Vikan - 06.06.1968, Qupperneq 28
LILDU
LiluU
LILUU
LILJU
Liljubindi eru betri
Fást í næstu búð.
Fjarlægið nagla-
bðndin á
auðveldan hátt
Hinn sjálffyllti Cutiþen gefur níýkj-
andi lanolínblandaðan snyrtilög, einn
dropa í einu, sem mýkir og eyðir
óprýðandi naglaböndum.
Cutipen er eins og fallegur, óbrjótandi
sjálfblekungur sérstaklega gerðúr lil
snyrtingar. Hinn sérstæði oddur hans
snyrtir og lagfærir naglaböndin syo
að neglur yðar njóti sín.
Engra pinna eða bómullar er þörf.
Cutipen er algerlega þéttur, svo að
geyma má hann í handtösku.
Cufáp&Hs
fæst 1 ölium snyrtivöruverzlunum.
Handbærar áfyllingar.
Fýrir stökkar ncglur biðjið um
Nutrinail,
vítamínblandaðan naglaáburð, sem
s'eldur er í pennum, jafn handhæg-
um í noktun og' Cutipen.
Hvað ertu að hugsa
Framhald af bls. 13.
Hann sat þögull og horfði á
hana meðan hún tók til ost og
ávexti. Augu hennar skiptu litum,
frá gráu yfir f grænt, eins og stein-
ar í fjallalæk, þegar hún horfði á
hann.
— Hvað ertu að hugsa? spurði
hún.
Hann hafði verið að hugsa um
að hún hefði komið með nýja teg-
und af osti, en hann svaraði, eig-
inlega hálf vélrænt:
— Um það hvað þú ert falleg.
Daginn eftir hringdi Rut til skrif-
stofunnar og spurði símastúlkuna
hvort það væri nokkur Birgit Hell-
man starfandi við fyrirtækið.
— Það hlýtur að vera fröken
Hellman í útflutningsdeildinni,
sagði stúlkan og gaf henni sam-
band, áður en hún gat komið í
veg fyrir það.
— Fröken Hellman, sagði lág,
þýð og svolítið hás rödd, einmitt
sú rödd sem átti við konur af þessu
tagi. Rut gretti sig og lagði sfm-
ann á.
Þetta kvöld lagði hún á borð
við blómagluggann, og setti skál
með blómstrandi hyacintum á mitt
borðið. Ilmur þeirra var svo sterk-
ur að hann fyllti stofuna. Það snjó-
aði fyrir utan og snjóflygsurnar
festust á rúðunum.
— Mér fannst upplagt að borða
hér í kvöld. Hér er svo skemmti-
lega notalegt í svona veðri. Svo er
ekki heldur sjónvarpið til að trufla
okkur.
Hann starði á hana, og allt í
einu fannst honum sem hann væri
að kafna, honum fannst sem vafn-
ingsiurtirnar hennar væru að snú-
ast um hálsinn á sér.
Þess utan var líka þáttur í sjón-
varpinu. sem hann hafði mikinn
áhuga á. Hún gat varla verið af-
brýðisöm út í sjónvarpið?
Hún var í nýjum kjól, silfurglitr-
andi kokkteilkjól. Furðulegt uppá-
tæki, hugsaði hann, að hafa svona
mikið við klæðnaðinn á veniulegu
kvöldi! Auðvitað voru þær konur
leiðinlegar, sem ekkert hirtu um út-
lit sitt og iögðu enga rækt við
klæðnaðinn, nema ef þær ætluðu
eitthvað út. En Rut klæddi sig upp
á hverju kvöldi, aðeins fyrir hann
einan. Ja, það mátti segja að hann
var heppinn með konuna.
— Hvað ertu að hugsa? sagði
hún eftir smástund.
Hann var að skera kjötið sitt,
eða að revna að borða það, hissa
á því með sjálfum sér að hann
hafði enga matarlyst, þótt matur-
inn væri mjög girnilegur.
— Fa er að hugsa um hvað þessi
kjóll fer þér vel, svaraði hann.
