Vikan


Vikan - 06.06.1968, Síða 2

Vikan - 06.06.1968, Síða 2
ARm'ÚLÁ 3 SÍMI 38900 HUNER ÁHYGGJULAUS! FYRIR FULLT HUS UPPÞVOTTAR ER KitchenAid UPPÞVOTTAVELIN LAUSNIN í 15 ár hefur Kitchen Aid uppþvotta- vélin verið sú lany vinsælasta á mark- aðnum. Það er ekki að ástæðulausu, þar sem hún er eitt örugííasta sjálfvirka tækið, sem hér hefur verið selt. Hægt er að koma Kitchen Aid uppþvottavél- inni fyrir í hvaða eldhúsi sem er. Kitchen Aid uppþvottavélin er framleidd af The Hobart Manufacturing Company, sem hefur í 80 ár verið helzti framleiðandi uppþvotta- og hrærivéla fyrir fremstu hótel ogveitingastaði heims, enda mælir Good Housekeeping sérstaklega með bessari vél. Að styrkja gott málefni Mörg félög leggja á sig óeig- ingjarnt starf og mikið erfiði til þess að afla fjár til styrkt- ar málefnum sínum. Oft stefna þau að bættri aðbúð og auknu öryggi, sem verst eru á vegi staddir í þjóðfélag- inu. Það er vissulega lofsvert, að félagssamtök skuli þannig af fúsum vilja létta undir með þjóðfélaginu og hrinda í framkvæmd þörfum mannúð- armálum, sem ella hefðu kannski verið látin sitja á hakanum í langan tíma. Aðferðirnar, sem beitt er við slíka fjáröflun, eru marg- víslegar: kaffisala, skemmt- anahald, merkjasala og happ- drætti, svo að eitthvað sé nefnt. Stundum selja mörg félög merki til ágóða fyrir starf- semi sína á einum og sama sunnudeginum. Þá vill verða lítill friður í íbúðarhverfum borgarinnar. — Dyrabjallan byrjar að glymja eldsnemma um morguninn og vekur menn af værum sunnudags- lúr. Síðan linnir ekki látum allan liðlangan daginn, Krakkar eru í flestum tilfell- um látin selja merkin. Stund- um eru þeir ekki eldri en svo, að þeir hafa varla lært að þekkja á peninga. Fáir hafa því brjóst í sér til að skella hurðum á þessi saklausu and- lit, sem bjóða lágum rómi merki til sölu. Það er í sjálfu sér ekkert við það að athuga, að menn séu beðnir að styrkja gott málefni. En er ekki ósmekk- legt að nota börn til þess? Ekki getur það heldur tal- izt smekklegt að senda happ- drættismiða í pósti og rukka siðan um andvirði þeirra, ef þeir hafa ekki verið endur- sendir. Oft fá menn senda í pósti happdrættismiða frá fé- lögum, sem þeir hafa aldrei nálægt komið. Slíkt er væg- ast sagt ókurteisi, jafnvel þótt í hlut eigi félög, sem í langan tíma hafa látið gott eitt af sér leiða. 2 VIKAN 2Z-tbl-

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.