJÖLSKYLDU- BÍLLINN. KOMIÐ, SKOÐIÐ OG SANNFÆRIST. EGILL VILHJÁLMSSQM HF., Laugaveg 118 - Sími 2-22-40 v_________________________________________________________/ Sjónvarpið getur veriS hættulegt fyrir börn Framhald af bls. 11 unum. Það má segia, að nú á dög- um sé hveriu barni nauðsynlegt að vita einhver deili á kvikmyndalist- inni, sögu hennar og ýmsum lög- málum í sambandi við hana. Með stöðugt vaxandi útbreiðslu sjón- varpsins verður nauðsyn slíkrar kennslu miög aðkallandi." Dr. Ralph Garry, prófessor við Boston-háskólann hefur skrifað bók, sem nefnist „Barnið og sjónvarpið". Þar segir meðal annars, að börn líki ævinlega eftir veruleikanum í leikjum sínum. Þess vegna séu glæpamyndir háskalegar fyrir þau,- þær laði fram hið versta sem til er í barnssálinni: ofríki, árásar- hneigð og grimmd. Dr. Garry seg- ir ennfremur, að umhverfið, sem glæpamyndir séu látnar gerast f, hafi mikið að segja fyrir barnið: „Ætla mætti, að hinar sfgildu kúrekamyndir, þar sem Indíánar og hvítir menn herja miskunnar- laust hvorir á aðra og manndráp og blóðsúthellingar gerast með fárra mínútna millibili, séu stór- hættulegar fyrir börnin. En svo er ekki. Kúrekamyndirnar gerast f umhverfi, sem barnið þekklr alls ekki. Þær verka á það eins og fjar- lægur veruleiki, sem eigi ekkert skylt við raunverulegan heim þess. Hins vegar eru hættulegar þær glæpamyndir, sem gerast í ósköp venjulegri götu í veniulegri stór- borg — kannski nákvæmlega sams konar umhverfi og barnið er alið upp í. Þegar barnið þekkir um- hverfið, lifir það sig inn í myndina. Kúrekamyndir og ævintýramyndir verka hins vegar eins og tómur leikur," segir dr. Garry. Niður- staða hans er sú, að banna beri börnum með öllu að horfa á glæpa- myndir og allar þær myndir, þar sem gróf afbrot og morð eru fram- in. Foreldrum ber að leiðbeina börnum sínum í hvívetna og út- skýra fyrir þeim öll helztu fyrir- bæri lífsins — einnig hið undra- verða tæki, sjónvarpið. Rannsókn- ir þýzkra vísindamanna sýna, að í versta falli getur sjónvarpið ver- ið hreint eitur fyrir börn okkar. — Rannsóknir þeirra voru mjög víð- tækar. Þeir lögðu spurningalista fyrir 17000 börn í skólum í Ham- borg. Einnig voru tekin löng við- töl við marga nemendur á ýmsum aldri. Niðurstaða þessara ýtarlegu rannsókna varð m. a. þessi: Marg- ir dagskrárliðir sjónvarps vekja ótta og angist hjá börnum, sérstak- lega þeim sem eru yngri en 9 ára. Sálarlff barnsins fer úr skorðum og það getur haft í för með sér svefn- leysi eða það sem kannski er enn verra: slæma drauma og martröð. Barnið dreymir, að verið sé að elta það; að því sé varpað í fangelsi; að það sé kyrkt eða skotið til bana. Oft vaknar það við sitt eigið ang- istarvein og hróp á hjálp og getur verið marga klukkutíma að jafna sig. Einnig kemur fram í þýzku skýrsl- unni, að sjónvarpið valdi á mörg- um heimilum óheilbrigðum lífsvenj- um barna. Þau fari alltof seint að sofa, sofi illa og séu þreytt og sljó í skólanum á morgnana. Um þetta atriði segir dr. Heinelt, prófessor í uppeldisfræði við há- skólann í Freiburg: „Vegna slæmrar frammistöðu í skólanum, sem er fyrst og fremst sjónvarpinu að kenna, flýr barnið æ oftar á náðir þess falska heims, sem sjónvarpið býður upp á. Það flýr skólann; les ekki lexíurnar sín- ar á daginn. Það bíður aðeins eft- ir að sjónvarpið hefjist og gefur sig því á vald til þess að gleyma erfiðleikum og mótlæti hversdags- lífsins. Þegar þannig er komið, er sjónvarpið orðið hreint eitur fyrir barnið." ☆ Turnherbergið Framhald af bls. 15 hallarinnar, sem fjölskyldan not- ar var ekki heima. Ég iá í inflú- ensu og hún hafði skroppið lil að líta á mig. Hún kemur oft til mín. Hún álítur ekki að nokkur karlmaður geti hugsað um sig sjáifur. Hún sat þögul um hríð og; hugsaði um það sem hún hafði nú frétt. Að Rick Fraser væri harður, tillitslaus og fyrirlitleg- ur, í flestra augum; hún hafðil fengið ofuhlitla staðfesjtingu á því sjálf. En að fremja morð í skefjalausu bræðikasti eða með ískaldri yfirvegun — var hon- um í raun og sannleika trúandi til þess? Af einhverri ástæðu átti hún erfitt með að trúa hon- um til þess. Og þekkti nokkur hann betur en Lady Macfarlane? Eða var hún svo elliær að hún bjó honum til eiginleika er hann ekki hafði. Eiginleika sem hún óskaði að sonur hennar hefði haft. .. . — Ég hef áhyggjur af Lady Macfarlane, sagði hún. — Það þurfið þér ekki. Dob- ie vakir samvizkusamlega yfir henni. Hann fengi aldrei tæki- færi til að svipta hana lífinu. — Það var ekki það sem ég átti við. — Ójá. Jú. Hún spjarar sig áreiðanlega. Hún er seig. Þolir meira en þér álítið. En eruð þér ekki orðin svöng? Það er ég. Eigum við að líta á hvað þau hafa upp á að bjóða í matinn? Og tala um eitthvað skemmti- legra. Yður, til dæmis? Það gerðu þau. Það er að segja, það var hann sem talaði og mest um sjálfan sig og hún hvatti hann óspart til þess. Hann skýrði frá þvi að hann væri kennari í heimavistarskóla, ekki langt frá og væri nú að njóta þess bezta sem kennarastarfið hefði upp á að bjóða — hins langa sumar- leyfis. Hann sagði henni frá Ed- inborg, þar sem hann hafði al- izt upp. Frá áhugamálum sínum. Hann bjó yfir ólrúlegu sögusafni í sambandi við hvað eina og sagði skemmtilega frá. En að lok- um sagði hann: — En nú er röðin komin að yður. Þér eruð semsagt frá Nýja Sjálandi. Það hljómar afar spenn- andi. Það er alls ekkert spenn- andi. Við búum úli í sveit. Pabbi á fjárbú. — Og þér hjálpið pabba að rýja? - - Ekki beinlínis. En ég er stórflínk að teikna kindur eftir því sem stóri bróðir minn segir. Eruð þið mörg systkinin? — Fjögur. — Stór fjölskylda! Skelfing öf- unda ég ykkur, sagði hann. Ég er einbirni og það var afar ein- manalegt á köflum. Hann bauð henni sígarettu og kveikti sjálf- ur í annarri og síðan sagði hann: —- Hvernig stóð eiginlega á því að þér rákuzt hingað, inn í þennan afdal. Þetta er ekki einn af þeim stöðum sem ferðaskrif- stofurnar hafa hæst um. Hún hafði svar á reiðum hönd- um: - Ég hitti mann á skipinu sem sagði frá bílferð sem hann hafði farið í gegnum Skotland. 44 VTKAN 16 tw-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.