Vikan


Vikan - 24.04.1968, Blaðsíða 15

Vikan - 24.04.1968, Blaðsíða 15
ánægjunnar vegna, en bílvegur- inn til þorpsins, umhverfis mýr- ina, var drjúgum lengri og um hábjartan daginn var þessi styttri leið, ekki hættuleg. En á veit- ingahúsinu var viðvörun til gest- anna um að fara aldrei út í mýr- ina í slæmu skyggni eða myrkri. Það hafði hún heldur ekki í hyggju að gera. Veitingahúsið var í útjaðri þorpsins og hún vonaðist til að koma óséð inn, þar sem barinn var venjulega tómur svona snemma dags. En Jock, eins og allir kölluðu hann. stóð bak við borðið og talaði við Peter Con- way og báðir störðu undrandi á hana þegar hún haltraði í áttina að stiganum. — Hvað hefur komið fyrir, ungfrú? Hafið þér lent í slysi? — Já, það er hægt að segja svo, sagði hún. — Ég hef svo sannarlega þörf fyrir sjúss. Ég ætla bara að fara upp og laga mig svolítið til fyrst. Hún gekk upp stigann og inn í herbergið sitt, beint að spegl- inum. Hún trúði vart sínum eig- in augum. — Ég líl út eins og ég hafi lent í slagsmálum, sagði hún upphátt. Hún var með alblóðuga rispu á annarri kinni, uppþornaðan leir á andlitinu og rautt hárið úfið, tætt og óhreint og hvernig föt- in litu út var hreint ólýsanlegt! Hálftíma seinna hafði hún far- ið í steypibað, klætt sig í rósrauð- an léreftskjól og komið hárinu í nokkurt lag. Reiðin ólgaði í henni ennþá og þegar hún kom niður á barinn og Joch hellti þegjandi koníaki í glas handa henni, tók hún þakklát við því. — Hvað kom fyrir? spurði hann aftur? — Þér lítið út eins og þér hafið rekizt á tröll. Og Peter Conway sagði: — Ég hafði hugsað mér að stinga upp á að við færum í bíltúr eftir matinn. En þér viljið kannski bíða þar til einhvern annan dag. Hún hafði kynnzt Peter Con- way kvöldið áður og vissi ekk- ert um hann, nema að það var notalegt að tala við hann og hann leit þokkalega út og virtist þekkja alla í þorpinu, og hún vildi gjarnan, mjög gjarnan, kynnast honum nánar. — Ég hef ekkert á móti því, sagði hún. — Ég vildi það samt heldur á morgun. Ég hef lent í svo andstyggilegu í dag, ég hef aldrei komizt í annað eins upp- nám á allri minni ævi! — En hvað lcom fyrir? spurðu þeir aftur, og allt í einu fann hún að hún varð að tala um það, ann- ars myndi hún ganga af göflun- um. Þeir sögðu ekki mikið meðan hún var að segja frá, en veður- bitið andlit Jock varð stöðugt al- varlegra. ■—■ Mér datt ekki í hug að það myndi geta gert neinn hræddan, sagði hún að lokum. —• Ég vona innilega að Lady Macfarlane komist yfir það. — Jahá. Hún hélt að þér vær- uð Lísa, sagði Jock hægt. •—- Já, ég hef svo sem heyrt að hún væri orðin elliær en ég hélt að það væri ekki svona illa komið fyrir henni. Lísa var sonardóttir henn- ar, sjáðu til. Það eru sjálfsagt tíu ár síðan hún hvarf. Hún fór í bólið eins og venjulega, eitt kvöldið, en næsta morgun var rúmið autt. — Það var afar undarleg saga og hræðilega sorgleg, sagði Pet- er Conway. — Gamla konan komst aldrei yfir það. Hún fékk hjartaslag og hefur verið hálfgerður aumingi síðan. — Það undarlegasta var að barnsræningjarnir lélu aldrei frá sér heyra, bætti Jock við. — Macfarlane íjölskyldan er meðal ríkasta fólksins í öllu Skotlandi, svo allir héldu að sjálfsögðu að það yrði farið fram á mikið lausnarfé. En það kom ekkert bréf, það var ekkert hringt. Ekki neitt. -— Ég fyrir mitt leyti held að barnsræningjarnir hafi orðið hræddir og drepið barnið þess í stað. Því hefur Lady Macfarlane aldrei viljað trúa. Ef maður ósk- ar einhvers nægilega heitt getur maður næstum farið að trúa á hvað sem er, býst ég við. Hann starði hugsi á hana. — Það er sennilega hárið sem hef- ur komið henni til að halda að þér væruð Lísa. Hún var líka rauðhærð. En fáið aftur í glasið. Þér lítið út fyrir að þurfa þess, ungfrú. Þér hafið víst orðið fyr- ir álíka áfalli og Lady Macfar- lane. — Já, sjálfsagt. Ég hef aldrei orðið fyrir eins svívirðilegri lít- ilsvirðingu á allri minni ævi. — Já, já — það er ekki auð- velt að eiga við herra Fraser. Ég vildi ekki eiga neitt óuppgert við hann. Og sjálfsagt enginn hér í Castleton. Hann hefur sjálf- sagt haldið að þér væruð komn- ar þangað af hreinni forvitni. Fólk var eins og haldið illum öndum eftir morðið — kom ak- andi í bílum og ruddist inn í garðinn. Þér vitið sjálfsagt að það var hann sem