Vikan - 06.06.1968, Qupperneq 44
Trésmfðavélar
' FROMMIA
þýzkar
PALTRINIERI
ítalskar
sambyggðar
sérbyggðar
Járnsmíða-
vélar í
miklu úrvali
Sé(/L
Rafmagnshand-
verkfæri
verkfœri & járnvörur h.f.
Tryggvagötu 10 - Sími 15815
— Það sem einkennilegt er við þessa þaku er að það er, eins og hún
veki bergmál í stað Þess að deyfa öll hljóð eins og Þykk þoka gerir
venjulega.
— Hvar er Ericson, sagði Manigault allt í einu.
— Hann fannst ekki lengur.
Þegar myrkrið féll á tók Martial mikið viðbragð, þegar hann kveikti
á fyrsta kertinu.
— Komið og sjáið, hrópaði hann.
Karlar, konur og börn komu þjótandi og fundu hann fullan aðdá-
unar á þúsund glitrandi ljósum sem kviknað höfðu i þokunni af
endurvarpinu frá daufum bjarma kertistýrunnar.
Litlir ískristallar urðu allt í einu sýnilegir og breyttust í grænt,
grængult, rautt, blei’kt og blátt. Mótmmælendurnir kveiktu á öll-
um luktunum og i hvert skipti sem nýr glampi kom í ljós, stafaði af
honum enn marglitaðri ljóma og mótmælendurnir störðu opinmynnt-
ir af undrun, og veltu því fyrir sér kviðablöndnum huga hvernig þetta
framandi land væri, sem þeir væru nú komnir til.
Angelique gat ekki sofnað og fór hvað eftir annað upp á þilfar. Eft-
ir svo marga daga í hafi var óvenjulegt að finna skipið liggja við
akkeri og heyra öldurnar brotna við strönd, skammt frá.
Hún var full eftirvæntingar sem minnti hana á næturferðirnar i
Bocage meðan á uppreisninni stóð .sömuleiðis á andrúmsloftið um borð
i hinni konunglegu galeiðu eða skipum Mölturiddaranna, nokkrum
klukkustundum fyrir óvinaárás, þessa sérkennilegu tilfinningu sem
gaf til kynna að orrusta væri í nánd.
— Ég er stríðskona að upplagi og Joffrey veit ekkert um það. Hann
veit ekkert um þá konu sem ég er orðin að.
Gegnum þessa óviðkunnanlegu, regnbogalitu geislabaugi, sá hún
ýmiskonar skugga, mannverur klæddar svörtum skikkjum sem biðu
og störðu út í þessa. furðulegu nótt. Við og við fauk þokuslæða fram-
hjá fólkinu og skildi eftir glitrandi iskristalla um axlir þess.
—• Hversvegna er ég hér? spurði hún sjálfa sig. — Ég ann þeim
ekki, mig varðar engu um þá lengur. Ég er farin að hata Berne, sem
eitt sinn var minn bezti vinur. Ég gæti hafa fyrirgefið honum mikið,
en hann ætlaði að drepa Joffriey og því gleymi ég aldrei. Og þó er
ég hér og ég finn að það er rétt af mér að vera hér barnanna vegna,
vegna Honorine. Ég get ekki yfirgefið þau. Joffrey er sterkur, hajnn
hefur bergt á hverjum bikar lífsins. Hann er seigur. Hann á engan
veikleika, jafnvel ekki gagnvart mér ...
Hana langaði að vera hjá honum en fann að hún var langt burtu
frá honum rekin. Um nóttina hafði hann staðið henni nær og verið
svo mildur. Var það draumur eða hafði það raunverulega gerzt, hún
vissi það ekki lengur.
Hún fór upp á þilfar einu sinni enn, þegar dögunin var i nánd
og vissi þá ekki fyrr til en hún var gripin og haldið kyrri. Tveir
sjómenn stóðu fyrir aftan hana og hún þekkti að þar voru komnir
mennirnir tveir, sem höfðu fylgt henni inn í La Rochelle. Svo Þeir
höfðu einnig gengið í lið uppreisnarmanna! En þeir létu hana ekki
iengi vaða í þeirri villu.