Morgunloftið var milt, snjórinn
hafði bráðnað mikið um nóttina.
Hún var í rauðri kápu, með svart-
an hatt úr minkaskinni og í svört-
um kuldaskóm. Grönn, glæsileg og
spennt eins og stálfjöður, gekk hún
til húsvarðarins f anddyrinu og
spurði eftir fröken Hellman.
— Á áttundu hæð, herbergi núm-
er 811, sagði hann.
Nokkrum mínútum síðar stóð hún
á löngum gangi og horfði á nafn-
spjaldið á hurð númer 811: B. Hell-
man, einkaritari, stóð á spjaldinu.
Hún barði snöggt á hurðina og
gekk inn.
Fröken Hellman starði á hana,
gat ekki verið eldri en tuttugu og
fimm ára, Ijóshærð og lagleg, en
ósköp venjuleg stúlka. Hún var í
svartri peysu, sem náði upp f háls,
og utan yfir peysunni var hún í
stórköflóttu vestispilsi, f skærum
litum; alveg laus við að vera gtæsi-
leg. Hún hafði ekkert fyrir því að
standa upp, þegar Rut kom inn,
leit aðeins upp og hélt höndunum
kyrrum á leturborði ritvélarinnar.
— Þér eruð fröken Hellman, er
það ekki?
- Jú.
— Þér virðist þekkja manninn
minn?
— Ég? Já, það gæti verið. Hvað
heitir hann?
— Ég er frú Björk.
Fröken Hellman breytti ekki um
svip, hún var alveg róleg.
— Jæja, sagði hún.
— Ég er hingað komin til að
tala alvarlega við yður. Þér hagið
yður eins og asni, og þér ættuð að
hætta því. Annað hef ég ekki að
segja.
Fröken Hellman starði á hana,
svo fór hún að hlæja.
— Jæja, svo þér komuð þess
vegna. Það er mjög vingjarnlegt.
— Mgðurinn minn kann illa við,
— ja, hvað á að kalla það, — áhuga
yðar, en hann kann ekki við að
segja yður það. Hann vil! aldrei
særa fólk, hann er of viðkvæmur
og tillitssamur til þess. En ég held
því fram að tillitsleysi geti stund-
um verið gott, það getur líka ver-
ið nauðsynlegt.
— Já, því gæti ég trúað.
Fröken Hellman hallaði sér aft-
ur á bak í skrifborðsstólnum, rugg-
aði sér frá einni hlið til annarrar,
og hafði ekki augun af Rut. Hún
hló með sjálfri sér.
— Hann kærtr sig alls ekki um
þessar óþverra bækur, sem þér er-
uð að lána honum. Hann kann
ekki við að segja yður það.
— Og hvers konar bækur eru
þetta?
Fröken Hellman virti hana fyrir
sér, frá hvirfli til ilja, lét augun
hvíla um stund við mjóslegna og
svolítið skakka fótleggi hennar.
— Það hefur hvorugt okkar
áhuga á slíkum bókum ... Hún
gretti sig, þegar hún nefndi titil
bókarinnar, sem hún hafði séð í
skjalamöppu Kurts.
— Jæja, var það hún? Ég hef
nú ekki lesið hana ennþá.
— Þér ættuð að hætta að hengja
yður á mann, sem hefur ekki nokk-
urn áhuga á yður. Það borgar sig
ekki, það get ég fullvissað yður
um. Hann er mjög aðlaðandi mað-
ur, og þér eruð ekki sú fyrsta sem
eltið hann á röndum. En þér verð-
ið aðeins til athlægis. Hann er
Dömusíðbuxur.
Barna - unglinga
og fullorðsinsstærðir
Fylgizt með tízkunni
SOLÍDÖ
umboðs- &
heildverzlun
Bolholti 4
Vel klædd eru börnin
í fötum frá okkur
Póstsendum
Ms
U toGidim
Laugavegi 31
Sími 12815
28 VIKAN 22-tbl-