drap Sir Jam- es? — Hvað ertu eiginlega að segja? Kona Jocks var komin fram á barinn fyrir aftan hann. — Þú veizt fullvel að hann var sýknaður og ég vil ekki sjá þig standa hérna og slá svona löguðu fram. — Hann var ekki sýknaður — honum var bara sleppt vegna skorts á sönnunargögnum. — Herra Fraser er enginn morðingi! Þar að auki hefurðu engan tíma til að standa hér og kjafta. Sérðu ekki að það eru komnir gestir? Það sást á brosi Jocks að hann fór hjá sér um leið og hann yfir- gaf þau til að sinna skyldustörf- um sínum. Peter Conway leit á Barböru og hló við. —- Eins og þér heyrið eru skiptar skoðanir um Rick Fraser. Þekkið þér hann? — Ég á heima í húsi sem er eign þessarar eignar ■— ég hef búið þar í fimm ár, svo ég þekki þau nokkuð vel. Verst að ég hafði ekki hugmynd um að þér hefðuð áhuga fyrir The Towers. Ég hefði áreiðanlega getað feng- ið leyfi til þess að þér gætuð farið inn í garðinn að vild yðar. Ég hef alltaf hafl áhuga fyrir gömlum höllum, sagði hún. Heima í Nýja Sjálandi höfum við ekkert slíkt. Þegar ég frétti að óviðkomandi væri bannaður aðgangur að þessu datt mér í hug að nota aðrar leiðir. En það dugar sjálfsagt ekki, sagði hann og hló. — Þér reikn- uðuð ekki með Rick Fraser. Hefði það bara verið ég! En úr því við erum að tala um það, hafið þér kannske einhvern áhuga fyrir gömlum, myndræn- um kotum? Trébindingshúsum með hálmþaki, eins og er á heim- ili mínu til dæmis? Hann var með sæblá augu og mjög hvítar tennur og hann hafði ekki augun af henni, duldi ekki að hann hafði áhuga á henni og fannst hún aðlaðandi með skrámum og öllu saman. Mót hennar með Rick Fraser hafði komið henni til að finnast hún bæði vera heimsk og Ijót og greinileg aðdáun Peters Conways var eins og smyrsl á sært stolt hennar. — Segið mér frá Rick Fraser, sagði hún. Eigið þér við morðið? —- Haldið þér að hann hafi verið sekur? Hann fékk sér slurk úr öl- krúsinni sinni og lagði hana frá sér aftur. Lady Macfarlane álítur það að minnsta kosti ekki, sagði hann í siaðinn fyrir að svara spurningu hennar. - Það er vegna hennar vitnisburðar sem þeir urðu að sleppa honum. — Segðu mér frá því. ■— Kvöldið áður en þetta gerð- ist höfðu þeir Sir James og Rick rifizt ofsalega. Sir James var argur yfir því að Lady Macfar- lane hafði látið Rick taka ábyrgð- ina fyrir eigninni og Rick vildi engan slettirekuskap. Staðreynd- in var sú að hún virtist háðari Rick en sínum eigin syni og það hlýtur að hafa farið í taugarnar á Sir James. Amma Ricks var systir hennar og hann var alinn upp á The Hall, eign fjölskyld- unnar Forster, já, þér hafið sjálf- sagt séð húsið, það er stærsta höllin hér í grenndinni, fyrir ut- an The Towers. — Ég held ég viti hvar það er. Er það ekki það sem stendur á hæðinni ofan við vatnið? — Jú, einmitt. Það er fallegt þar. Og Rick á húsið ennþá, en það er búið að selja jörðina. Þeg- ar pabbi hans dó varð að selja allt undan til að borga skuldirn- ar. Lady Macfarlane keypii megnið og þegar Rick var bú- inn með skólann bauð hún hon- um að taka að sér reksturinn á eignum hennar. Og duglegur er hann. Því verður ekki hægt að neita. — Ég get ímyndað mér það vel, muldraði hún. — Þér sögð- uð að hann og Sir James hafi verið að rífast, þegar þetta gerð- ist. — Já, og tveim tímum seinna, klukkan ellefu um kvöldið fannst hann dáinn í bókaherberginu. ■—• Myrtur með dolk, sem var notað- ur fyrir pappírshníf. Öll fingra- för voru þurrkuð af skaftinu; einu fingraförin sem nokkurs staðar fundust voru fingraför Ricks. Og hann var sá eini sem hafði noklcurn vinning af því að Sir James léti lífið. Dobie hafði heyrt Lady Macfarlane segja við hann að hún óskaði þess að hann væri sonur hennar, svo hún gæti gert hann að aðalerfingja sínum. — Svo hann er það sem sagt núna? ■— Já, nú er það hann. — En hvernig stóð á því að hann var ekki sakfelldur? Lady Macfarlane staðfesti fjar- vistarsönnun hans. Og þótt allt annað benti á móti honum urðu þeir að sleppa honum. Nauðug- ir, býst ég við, því það féll ekki minnsti grunur á nokkum mann. — En þjónustufólkið þá? — Hafði það ekkert að segja. hvorki með eða móti? — Alls ekkert. Þetta er stórt hús. Og Dobie sem er sú eina sem hefur herbergi í þeim hluta Framhald á bls. 44. W.tbt. VIKAN 15

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.