Vikan


Vikan - 06.06.1968, Page 23

Vikan - 06.06.1968, Page 23
Pyrsti eiginmaður hennar var Roger Vadim, svo sem kunnugt er. Nú er hún gift Gunther Sachs von Opel. Eitt barn á hún, son sem hún átti með eiginmanni númer tvö, Jacques Charrier. Það er ekki langt síðan þau Gunther gengu ( hjóna- band, en nú segja skæðar tungur, að hún halli sér æ meir að Stephen Boyd, en hún vinnur um þessar mundir með honum að gerð kvik- myndar á Spáni. Monsieur Sachs er þar hvergi nærri. — Ástin er það mikilvægasta í mínu lífi, segir hún. — Ástlaus get ég ekki verið. En ástin hefur auka- hlutverk í lífi Gunthers. Á undan henni koma veizlur, partý og vinir. En ég myndi aldrei reyna að breyta honum. Ef ég fæ ást á einhverjum, vil ég að hann haldi sér eins og hann var við okkar fyrstu kynni. Gunther er glæsimenni og stúlkurn- ar dragast að honum eins og flug- ur að Ijósi. Það þýðir auðvitað, að við togumst á að vissu marki. Hann vill ekki breyta sínum lífsháttum mín vegna, og ég ekki mínum hans vegna. — Þegar við erum saman, læt ég hann ráða. Ég fer með honum í partý og á veitingastaði. Það er ekki beinlínis heimilislíf. Kannski kampavín og kavíar, þegar við er- um heima, en þvílfkt er víst ekki kallað heimilislíf. — Ég bý í íbúð hans í París. Þegar hann fer, flyt ég í mína íbúð. Þar líður mér vel, þar finn ég mig heima. Hans íbúð er eins og hótel. Heima hjá mér læt ég alltaf loga ( arni. Eg bað hann einu sinni að kveikja upp í arninum heima hjá sér, og það var eins og ég hefði beðið hann að gefa mér tunglið í gullumgerð. Ég held, að hann hafi óttast, að herbergið færi á kaf ( sót og reyk. — Heima hjá mér eru margar bækur. Ég hef lesið þær allar. Heima hjá honum er enn fallegra bókasafn, allar bækurnar ( leður- bandi. En ég varð öldungis hlessa, þegar ég ætlaði fyrst að ná mér ( bók þar. Það var ekkert innan í þeim. Bara kilirnir. Það er víst hægt að fá svona í metravís. Shake- speare og Shaw á kjölunum. — En ég verð að njóta ástar jafnt og þétt. Það eitt vekur mér sjálfs- traust. Ég hef ekkert sjálfstraust sjálf. Það verður að koma frá þeim, sem ég umgengst. Það er hættulegt að skilja mig efir eina. Þá halla ég mér að öðrum. Samt hef ég aldrei Framhald á bls. 31. Nýlega gerðist það ( Bandaríkjun- um, að systur tvaer frömdu sjálfs- morð, af því að þær voru ekki nógu líkar Brigitte Bardot að dómi pabba þeirra, sem trúlega hefur aldrei séð BB nema á mynd. Og þótt sæt sé hún víst, er hún ekki svo einstæð, að annað eins hafi ekki þekkst. Og eins og nýlega var komizt að orði um hana: Hún er ekki lengur litli kettlingurinn, sem mann langar að setja undir vangann. Nú er hún orðin risaketta. 22.tbi. VIKAN 28

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.