Vikan


Vikan - 06.06.1968, Blaðsíða 10

Vikan - 06.06.1968, Blaðsíða 10
STJOIIA BÖRNIIHEIMÍLINU? „Þetta er síðasti mömmuleikurinn okk- ar. Að prófinu loknu tekur alvara lífs- ins við.“ 0 Nokkrar verðandi fóstrur með slaufur í hári sýna okkur blessuð „börnin“ sín. O VIDIJETVMIR ÞVI! í leikskóla er löngum kátt! Munið að gefa börnunum lýsi! Við erum sérfræðingar að skipta um bleiur! Stjórna börnin heimilinu? Við bætum úr því! Þessar áletranir gat að líta á spjöldum í nýstárlegri skrúðgöngu, sem farin var kaldan en sólríkan apríldag á liðnu vori. Verðandi fóstrur voru að skapa nýja venju, ljúka námi sínu með pompi og pragt í fyrsta sinn. Þær gengu fylktu liði um götur bæjarins og óku á undan sér barnavögnum með brúðum í. Þær voru allar með slaufur í hári og héldu á gulum og rauðum og bláum blöðrum og sungu hástöfum: Vertu alltaf alltaf alltaf stundvís — og fleiri heilræði, sem þær kenna börnunum. Vegfarendur litu andartak upp úr önn hversdagslífsins og virtu fyrir sér þessa skrautlegu og skemmtilegu göngu. Hún minnti þá ekki aðeins á tilvist Fóstruskólans, heldur annað og meira: gáskann og æskufjörið, sem leysist úr læðingi á hverju vori. Spjöldin vöktu mikla athygli í skrúðgöngnni. Sérstaklega ráku menn augun í álctrunina: „Stjórna börnin heimilinu? Við bætum úr því!“ Ekki mun af veita, varð mörgum að orði. 10 VIKAN 22-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.