Vikan


Vikan - 06.06.1968, Blaðsíða 31

Vikan - 06.06.1968, Blaðsíða 31
Egyptaland Framhald af bls. 27. menn dauðann. Dauðinn var lykill- inn að hinu eina, sanna og eilífa lífi. Eins og aðrir faraóar hóf Tut- ank-Amon að reisa sér grafarmust- eri strax og hann tók við völdum. Hann lét gera uppdrótt að þeim stað, þar sem hann vildi hvíla lót- inn og framkvæmdir hófust. En þær voru skammt á veg komnar, þegar hann féll fró, svo að útbúa varð annan dvalarstað í miklum flýti. Menn hafa gert sér í hugarlund, hvernig jarðarför Tut-ank-Amons hafi farið fram og til eru nákvæm- ar frósagnir af henni. Þegar lót faraósins spurðist, varð þjóðarsorg í Egyptalandi. Fólk lagði niður vinnu sína og kraup til jarð- ar. Menn neyttu sem minnst matar, skemmtanir voru forboðnar og hirð- menn móttu hvorki skera hór sitt né skegg, fyrr en iarðarförin var um garð gengin. A nóttu sem degi unnu bygg- ingameistarar og verkamenn við að smíða gröfina. Sem betur fer höfðu þeir ofurlítinn frest, því að langan tíma gat tekið að útbúa múmíuna, allt upp [ sjötíu daga. Arla morguns í apríl 1343 fyrir Krists burð gat hin hátíðlega jarð- arför loks hafizt. Prestar komu múmíunni fyrir á líkpalli, sem var eins og bátur að lögun. Hann var síðan settur upp á vagn, sem dreg- inn var af rauðum uxum til hins konunglega grafarmusteris. Allt var þakið skíragulli og svo skrautlegt, að vart verður með orðum lýst. A eftir vagninum kom líkfylgdin. Fremstir gengu prestar þeir, semi höfðu séð um smurninguna, síðan embættismenn og vinir konungsins og loks konur í hvítum sorgarklæð- um með drottninguna í fararbroddi. Flestir héldu á einhverjum dýrgrip, sem ótti að fara f gröfina. Jafnt karlar sem konur grétu há- stöfum, sungu og veinuðu í senn. Siglt var á bátum og skipum yfir Níl að grafarmusterinu. Þar fór fram athöfn samkvæmt erfðavenj- um, og stóð hún í fjóra daga. Á fimmta degi var aftur lagt af stað og haldið til borgar hinna dauðu: Dal konunganna. Grátkon- ur tóku aftur til við iðju sína, en karlmenn veifuðu papýrusræmum. Meðan kistunni og öllum dýrgrip- unum var komið fyrir og múmían smurð í hinzta sinni, undirbjó fólk- ið mikil hátíðahöld fyrir utan gröf- ina. Þegar myrkrið skall á í einu vetfangi, voru blys tendruð. Þau Jo vill ekki láta það gleymast að hann var fyrsta barnið sem fæddist í New York árið 1923! lýstu upp stórt tjald, sem reist hafði verið í miðjum dalnum. Nú var ekki lengur grótið. Nú var sorgin gleymd. Nú var ástæða til að fagna. Nú gátu hirðmenn loksins skorið hár sitt og skegg. Hinn ungi konungur hafði öðl- azt eilíft líf. Þegar gleðinni lauk, urðu gest- irnir að skilja skart sitt eftir í sér- stöku herbergi í Dal konunganna. Ekkert, sem heyrði jarðarförinni til, mátti aftur koma í heim lifenda. Þannig hefur þetta verið í stór- um dráttum. Og síðan hefur Tut-ank-Amon hvílt í gröf sinni umkringdur dýr- gripum sínum undir bleikum sand- inum í þrjú þúsund ár, — allt þar til Englendingarnir fundu hann fyrir tæplega hálfri öld. Að síðustu skoðum við grafir drottninga, þar sem varðveittar eru hinar frægu myndir, sem sýna Egypta við dagleg störf sín. Svipir þeirra lýsa tign og glæsileika. Á leiðinni þangað sjáum við svartklæddar konur með krukkur á höfði. Þær stefna í átt að þyrpingu af hrörlegum leirkofum, þar sem tötraleg börn eru að leik. Árekstur nútíðar og fortíðar; þessi einkennilega tilfinning, sem grípur hugann aftur og aftur á skyndiferð um Egyptaland, þar sem þjóð glæstrar söqu býr í álögum fótæktar og misréttis. Þótt kjör hennar kunni áfram að verða bóg- borin, mun hún seint gleyma draumi sínum um endurheimt fornrar frægðar. f leit að hamingju Framhald af bls. 23. verið ótrú. Áður en til þess kemur, kveð ég og fer. — Ég er aldrei fyllilega ánægð. Ég er sífellt að reyna og prófa alla hluti, í leit að sannri ánægju og hamingju. Þetta stafar kannski af því, að ég hafi bágborna skapgerð. En við því verður ekki gert. En ég hef alltaf barizt fyrir hjónabönd- um mlnutn. Kona, sem býr með karli, verður að sigra hann á hverj- um degi. Annars leitar hann annað. Konan verður alltaf að leitast við að vera fögur í augum karlsins. Ekki þó endilega [ andliti. — Ég er ekki með rtka þjóðfé- lagsvitund. Ég er bóhem. Mamma fylltist stundum skelfingu, þegar henni verður hugsað til þess, að ég er marg gift, marg skilin, á barn, sem ég ekki vil eiga. Og ég skil hana. Ég var alin upp eftir ströngustu yfirstéttakröfum. Þegar ég svo giftist Vadim, sneri ég öllu við. Síðan er ég bóhem. — Ég lærði mikið á að vera kon- an hans. Ég hef lært mikið af mönn- unum mínum. En ég held, að ég hafi gefið í sama mæli og ég hef tekið. — Það er svo undarlegt með mig, að ég hef raunar alls enga framgirni. Ég vil bara fá að lifa og vera hamingjusömu. Það er mitt eina takmark. ☆ Mfenwood strauvélin Vikuþvottinn. lök, sœnKurvcr, borðdúkn, handklædi, kodda- ver o. fl. o. fl. cr nú hægt aö' strauja á örskammri stund. I>ér sctjist vid vclina slappið af, látið hana vinna allt crfiðið. Engar crfiðar stoður við strau- borðið. Kcnwood strauvélin losar yður við alll crfiðið, sem áður var. Á stuttuin tíma komist |>ér upp á lag mcð að strauja skyrtur or annan vandmcðfurinn þvott vcl og vandlcga. Lök. sængur- ver og önnur stærri stykki cr hægt að strauja án allra vand- kvæða í Kcnwood strauvél- inni, scm cr mcö 61 cm valsi. I»cr gctið prcssað buxur, stífað skyrtur og gengið frá öllum þvotti í Kcnwood strauvclinni cins og fullkominn fagnaður. Verð kr: 16.100.— Viðgcrða- og varnhlutaþjónusta Yður eru frjálsar hendur 1)687 við val og vinnu 21240 Nekla lliinrlilŒíninfldr á LOFT og VEGGI Höfum fyrirliggjandi ýmsar tegundir s.s.: FURU OREGON PINE E!K ÁLM ASK CAVIANA GULL-ÁLM TEAK Harðviðdrsfllan sf. Þórsgötu 13. Símar 11931 & 13670. 22. tw. VIKAN 31

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.