Vikan - 06.06.1968, Síða 39
Hún bað foreldra sína um að
veita sér og Carlos blessun, en
gat þess um leið, að það breytti
engu hvort þau gerðu það eða
ekki, hún og Carlos væru ákveð-
in í því að ganga í hjónaband.
Að lokum gafst faðir hennar
upp, hann sá að dóttur hans var
alvara. Næstkomandi maímánuð
voru Anna og Carlos gefin sam-
an í hjónaband.
Maímánuður 1965 var ham-
ingjumánuður Önnu prinsessu.
Þá var flótta hennar lokið, hún
var í öruggri höfn ....
Maria Beatrice
Framhald af bls. 24.
hitti Mariu Beatrice í samkvæmi
sem kunningi hans hélt, Þau
skiptust á símanúmerum. Svo
hittust þau aftur í byrjun septem-
ber, árið 1967; prinsessan var á
leið til Sviss, til að undirgangast
smávægilega skurðaðgerð. Arena
fór með henni og sat við rúm-
stokk hennar á hverjum degi.
Hann kynntist nokkrum með-
limum fjölskyldu hennar í Gefn;
Mariu Jose, fyrrverandi drottn-
ingu ítala, sem bjó einsömul,
systrunum Mariu Gabriellu og
Mariu Piu og Victor Emanuel,
bróður þeirra. Samfundir hinnar
konunglegu flóttamanna og leik-
arans í herbergi Mariu Beatrice
voru vægast sagt nokkuð kulda-
legir. Það var mjög greinilegt að
systkinum prinsessunnar var ekki
meira en svo um leikarann.
Maria Beatrice sneri aftur til
Madrid, að sjúkrahúsvist lokinni,
— með Arena í eftirdragi. Svo
komu nýjar æsifréttir, sem komu
miklum gauragangi af stað, inn-
an hinnar konunglegu fjölskyldu.
Klukkan fjögur að morgni þess
þrítugasta september hringdu
Beatrice og Arena, sem bjuggu
saman á Yelmo hóteli, við Calle
de Vaeazques, til nokkurra kunn-
ingja sinna og tilkynntu að þau
ætluðu að gifta sig, og það strax
þessa stundina.
Korter fyrir klukkan fimm
mættust hin verðandi hjón og
nokkrir kunningjar þeirra fyrir
framan La milagrosa kirkjuna.
Dyrnar voru læstar; Beatrice tók
af sér annan skóinn og lamdi
með hælunum á kirkjudyrnar,
og fylgdarliðið hrópaði af öllum
kröftum. Að lokum opnuðust
kirkjudyrnar og syfjulegur prest-
ur kom í ljós. Hann var strax
sýnilega óánægður yfir þessum
gauragangi og hávaðanum frá
þessum óvelkomnu morgungest-
um, og hann varð bálreiður, þeg-
ar Beatrice lét í ljós erindi þeirra,
hann sá fyrir allskonar vandræði,
sem af slíku tiltæki kynnu að
hljótast, og það var ósköp eðli-
legt. Það þurfti að leggja fram
leyfisbréf og leyfi foreldra henn-
ar. Hann ráðlagði að lokum
prinsessunni að fara til ítölsku
kirkjunnar í borginni.
*
RAFHA-HAKA 500 er sérstak-
lega hljóðeinangruð. — Getur
staðið hvar sem er án þess að
valda hávaða.
*
Öruggari en nokkur önnur
gagnvart forvitnum börnum
og unglingum.
Hurðina er ekki hægt að opna
fyrr en þeytivindan er STÖÐV-
UÐ og dælan búin að tæma
'vélina.
RAFHA-HAKA 500 þvottavélin yðar mun ávallt skila yður full-
komnum þvotti ef þér aðeins gætið þess að nota rétt þvottakerfi,
þ. e. það sem við á fyrir þau efni er þér ætlið að þvo.
Með hinum 12 fullkomnu þvottakerfum og að auki sjálfstæðu
þeytivindu- og dælukerfi, leysir hún allar þvottakröfur yðar.
Þvottakerfin eru:
1. Ullarþvottur 30°.
2. Viðkvæmur þvottur
3. Nylon, Non-Iron 90°
4. Non-Iron 90°.
5. Suðuþvottur 100°.
6. Heitþvottur 60°.
7. Viðbótarbyrjunarþvottur 90°.
40°. 8. Heitþvottur 90°.
9. Litaður hör 60°.
10. Stífþvottur 40°.
11. Bleiuþvottur 100°.
12. Gerviefnaþvottur 40°.
Og að auki sérstakt kerfi fyrir þeytivindu og tæmingu.
1
f
tl OBKIH HAHS WCft?
Þa8 er alltaf sami leikurinn í henni Yndisfríð okkar. Hún hefur
falið örkina hans Nóa einhvers staðar í blaðinu og heitir góð-
um verðlaunum handa þeim, sem getur fundið orkina. Verð-
launin eru stór konfektkassi, fullur af bezta konfekti. og fram-
leiðandinn er auðvitað Sælgætisgerðin Nói.
Síðast er dregið var hlaut verðlaunin:
Kristín Halldóra Kristjánsdóttir, Sólvangi, Fossvogi.
Vinnihganna má vftja í skrifstofu Vikunnar.
Nafn
Heimlli
Öricin er á bls.
22. tbi. VIKAN 39