Annar þeirra, sennilega Maltverji hvíslaði að henni á Miðjarðar-
hafsfrönsku, s^m hún skildi dável:
— Húsbóndinn sendi okkur, til að vernda yður og börnin.
— Hversvegna að vernda mig?
— Hreyfið yður ekki!
Þeir þrifu þétt um úlnliði hennar. Hún heyrði dumban skell. Mót-
mælandinn sem hafði staðið á verði við næstu lestarlúguna rambaði
um koll og lá kyrr. Angelique sá að einhver stóð yfir honum, furðu-
leg vera sem sýndist að hluta maður, að hluta dýr og að hluta fugl.
Hann var risastór í þokunni og daufri aítureldingunni, hún gat ekki
betur séð en hann væri þakinn með stórum, skjálfandi fjaðraklösum,
en stórt loðið skott dinglaði aftur af höfði hans. Hún sá koparlitan
bjarma um leið og hann lyfti handleggnum og keyrði hann niður
eins og andi, og nú klöngruðust skuggamyndir um hvarvetna. Annar
varðmaður féll, hann hafði greinilega ekki séð þennan mann nálgast
og þessi vera hreyfði sig hratt og hljóðlega í kringum skipið og réðust
inn á þilfarið i algerri þögn, eins og þessar verur gengju á skýi.
Þeir voru með marglitar fjaðrir og bláar og rauðar loðhúfur með
skottum sem sveifluðust aftur af þeim og þar sem þeir geystust fram
með uppréttar hendur voru þeir engu likari en refsienglum.
AngeJique langaði til að æpa, því hún hélt að hana væri að dreyma,
en menn Rescators vöruðu hana við þvi.
Hrópið ekki! Þetta eru Indíánarnir, vinir okkar!
E'inn Indíánanna kom stökkvandi til þeirra eins og bailettdansari,
i annarri hendi var hann með mjög breitt og stutt sverð, skreytt
m.eð rauðum fjöðrum, en í hinni var hann með eitthvað sem liktist
tréstöng með járnkúlu á endanum. Það var frumstæð kylfa. Angel-
ique sá leirrautt andlit hans við hiið sér, óhugnanlega nálægt með
bláum rákum.
Sjómennirnir lyftu sinn hvorri hönd og ávörpuðu Indíánann á
söngrænu máli. Þeir bentu honum á Angelique og sýndu honum
einnig dyrnar að milliþilfarinu, sem þeir vörðu. Rauðskinninn gaf
þeim merki um að hann hefði skilið þá og hvarf á braut.
Hróp og hróp heyrðist á stangli og síðan skothrið og í kjölfar
hennar kliður af hrópunum og allsherjar uppnámi sem minnti á
slagsmál i knæpu við sjávarsíðuna.
Siðan kom hópur annarra manna, með skegg og loðhúfur eins og
Nicholas Perrot innyfir borðstokkana, stukku niður á þilfar Goulds-
boro og hrópuðu sín á miili með hávaðagázka.
Angelique veitti athygli tveimur mönnum, sem litu út fyrir að vera
aðalsmenn; þeir báru sverð við hlið sér, voru klæddir í evrópska jakka
og stóra, gamaldags hatta, sem þeir báru engu að síður með fyrir-
mannlegum brag. Þeir gengu ákveðnum skrefum fram í stafn og
hurfu henni sjónum. Hvarvetna um þilfarið var allt á ferð og flugi.
Allir þessir menn virtust geta séð gegnum þykika þokuna, eins og
ekkert væri sjálfsagðara. Innan fáeinna mínútna vissi Angelique að
öllu var lokið; sigurinn var unninn og veikburða veldi mótmælend-
anna hrunið.
Manigault, Berne og samherjar þeirra voru leiddir upp á aðalþil-
farið með hendur bundnar á bak aftur. Þeir voru náfölir, órakaðir
og fötin rifin. Óvænt leifturárás Indíánanna hafði ekki gefið þeim
tækifæri til að berjast á móti.
Þeir voru rétt að ranka við sér, eftir ikylfuhöggin, sem komu þeim
44 VIKAN 2Z-tbl-