Vikan


Vikan - 06.06.1968, Síða 17

Vikan - 06.06.1968, Síða 17
f---------------------------------------------------------A Brezka hljómsveitin The Scaffold, sem hlotið hefur miklar vinsældir fyrir lögin „Thank you very mueh" og „Do you remember" var nýlega á ferð í Svíþjóð og lék þá m.a. á skemmtistaðnum Domino í Stokkhólmi — þeim sama stað og Hljómar léku á í Sviþjóðarferðinni i vetur. Skemmst er frá því að segja, að Scaffold hlutu mjög dræmar undirtektir hjá sænskum, og var ástæðan einfaldlega sú, að Svíar áttu erfitt með að skilja, hvað liðsmenn Scaffold voru að fara! Músik er ekki aðalatriðið hjá Scaffold. Þeir halda uppi stemmingu með þvi að reita af sér brandara en þess má geta, að tungutak þeirra er ekki sérlega auðskilið. Þeir fé- lagarnir eru allir frá Lifrarpolli og tala að vonum þeirrar borgar mállýzku. Þegar Scaffold fóru fyrst á kreik sungu þeir alls ekki. Þeir höfðu raunar ekki hugmynd um, að þeir gætu sungið! Og það skipti heldur engu máli — eða það fannst þeim a.m.k. fyrst í stað. Þeir voru bara þrír brandarakallar, sem gátu komið fólki í gott skap. Þegar fram liðu stundir, urðu þeir þó þeirrar skoðunar, að gott væri að skjóta inn einu og einu lagi á stöku stað, svona til tilbreytingar fyrir áheyrendur. Og þeir settu eitt lag inn á efnisskrána. Það hét „Today is Monday", og gerði það mikla lukku. Það lcorn raunar út á hljómplötu en vakti enga athygli. Síöan sömdu þeir nokkur lög til viðbótar, þar á meðal „Thank you very much" og það var kveðjulag þeirra, þegar þeir voru að skemmta. Það kom líka út, á plötu og, merkilegt nokk, —segja þeir sjálfir — seldist vel. Af þessu má sjá, að söngur er aðeins lítill og óverulegur hluti af efnisskrá þeirra. Margir eru þeirrar skoðunar, að Scaffold sé söngtrió, og verða undrandi, þegar kemur á daginn, að svo er ekki. Þetta er raunar eðlilegt með því að flestir þekkja Scaffold af plötum þeirra. Þess vegna fór sem fór í Svíþjóð. V._____________________________________________________________________________^ Hjónakornin Sandie Shaw og Jcffrcy Banks. Frá Sandie Shaw Aðdáendur Sandie Shaw urðu heldur en ekki undr- andi, þegar brezkt blað upplýsti ekki alls fyrir löngu, að þessi vinsæla söngkona væri orðin frú. Jafnvel nánustu vinir og vandamenn höfðu ekki hugmynd um, að tíu dög- um áður en blaðið skýrði frá þessu, hafði hún geng- ið að eiga Jeffrey Banks, sem er tízkuteiknari að at- vinnu. 6. marz sl. voru þau gefin saman í hjónaband með mikilli leynd í ráðhúsi Lundúna. Svaramenn voru tveir dyraverðir á staðn- um! — Það var ást við fyrstu sýn, sögðu hjónakornin, þegar þetta spurðist. Þau kynntust fyrir fyrir nokkr- um mánuðum. Sandie hef- ur fengizt við að teikna tízkuklæðnað, og Jeffrey, sem rekur tízkufyrirtæki, bað hana að teikna föt fyrir fyrirtæki sitt, Upp frá því urðu þau mestu mátar en fæsta grunaði, að rómantík væri í spilinu. Sandie segir, að hún muni eftir sem áður halda áfram að syngja, þótt henni finnist súrt í broti að vera langtímum fjarri bónda sínum. Hún er tíðum á hljómleikaferðum út og suður eins og títt er um vinsæla og eftirsótta skemmtikrafta. Sandie í klæðnaði sem hún hefur sjálf

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.