Vikan - 06.06.1968, Blaðsíða 27
Myndir, scm sýna daglegt líf
Egypta til forna, cru víða á vcggj-
um grafanna. Litir sumra þeirra
eru svo skírir, að engu er líkara
en þær hafi verið málaðar fyrir
nokkrum árum en ekki árþúsund-
um.
ank-Amons.
Dalur konunganna tekur fram öllu
því, sem markvert er að sjá í
Egyptalandi.
Veggmynd af konum í hátiðar-
búningi.
Englendingurinn Howard Carter
fann gröf Tut-ank-Amons árið
1922. Gröfin var flcytifuil af dýr-
gripum og hafði hvílt undir bleik-
um sandinum í 3000 ár. — Þessi
mynd er tckin skömmu eftir að
Carter steig inn i gröfina.
Ekki er ýkja langt síðan þessi
leið var farin á litlum árabátum og
asnar hafðir til taks á árbakkanum
hinum megin til að flytja ferðafólk
síðasta spölinn að Dal konunganna.
Okkur er hins vegar ekið í þægi-
legum bifreiðum af nýjustu gerð.
Einnig hér hefur nútíminn hafið
innreið sína. Þess verður líklega
ekki langt að bíða, að öll ytri
merki hins frumstæða lífs, sem
stóð kyrrt öld eftir öld, hverfi til
fulls.
Við ökum langan, bugðóttan veg.
Sjaldan sést hvað framundan er.
Gróðurlausar hliðar eru á báðar
hendur og klettar úr Ijósbleikum
kalksteini.
Þegar gengið hefur verið þrep
fyrir þrep upp háar steintröppur,
er loks komið að hinum frægu kon-
ungagröfum. Sólin er steikjandi heit
og sker í augu.
Grafirnar eru ekki ýkja merkileg-
ar að sjá að utan: aðeins dyr við
dyr inn í fjallshlíðarnar. En augað
grunar sízt það sem fyrir innan er.
62 grafir hafa fundizt, en ekki er
ósennilegt, að fleiri kunni að leyn-
ast undir bleikum sandinum.
Við göngum niður í gröf Setís
fyrsta, en hún er sögð lengst. Hún
er stundum kennd við ítalska forn-
leifafræðinginn Belzoni, sem fann
hana árið 1817.
Fyrst er gengið niður tröppur,
stöðugt lengra og dýpra í jörðu
niður. Þá tekur við gangur, sem
liggur enn lengra og enn dýpra
niður. Það hallar jafnt og þétt
undan fæti, og okkur verður hugs-
| að til ferðarinnar aftur upp á yfir-
borðið. Hún hlýtur að verða mun
torsóttari. Alls staðar eru veggir
skreyttir myndum og letri. Furðulegt
er að sjá, hversu litirnir hafa varð-
veitzt á svo óralöngum tíma.
Leiðsögumaður okkar er gamall
Arabi í skósiðum kyrtli með túrban
á höfði. Hann stanzar víða á leið-
inni og útskýrir myndir og tákn.
Hann talar hátt og skýrt og hik-
laust; kann sýnilega rullu sína reip-
rennandi. Hann lék á als oddi í
fyrstu, en varð fálátari og skap-
þyngri því neðar sem við fórum.
Astæðan var sú, að með í hópnum
voru frönsk hjón. Eiginmaðurinn
hafði í höndum þykka bók og
rýndi af og til í uppdrátt af gröf-
inni. Þetta reyndist vera hálærður
maður í sögu Forn-Egypta. En því
miður var hann óspar á að miðla
öðrum af þekkingu sinni. Og ekki
voru taugar hans næmari en svo,
að hann hélt áfram uppteknum
hætti, þrátt fyrir illilegar augna-
gotur leiðsögumannsins.
Við höfum veitt þvi athygli fyrr
í ferðinni, að víða í kirkjugörðum
eru rammger og ve.gleg grafhýsi.
Margur fær yfir sig dauðan miklu
vandaðri vistarveru en hann gisti í
lifanda lífi. Þessu valda trúarskoð-
anir.
Þegar nýr faraó tók við völdum,
lét hann þegar í stað hefja vinnu
við gröf sína og hélt áfram að
stækka hana og skreyta á meðan
hann réð rikjum. Það var talið
mikilvægara að leggja rækt við
staðinn, þar sem sálin átti að búa
um aldur og ævi, en skreyta hí-
býli skammvinnrar jarðvistar. Og
ekki gat konungur verið þurfaling-
ur í öðru lífi. Þess vegna voru dýr-
gripir lagðir með honum í gröfina.
Gröf Setís fyrsta gefur til kynna,
að hann hafi verið voldugur faraó
og ríkt lengi.
Það er skritin reynsla að lita aft-
ur dagsins Ijós eftir slíka furðuferð
langt og djúpt í jörðu niður. Mað-
ur fær ofbirtu í augun.
Næst skoðum við þá gröf, sem
minnst er, en jafnframt frægust:
gröf Tut-ank-Amons, sem fannst
ekki fyrr en árið 1922. Só atburð-
ur vakti heimsathygli og er merk-
asti fornleifafundur á þessari öid.
Það voru Englendingarnir og Carnar-
von lávarður og Howard Carter,
sem fundu hana.
Líklega er mörgum enn í fersku
minni þessi fornleifafundur, kann-
ski fyrst og fremst vegna þeirra
dularfullu atburða, sem gerðust í
sambandi við hann. Eitruð fluga
beit Carnarvon lóvarð og lézt hann
af völdum bitsins. Síðan rak hvert
dauðsfallið annað og öll urðu þau
með válegum hætti að sögn. Af 21
manni, sem vann við uppgröftinn,
var enginn ofar moldu fimm árum
síðar nema Howard Carter. Það var
því ekki að undra, þótt hjátrúin
risi upp í öllu sínu veldi. Bölvun
Tut-ank-Amons hlaut að hvíla yfir
hverjum þeim, sem vogaði sér að
snerta gröf hans.
Gröfin er aðeins eitt stórt her-
bergi og lítil stúka inn af henni,
enda lézt Tut-ank-Amon í
æsku, aðeins 18 ára gamall. Þótt
gröfin sé ekki umfangsmikil, hafa
þó rúmazt í henni siík ókjör af dýr-
gripum, gulli og gersemum, að
fyllir nær heila hæð í egypzka safn-
inu í Kairó.
í litlu stúkunni stendur kista kon-
ungsins, en í henni hvílir múmían
í gullnum umbúðum. Allt í kring
eru myndir málaðar á veggina og
eru litir þeirra ótrúlega skírir. Það
er engu líkara en þær hafi verið
málaðar fyrir fáum árum.
Margir hafa undrazt, að hinn ungi
konungur skyldi huga að gröf sinni
strax í bernsku. En hafa ber í huga,
að í Egyptalandi hinu forna þráðu
Framhald á bls. 31.
22. tbi. VIKAN 27