Vikan - 06.06.1968, Page 37
Carlos var rómverzk-kaþólsk-
ur, svo það virtist ekki vera neitt
í veginum fyrir því að þau
fengju að eigast.
En faðir Önnu varð áhyggju-
fullur. Honum fannst prinsess-
an vera of lengi á Spáni. Hann
fór því í stutta heimsókn til
kastalans í Toledo, til þess að
hitta föður Carlosar, Alfonso af
Bourbon. Þessi fundur þeirra
varð afdrifaríkur og ekki Önnu
í vil.
Fyrir mörgum öldum var
barátta á milli frönsku kon-
ungsfjölskyldunnar og ættleggs
Bourbonanna, sem kenndur er
við Spán.
Greifinn af París neitaði a'ð
kannast við kröfu Alfonsos um
titilinn „Prins hinna tveggja Sik-
ileyja“. í reiði sinni sneri greif-
inn aftur heim til Louvecienne og
tók Önnu með sér. Hann tilkynnti
opinberlega að dóttir hans, sem
var 24 ára, væri of ung til að
giftast. Hann hafði greinilega
gleymt því að hann var aðeins
tuttugu og tveggja ára, þegar
hann kvæntist, og að konan hans
var þá aðeins átján ára.
En hin tuttugu og fjögra ára
Anna hafði lært það af reynsl-
unni, að það borgaði sig að vera
þolinmóð. Þau Carlos skrifuðust
á og ákvóðu, sín á milli, að bíða í
eitt ár. Hann fór til New York
til að kynna sér bankastarfsemi.
Þau skrifuðust á daglega, þangað
til örlögin léku aftur á þau. Anna
var að fletta amerísku tímariti
og datt þá ofan á mynd í blaðinu,
sem gerði hana alveg undrandi.
Þetta var mynd af Carlosi, arm
í arm með fyrirsætu, Cöleen
Bennet að nafni.
Anna krafðist engrar skýring-
ar. Hún var niðurbrotin og, að
því að henni fannst, auðmýkt,
svo að hún tók saman pjönkur
sínar og fór til Brazilíu, þar átti
hún æskustöðvar sínar. Ennþá
einu sinni var hún á flótta frá
minningunum.
Faðir Carlosar, Don Alfonso, dó
í febrúar,' 1964. Enginn meðlim-
ur frönsku konungsfjölskyldunn-
ar fylgdi honum til grafar.
f júní, sama ár, var gert brúð-
kaup Claude, yngri systur önnu,
og Amedee d‘Aosta, hertoga. Car-
los, sem nú var orðinn ættar-
höfðingi, var ekki viðstaddur
brúðkaupið.
En Anna var þar, mjög glæsi-
leg, í grænum kjól. Gestirnir tóku
eftir því að hún var hlédræg og
þögul. Raunin var sú að hún var
á barmi örvæntingarinnar.
Nokkrum dögum síðar kyngdi
hún stolti sínu og biturleika, og
fór til Toledo, til að hitta Carlos,
sem var þá kominn heim frá
Ameríku. '
Það var enginn hávaði eða á-
sakanir milli þeirra. Þau féllust
í faðma, og strikuðu yfir fortíð-
ina. Anna neitaði að hreyfa sig
frá kastalanum, og var þar í
nokkra mánuði.
Hvernig maður skolar Kyrrstætt
rafmagn ur þvottinum sínum
Bætið E.-4 út í síðasta skolvatnið.
Látið þvottavélina þvo þvottinn
í 3 mínútur, þá drekkur það í
sig þau endurbyggjandi efni, sem
finnast í E.-4.
(Við smáþvott eigið þér aðeins
að hreyfa létt við þvottinum með
hendinni).
E-a
er hagkvœmasl
Auk hinnar vinsælu 1/1 líters flösku
fæst E.-4 nú einnig í 2 Vj líters risa-
flösku með handarhaldi. — Þegar þér
kaupið hana, sparið þér 30%.
Frá Dansk Import A/S, Köbenhavn
Herlev.
Innflytjandi:
íslenzka Verzlunarfélagið hf.,
Laugavegi 23, sími 19943.
Þvotturinn hefur nú verið endur-
byggður. Hver einasti þráður er
þakinn ótrúlega þunnri E.-4
himnu, sem er á þykkt við móle-
kúl. Þegar þvotturinn er þurr,
„ýta“ himnurnar hinum einstöku
þráðum hvorum frá öðrum, svo
þvotturinn verður gljúpur, létt-
ur og svalur, eins og hann væri
nýr. Rafmagnið er horfið úr nyl-
on-þráðunum, vegna þess að þeir
nálgast ekki hvern annan vegna
hinnar þunnu E.-4 himnu, Það er
auðvelt að ganga frá strauning-
unni þegar þvotturinn hefur ver-
ið skolaður í E.-4.
22. tu. VIKAN 37